Holur hljómur í ASÍ Guðríður Arnardóttir skrifar 10. mars 2017 10:22 Forysta ASÍ hefur farið mikinn í yfirlýsingum sínum undanfarna daga og vikur. Þar ber hæst sú fullyrðing þeirra að kjarasamningar í opinbera geiranum hafi valdið forsendubresti í samningum á almennum vinnumarkaði. Sérstaklega hefur formanni ASÍ verið tíðrætt um kjarasamninga kennara og sér hann ofsjónum yfir þeim réttmætu leiðréttingum sem kennarar á öllum skólastigum hafa fengið, stétt sem hefur um árabil búið við verulega slaka launasetningu, stétt án fullnægjandi nýliðunar samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þessar yfirlýsingar um forsendubrest vekja furðu mína í ljósi þess að fyrir nokkrum vikum gerði formaður ASÍ þá kröfu að svo kjarasamningar á almennum markaði héldu út árið 2017 yrðu breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna að ná fram að ganga. Og svo fór að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna í bullandi ágreiningi, með þeim rökum að laun skyldi jafna á milli markaða. Hafa ber í huga að á almennum markaði leggja launataxtar sérfræðinga lágmarkslínur og leyfi ég mér að fullyrða að meirihluti starfsfólks á almennum markaði fylgir ekki launatöxtum. Hjá hinu opinbera setja launatöflur skýran ramma um laun og marka í flestum tilfellum hámarkskjör. Sé litið til sérfræðinga á opinberum makaði annars vegar og almennum markaði hins vegar er ljóst að launamunur er verulegur og vantar mikið upp á jöfnun kjara milli markaða. Og það er holur hljómur í orðræðu ASÍ um „óhóflegar“ launahækkanir kennara þegar launarannsóknir sýna að enn eru kennarar eftirbátar kollega sinna á opinberum markaði og standa félögum sínum á almennum markaði langt að baki. Og nú ætlar ASÍ sem sagt að halda opinberum starfsmönnum í gíslingu til ársins 2018 með þeirri hótun að semji þeir um launahækkanir umfram SALEK-rammann svokallaða muni almenni markaðurinn sækja það sama – ellegar sé fjandinn laus. Það er deginum ljósara að ASÍ barði Alþingi til hlýðni og lagabreytingar um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna voru afgreiddar með þeim fögru fyrirheitum að laun á milli markaða yrðu jöfnuð. Það þýðir einfaldlega að laun opinberra starfsmanna þurfa að hækka meira en á almennum markaði. Hvorki kennarar né aðrir opinberir starfsmenn munu taka því þegjandi ef ASÍ ætlar að halda kjarasamningum þeirra í gíslingu. Opinberir starfsmenn, bæði hjá ríki og sveitarfélögum eru um 40 þúsund talsins og hafa sannarlega slagkraft með samstöðu. Upp á almennilega íslensku er það helvíti skítt ef við þurfum að taka slaginn við forystu ASÍ til að sækja réttmætar kjarabætur – en það er slagur sem við munum taka, komi til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Forysta ASÍ hefur farið mikinn í yfirlýsingum sínum undanfarna daga og vikur. Þar ber hæst sú fullyrðing þeirra að kjarasamningar í opinbera geiranum hafi valdið forsendubresti í samningum á almennum vinnumarkaði. Sérstaklega hefur formanni ASÍ verið tíðrætt um kjarasamninga kennara og sér hann ofsjónum yfir þeim réttmætu leiðréttingum sem kennarar á öllum skólastigum hafa fengið, stétt sem hefur um árabil búið við verulega slaka launasetningu, stétt án fullnægjandi nýliðunar samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þessar yfirlýsingar um forsendubrest vekja furðu mína í ljósi þess að fyrir nokkrum vikum gerði formaður ASÍ þá kröfu að svo kjarasamningar á almennum markaði héldu út árið 2017 yrðu breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna að ná fram að ganga. Og svo fór að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna í bullandi ágreiningi, með þeim rökum að laun skyldi jafna á milli markaða. Hafa ber í huga að á almennum markaði leggja launataxtar sérfræðinga lágmarkslínur og leyfi ég mér að fullyrða að meirihluti starfsfólks á almennum markaði fylgir ekki launatöxtum. Hjá hinu opinbera setja launatöflur skýran ramma um laun og marka í flestum tilfellum hámarkskjör. Sé litið til sérfræðinga á opinberum makaði annars vegar og almennum markaði hins vegar er ljóst að launamunur er verulegur og vantar mikið upp á jöfnun kjara milli markaða. Og það er holur hljómur í orðræðu ASÍ um „óhóflegar“ launahækkanir kennara þegar launarannsóknir sýna að enn eru kennarar eftirbátar kollega sinna á opinberum markaði og standa félögum sínum á almennum markaði langt að baki. Og nú ætlar ASÍ sem sagt að halda opinberum starfsmönnum í gíslingu til ársins 2018 með þeirri hótun að semji þeir um launahækkanir umfram SALEK-rammann svokallaða muni almenni markaðurinn sækja það sama – ellegar sé fjandinn laus. Það er deginum ljósara að ASÍ barði Alþingi til hlýðni og lagabreytingar um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna voru afgreiddar með þeim fögru fyrirheitum að laun á milli markaða yrðu jöfnuð. Það þýðir einfaldlega að laun opinberra starfsmanna þurfa að hækka meira en á almennum markaði. Hvorki kennarar né aðrir opinberir starfsmenn munu taka því þegjandi ef ASÍ ætlar að halda kjarasamningum þeirra í gíslingu. Opinberir starfsmenn, bæði hjá ríki og sveitarfélögum eru um 40 þúsund talsins og hafa sannarlega slagkraft með samstöðu. Upp á almennilega íslensku er það helvíti skítt ef við þurfum að taka slaginn við forystu ASÍ til að sækja réttmætar kjarabætur – en það er slagur sem við munum taka, komi til þess.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun