Er nýtt debetkort lottó- vinningur fjársvikarans? Gísli B. Árnason skrifar 1. mars 2017 07:00 Bankinn minn Landsbankinn sendi mér á dögunum nýtt snertilaust debetkort sem á að leysa af hólmi eldri gerð debetkorta. Eftir að hafa kynnt mér virkni þessa nýja korts í samtali við starfsmenn Landsbankans og með því að lesa upplýsingar um það á heimasíðu Landsbankans, er augljóst að verið er að draga verulega úr því öryggi sem eldri debetkortin buðu upp á. Þegar greitt var með eldri debetkortum Landsbankans þurfti korthafi að slá inn lykilnúmer upp á fjórar tölur til að færslan færi í gegn. Í því fólst visst öryggi sem kom í veg fyrir að aðrir en þeir sem vissu lykilnúmerið, gætu verslað út á kortið. Með þessum nýju kortum getur hver sem er greitt allt að kr. 5.000 í hverri færslu með því einungis að leggja kortið upp að posanum og færslan fer í gegn. Af upplýsingum á heimasíðu Landsbankans um þessi nýju kort má ráða að ábyrgðin fyrir snertilausum úttektum sem sviknar eru út af þessu nýja debetkorti liggi hjá korthafanum. Þetta kort er því mikill happafengur, eiginlega lottóvinningur fyrir óprúttna aðila sem svífast einskis til að komast yfir peninga annarra. Í samtali við starfsmann Landsbankans spurði ég hann hvort ekki væri hægt að slökkva á þessum snertilausa möguleika því mér hugnaðist ekki að hægt væri að borga með kortinu án þess að slá inn lykilnúmerið. Svaraði hann að það væri ekki hægt. Eftir að hafa sem rannsóknarlögreglumaður rannsakað fjölmörg sakamál er varða fjársvik út af glötuðum eða stolnum greiðslukortum tel ég nokkuð öruggt að með því að ekki þurfi lengur að slá inn lykilnúmer muni glæpir sem tengjast þessum nýju greiðslukortum aukast til muna. Þá hefur komið í ljós að með hverri færslu út af þessu nýja debetkorti þarf korthafinn að greiða 17 króna þjónustugjald til Landsbankans, sem er töluverð hækkun frá því sem var með eldri debetkortin. Ég hef því ákveðið að taka nýja debetkort Landsbankans ekki í notkun af þeirri einföldu ástæðu að öryggi þess er engan veginn nægjanlegt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Bankinn minn Landsbankinn sendi mér á dögunum nýtt snertilaust debetkort sem á að leysa af hólmi eldri gerð debetkorta. Eftir að hafa kynnt mér virkni þessa nýja korts í samtali við starfsmenn Landsbankans og með því að lesa upplýsingar um það á heimasíðu Landsbankans, er augljóst að verið er að draga verulega úr því öryggi sem eldri debetkortin buðu upp á. Þegar greitt var með eldri debetkortum Landsbankans þurfti korthafi að slá inn lykilnúmer upp á fjórar tölur til að færslan færi í gegn. Í því fólst visst öryggi sem kom í veg fyrir að aðrir en þeir sem vissu lykilnúmerið, gætu verslað út á kortið. Með þessum nýju kortum getur hver sem er greitt allt að kr. 5.000 í hverri færslu með því einungis að leggja kortið upp að posanum og færslan fer í gegn. Af upplýsingum á heimasíðu Landsbankans um þessi nýju kort má ráða að ábyrgðin fyrir snertilausum úttektum sem sviknar eru út af þessu nýja debetkorti liggi hjá korthafanum. Þetta kort er því mikill happafengur, eiginlega lottóvinningur fyrir óprúttna aðila sem svífast einskis til að komast yfir peninga annarra. Í samtali við starfsmann Landsbankans spurði ég hann hvort ekki væri hægt að slökkva á þessum snertilausa möguleika því mér hugnaðist ekki að hægt væri að borga með kortinu án þess að slá inn lykilnúmerið. Svaraði hann að það væri ekki hægt. Eftir að hafa sem rannsóknarlögreglumaður rannsakað fjölmörg sakamál er varða fjársvik út af glötuðum eða stolnum greiðslukortum tel ég nokkuð öruggt að með því að ekki þurfi lengur að slá inn lykilnúmer muni glæpir sem tengjast þessum nýju greiðslukortum aukast til muna. Þá hefur komið í ljós að með hverri færslu út af þessu nýja debetkorti þarf korthafinn að greiða 17 króna þjónustugjald til Landsbankans, sem er töluverð hækkun frá því sem var með eldri debetkortin. Ég hef því ákveðið að taka nýja debetkort Landsbankans ekki í notkun af þeirri einföldu ástæðu að öryggi þess er engan veginn nægjanlegt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun