Lífeyrissjóðir borga fyrir hlut í Arion banka með ríkisskuldabréfum Hörður Ægisson skrifar 1. mars 2017 08:00 Útboð á þeim hlut sem eftir verður í eigu Kaupþings, um 30-40%, verður í fyrsta lagi í maí eða júní. Fréttablaðið/eyþór Íslenskir lífeyrissjóðir sem hyggjast kaupa samanlagt um 20 til 25 prósent í Arion banka áforma að greiða að stærstum hluta fyrir eignarhlutinn með ríkisbréfum í þeirra eigu. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur Kaupþing, sem er að ganga frá sölu á Arion banka í lokuðu útboði, samþykkt að lífeyrissjóðirnir geti framselt til félagsins íslensk ríkisskuldabréf sem greiðslu fyrir kaupum þeirra á hlut í bankanum. Þetta þýðir að lífeyrissjóðirnir munu þá ekki þurfa að selja skráð hlutabréf eða ráðstafa hluta af árlegu hreinu innflæði sínu til að fjármagna kaupin í Arion banka.Greint var frá því í forsíðufrétt Fréttablaðsins fyrir viku að Kaupþing væri nú á lokametrunum með að selja 40 til 50 prósenta hlut í Arion banka til bandarískra fjárfestingarsjóða og íslenskra lífeyrissjóða. Kaupverðið mun nema á bilinu 70 til 90 milljörðum íslenskra króna, eða sem jafngildir genginu rúmlega 0,8 miðað við bókfært eigið fé Arion banka. Söluandvirðið færi í að gera upp 84 milljarða veðskuldabréf sem Kaupþing gaf út til íslenska ríkisins í ársbyrjun 2016. Áformað er að fjórir bandarískir fjárfestingarsjóðir kaupi allt að 25 prósenta hlut í bankanum en að minnsta kosti tveir þessara sjóða – Taconic Capital og Och-Ziff Capital – eru jafnframt á meðal kröfuhafa Kaupþings. Enginn einn þeirra verður með meira en 10 prósenta hlut í Arion banka. Seðlabankinn samþykkti í lok síðustu viku beiðni sjóðanna um undanþágu frá höftum vegna útgáfu afleiðusamninga til að verja sig gagnvart gengisþróun krónunnar í tengslum við fyrirhuguð kaup í bankanum. Gert er ráð fyrir því að þrír af fjórum stærstu lífeyrissjóðum landsins – Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi lífeyrissjóður og Birta – muni meðal annars standa að baki þeim hópi lífeyrissjóða sem hyggst kaupa hlut í bankanum í lokuðu útboði. Á þessari stundu liggur þó ekkert fyrir um endanlegan fjölda þeirra sjóða sem hyggjast fjárfesta í bankanum, þar sem slíkar tillögur hafa enn ekki verið lagðar fyrir stjórnir lífeyrissjóðanna. Ef sjóðirnir kaupa samtals um 25 prósent í Arion banka munu þeir greiða samanlagt um 45 milljarða fyrir þann hlut. Kaupsamningar við bandarísku sjóðina og lífeyrissjóðina eru mjög langt komnir og gætu viðskiptin klárast fljótlega í þessum mánuði, mögulega strax í næstu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal fyrirvara sem enn á eftir að ganga frá í samningunum er tímalengd á þeim söluhömlum sem verða á hlutnum sem sjóðirnir munu kaupa í Arion banka. Frétt birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Íslenskir lífeyrissjóðir sem hyggjast kaupa samanlagt um 20 til 25 prósent í Arion banka áforma að greiða að stærstum hluta fyrir eignarhlutinn með ríkisbréfum í þeirra eigu. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur Kaupþing, sem er að ganga frá sölu á Arion banka í lokuðu útboði, samþykkt að lífeyrissjóðirnir geti framselt til félagsins íslensk ríkisskuldabréf sem greiðslu fyrir kaupum þeirra á hlut í bankanum. Þetta þýðir að lífeyrissjóðirnir munu þá ekki þurfa að selja skráð hlutabréf eða ráðstafa hluta af árlegu hreinu innflæði sínu til að fjármagna kaupin í Arion banka.Greint var frá því í forsíðufrétt Fréttablaðsins fyrir viku að Kaupþing væri nú á lokametrunum með að selja 40 til 50 prósenta hlut í Arion banka til bandarískra fjárfestingarsjóða og íslenskra lífeyrissjóða. Kaupverðið mun nema á bilinu 70 til 90 milljörðum íslenskra króna, eða sem jafngildir genginu rúmlega 0,8 miðað við bókfært eigið fé Arion banka. Söluandvirðið færi í að gera upp 84 milljarða veðskuldabréf sem Kaupþing gaf út til íslenska ríkisins í ársbyrjun 2016. Áformað er að fjórir bandarískir fjárfestingarsjóðir kaupi allt að 25 prósenta hlut í bankanum en að minnsta kosti tveir þessara sjóða – Taconic Capital og Och-Ziff Capital – eru jafnframt á meðal kröfuhafa Kaupþings. Enginn einn þeirra verður með meira en 10 prósenta hlut í Arion banka. Seðlabankinn samþykkti í lok síðustu viku beiðni sjóðanna um undanþágu frá höftum vegna útgáfu afleiðusamninga til að verja sig gagnvart gengisþróun krónunnar í tengslum við fyrirhuguð kaup í bankanum. Gert er ráð fyrir því að þrír af fjórum stærstu lífeyrissjóðum landsins – Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi lífeyrissjóður og Birta – muni meðal annars standa að baki þeim hópi lífeyrissjóða sem hyggst kaupa hlut í bankanum í lokuðu útboði. Á þessari stundu liggur þó ekkert fyrir um endanlegan fjölda þeirra sjóða sem hyggjast fjárfesta í bankanum, þar sem slíkar tillögur hafa enn ekki verið lagðar fyrir stjórnir lífeyrissjóðanna. Ef sjóðirnir kaupa samtals um 25 prósent í Arion banka munu þeir greiða samanlagt um 45 milljarða fyrir þann hlut. Kaupsamningar við bandarísku sjóðina og lífeyrissjóðina eru mjög langt komnir og gætu viðskiptin klárast fljótlega í þessum mánuði, mögulega strax í næstu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á meðal fyrirvara sem enn á eftir að ganga frá í samningunum er tímalengd á þeim söluhömlum sem verða á hlutnum sem sjóðirnir munu kaupa í Arion banka. Frétt birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira