Skattar og keðjuverkandi skerðingar Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 17. mars 2017 07:00 Ríkisstjórnir undanfarinna ára þykjast ekki hafa hækkað skatta á lífeyrislaun, heldur lækkað þá. En það að hækka ekki persónuafsláttinn í um 103.000 krónur, eins og hann ætti að vera í dag uppreiknaður frá 1988, heldur halda honum í 52.907 krónum á mánuði er ekkert annað en fáránleg hækkun skatta, sem lenda verst á eldri borgurum, veiku og slösuðu fólki og láglaunafólki. Hvað á að kalla svona skattahækkanir? Ekkert annað en fátæktarskatt, sem svo leiðir til sárafátæktar og er ráðherrum og þingmönnum til háborinnar skammar. Lífeyrislaun, persónuafsláttur, vaxta- og barnabætur hækka miðað við verðlag, ekki launavísitölu og veldur því að skattbyrði lífeyrislaunþega hækkar. Í þessum anda eru bótaflokkar sem valda keðjuverkandi skerðingum um allt kerfið, vegna þess að skerðingarmörk tekna hækka ekki þó lífeyririnn og bótaflokkarnir hækki. Skattalækkanir eru bara fyrir eignafólk, hátekjufólk og fyrirtæki. Til hvers er þetta ómannúðlega „keðjuverkandi skattkerfi“ sem setur þá verst settu í sárafátækt eða um 10 þúsund manns og yfir 30 þúsund í eða við fátæktarmörk? Eru þetta mannleg mistök? Flókið kerfi sem enginn þekkir nema tölvan sem forritaði sig sjálf til að segja „Nei“? Eða er þetta bara úthugsað kerfi til að berja og sparka fjárhagslega í þá sem verst eru settir á Íslandi? Já, ég er kominn á þá skoðun. Frítekjumark lækkaði um 84 þúsund krónur í breyttu lífeyriskerfi hjá ellilífeyrisþegum. Hækkun á framfærsluuppbót, sem skerðist krónu á móti krónu er ekkert annað en ólöglegur 100% skattur. Fjölmargir styrkir, t.d. frá verkalýðsfélögum, fyrir lyfjum, lækniskostnaði og rekstri bifreiðar, valda bara keðjuverkandi skerðingum á lífeyrislaunum frá Tryggingastofnun, húsnæðisbótum, barnabótum og öllum öðrum bótaflokkum. Hvað er ríkið að borga í lífeyrislaun á Íslandi? Erum við sem erum á lífeyrislaunum að borga fyrir allt með sköttum og keðjuverkandi skerðingarsköttum? Svarið er „JÁ“. Fjallað verður um skerðingarkerfið á opnum fundi málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um kjaramál á Grand hóteli laugardaginn 18. mars kl. 13. Þar verður einnig gerð grein fyrir þeirri staðreynd að 1.300 manns eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þá verður rýnt í þróun persónuafsláttar frá upphafi staðgreiðslu og rætt um nýtt fyrirkomulag húsnæðisstuðnings til leigjenda sem tók gildi um síðustu áramót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnir undanfarinna ára þykjast ekki hafa hækkað skatta á lífeyrislaun, heldur lækkað þá. En það að hækka ekki persónuafsláttinn í um 103.000 krónur, eins og hann ætti að vera í dag uppreiknaður frá 1988, heldur halda honum í 52.907 krónum á mánuði er ekkert annað en fáránleg hækkun skatta, sem lenda verst á eldri borgurum, veiku og slösuðu fólki og láglaunafólki. Hvað á að kalla svona skattahækkanir? Ekkert annað en fátæktarskatt, sem svo leiðir til sárafátæktar og er ráðherrum og þingmönnum til háborinnar skammar. Lífeyrislaun, persónuafsláttur, vaxta- og barnabætur hækka miðað við verðlag, ekki launavísitölu og veldur því að skattbyrði lífeyrislaunþega hækkar. Í þessum anda eru bótaflokkar sem valda keðjuverkandi skerðingum um allt kerfið, vegna þess að skerðingarmörk tekna hækka ekki þó lífeyririnn og bótaflokkarnir hækki. Skattalækkanir eru bara fyrir eignafólk, hátekjufólk og fyrirtæki. Til hvers er þetta ómannúðlega „keðjuverkandi skattkerfi“ sem setur þá verst settu í sárafátækt eða um 10 þúsund manns og yfir 30 þúsund í eða við fátæktarmörk? Eru þetta mannleg mistök? Flókið kerfi sem enginn þekkir nema tölvan sem forritaði sig sjálf til að segja „Nei“? Eða er þetta bara úthugsað kerfi til að berja og sparka fjárhagslega í þá sem verst eru settir á Íslandi? Já, ég er kominn á þá skoðun. Frítekjumark lækkaði um 84 þúsund krónur í breyttu lífeyriskerfi hjá ellilífeyrisþegum. Hækkun á framfærsluuppbót, sem skerðist krónu á móti krónu er ekkert annað en ólöglegur 100% skattur. Fjölmargir styrkir, t.d. frá verkalýðsfélögum, fyrir lyfjum, lækniskostnaði og rekstri bifreiðar, valda bara keðjuverkandi skerðingum á lífeyrislaunum frá Tryggingastofnun, húsnæðisbótum, barnabótum og öllum öðrum bótaflokkum. Hvað er ríkið að borga í lífeyrislaun á Íslandi? Erum við sem erum á lífeyrislaunum að borga fyrir allt með sköttum og keðjuverkandi skerðingarsköttum? Svarið er „JÁ“. Fjallað verður um skerðingarkerfið á opnum fundi málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um kjaramál á Grand hóteli laugardaginn 18. mars kl. 13. Þar verður einnig gerð grein fyrir þeirri staðreynd að 1.300 manns eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þá verður rýnt í þróun persónuafsláttar frá upphafi staðgreiðslu og rætt um nýtt fyrirkomulag húsnæðisstuðnings til leigjenda sem tók gildi um síðustu áramót.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar