Hvar er húsnæðisstuðningurinn? Ellen Calmon skrifar 17. mars 2017 07:00 Sú breyting sem gerð var á húsnæðisbótakerfinu um síðustu áramót hefur komið illa við fólk sem þarf að reiða sig á stuðning til að geta komið þaki yfir höfuð sér. Þar er átt við bæði örorkulífeyrisþega sem eiga eðlilega kröfu um mannsæmandi framfærslu og ellilífeyrisþega sem flestir telja að eigi heimtingu á áhyggjulausu ævikvöldi. Samkvæmt þeim breytingum sem gerðar voru hafa húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur tekið við af húsaleigubótum og sérstökum húsaleigubótum. Með breytingunni teljast bætur almannatrygginga til tekna við útreikning á húsnæðisstuðningi hvers konar, utan vaxtabóta, en svo var ekki áður. Allar skattskyldar tekjur eru teknar með, tekjumörk eru afar lág og skerðingar fyrir sérstakan húsnæðisstuðning miklar þannig að fjárhagslegur stuðningur af þessu tagi lækkar hjá þorra lífeyrisþega sem eru í leiguhúsnæði. Þess má geta að hann lækkar umtalsvert hjá sumum, jafnvel þannig að hann fellur í raun alveg niður. Ef horft er til neysluviðmiðs velferðarráðuneytisins eru heildarútgjöld hjá einstaklingi án húsnæðiskostnaðar rúmar 222 þúsund krónur á mánuði. Örorkulífeyrisþegi sem býr einn og er ekki með neinar eða lágar aðrar tekjur fær rúmar 229 þúsund krónur útborgaðar á mánuði en það er um 7 þúsund krónum hærri upphæð en neysluviðmiðið án húsnæðiskostnaðar. Þegar húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur eru tekin með í reikninginn þá hefur sá hinn sami rúmar 50 þúsund krónur til að greiða húsaleigu. Fyrir þá upphæð er afskaplega hæpið að fá þak yfir höfuðið. Markmiðið með breyttu kerfi var að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðis hjá þeim sem eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað vegna lágra tekna, þungrar framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna. Með þessari breytingu sé ég ekki hvar þennan húsnæðisstuðning er að finna. Þess vegna hvet ég nýja ríkisstjórn til að laga það sem þarfnast lagfæringar án tafar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Húsnæðismál Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Sú breyting sem gerð var á húsnæðisbótakerfinu um síðustu áramót hefur komið illa við fólk sem þarf að reiða sig á stuðning til að geta komið þaki yfir höfuð sér. Þar er átt við bæði örorkulífeyrisþega sem eiga eðlilega kröfu um mannsæmandi framfærslu og ellilífeyrisþega sem flestir telja að eigi heimtingu á áhyggjulausu ævikvöldi. Samkvæmt þeim breytingum sem gerðar voru hafa húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur tekið við af húsaleigubótum og sérstökum húsaleigubótum. Með breytingunni teljast bætur almannatrygginga til tekna við útreikning á húsnæðisstuðningi hvers konar, utan vaxtabóta, en svo var ekki áður. Allar skattskyldar tekjur eru teknar með, tekjumörk eru afar lág og skerðingar fyrir sérstakan húsnæðisstuðning miklar þannig að fjárhagslegur stuðningur af þessu tagi lækkar hjá þorra lífeyrisþega sem eru í leiguhúsnæði. Þess má geta að hann lækkar umtalsvert hjá sumum, jafnvel þannig að hann fellur í raun alveg niður. Ef horft er til neysluviðmiðs velferðarráðuneytisins eru heildarútgjöld hjá einstaklingi án húsnæðiskostnaðar rúmar 222 þúsund krónur á mánuði. Örorkulífeyrisþegi sem býr einn og er ekki með neinar eða lágar aðrar tekjur fær rúmar 229 þúsund krónur útborgaðar á mánuði en það er um 7 þúsund krónum hærri upphæð en neysluviðmiðið án húsnæðiskostnaðar. Þegar húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur eru tekin með í reikninginn þá hefur sá hinn sami rúmar 50 þúsund krónur til að greiða húsaleigu. Fyrir þá upphæð er afskaplega hæpið að fá þak yfir höfuðið. Markmiðið með breyttu kerfi var að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðis hjá þeim sem eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað vegna lágra tekna, þungrar framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna. Með þessari breytingu sé ég ekki hvar þennan húsnæðisstuðning er að finna. Þess vegna hvet ég nýja ríkisstjórn til að laga það sem þarfnast lagfæringar án tafar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun