Verður Landspítalinn okkar? Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 10. mars 2017 09:00 Í vor mun ég útskrifast sem hjúkrunarfræðingur eftir fjögurra ára langt háskólanám. Í náminu hef ég fengið að kynnast starfsemi Landspítalans í verknámi og sem starfsmaður og ég hef litið björtum augum til framtíðarinnar þar. Því hefur lengi verið haldið að okkur hjúkrunarfræðinemunum að með breytti aldurssamsetningu þjóðar fari þörf á hjúkrunarfræðingum sífellt vaxandi. Við erum eftirsóttur starfskraftur og tækifærin eru á hverju strái. Þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga hefur sjaldan verið jafnmikil og skortur á þeim nemur hundruðum í dag. Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að skortur á hjúkrunarfræðingum hefur í för með sér fleiri dauðsföll, veldur því að þjónustu hrakar, sem og ánægju og vellíðan sjúklinga. En af hverju eru launin ekki í samræmi við þennan skort í starfsstéttinni?Raunveruleiki hjúkrunarfræðinga Við sem erum að útskrifast í vor höfum kynnt okkur mismunandi kjör vinnustaða. Niðurstöðurnar eru sláandi. 1. júní næstkomandi munu laun okkar hækka á Landspítalanum í samræmi við núverandi samninga. Þá er staðan þessi: > Landspítali: Byrjunarlaun: 375.304 kr >Reykjavíkurborg Byrjunarlaun: 437.603 kr >Sveitarfélög Byrjunarlaun: 430.244 kr Mismunurinn milli Landspítalans og Reykjavíkurborgar eru um það bil 62.300 kr. Á einu ári gera það um það bil 750 þúsund krónur. Vert er að benda á að þessi laun miðast við fullt starf en það eru ekki margir hjúkrunarfræðingar sem hafa tök á því að vera í 100% vaktavinnu. Meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum er 71%. Ein helsta ástæðan fyrir því að hjúkrunarfræðingar geta ekki ráðið sig inn í fullt starf er álag.Endurreisn heilbrigðiskerfis án hjúkrunarfræðinga? Samkvæmt nýútgefinni skýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er launamunur á hjúkrunarfræðingum og öðrum stéttum með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi hjá hinu opinbera um 20%. Verkfall hjúkrunarfræðinga árið 2015 endaði með lagasetningu á stéttina. Hjúkrunarfræðingar mega því ekki fara í verkfall fyrr en árið 2019. Af hverju á stéttin mín ekki að vera metin til jafns við aðrar stéttir hjá hinu opinbera? Ég vil vinna að bættri þjónustu sjúklinga og byggja upp öflugt heilbrigðiskerfi. Ég hef starfað á spítalanum í tvö ár og ég vil starfa þar áfram en ég get það ekki. Ég mun því ekki sækja um starf á Landspítalanum eftir útskrift. Ég get ekki samþykkt þessi laun eftir háskólanámið mitt. Ljóst er að spítalinn og ríkisstjórnin verða að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum og grundvöllurinn eru sanngjörn grunnlaun til þess að útskrifaðir hjúkrunarfræðingar skili sér á spítalann og að starfandi hjúkrunarfræðingar endist í starfi. Vinsælt er að tala um endurreisn heilbrigðiskerfisins – eiga hjúkrunarfræðingar ekki að vera hluti af henni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Í vor mun ég útskrifast sem hjúkrunarfræðingur eftir fjögurra ára langt háskólanám. Í náminu hef ég fengið að kynnast starfsemi Landspítalans í verknámi og sem starfsmaður og ég hef litið björtum augum til framtíðarinnar þar. Því hefur lengi verið haldið að okkur hjúkrunarfræðinemunum að með breytti aldurssamsetningu þjóðar fari þörf á hjúkrunarfræðingum sífellt vaxandi. Við erum eftirsóttur starfskraftur og tækifærin eru á hverju strái. Þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga hefur sjaldan verið jafnmikil og skortur á þeim nemur hundruðum í dag. Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að skortur á hjúkrunarfræðingum hefur í för með sér fleiri dauðsföll, veldur því að þjónustu hrakar, sem og ánægju og vellíðan sjúklinga. En af hverju eru launin ekki í samræmi við þennan skort í starfsstéttinni?Raunveruleiki hjúkrunarfræðinga Við sem erum að útskrifast í vor höfum kynnt okkur mismunandi kjör vinnustaða. Niðurstöðurnar eru sláandi. 1. júní næstkomandi munu laun okkar hækka á Landspítalanum í samræmi við núverandi samninga. Þá er staðan þessi: > Landspítali: Byrjunarlaun: 375.304 kr >Reykjavíkurborg Byrjunarlaun: 437.603 kr >Sveitarfélög Byrjunarlaun: 430.244 kr Mismunurinn milli Landspítalans og Reykjavíkurborgar eru um það bil 62.300 kr. Á einu ári gera það um það bil 750 þúsund krónur. Vert er að benda á að þessi laun miðast við fullt starf en það eru ekki margir hjúkrunarfræðingar sem hafa tök á því að vera í 100% vaktavinnu. Meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum er 71%. Ein helsta ástæðan fyrir því að hjúkrunarfræðingar geta ekki ráðið sig inn í fullt starf er álag.Endurreisn heilbrigðiskerfis án hjúkrunarfræðinga? Samkvæmt nýútgefinni skýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er launamunur á hjúkrunarfræðingum og öðrum stéttum með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi hjá hinu opinbera um 20%. Verkfall hjúkrunarfræðinga árið 2015 endaði með lagasetningu á stéttina. Hjúkrunarfræðingar mega því ekki fara í verkfall fyrr en árið 2019. Af hverju á stéttin mín ekki að vera metin til jafns við aðrar stéttir hjá hinu opinbera? Ég vil vinna að bættri þjónustu sjúklinga og byggja upp öflugt heilbrigðiskerfi. Ég hef starfað á spítalanum í tvö ár og ég vil starfa þar áfram en ég get það ekki. Ég mun því ekki sækja um starf á Landspítalanum eftir útskrift. Ég get ekki samþykkt þessi laun eftir háskólanámið mitt. Ljóst er að spítalinn og ríkisstjórnin verða að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum og grundvöllurinn eru sanngjörn grunnlaun til þess að útskrifaðir hjúkrunarfræðingar skili sér á spítalann og að starfandi hjúkrunarfræðingar endist í starfi. Vinsælt er að tala um endurreisn heilbrigðiskerfisins – eiga hjúkrunarfræðingar ekki að vera hluti af henni?
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun