Öryggi nýrra debetkorta jafnmikið og eldri korta Helgi Teitur Helgason skrifar 2. mars 2017 07:00 Landsbankinn kynnti í vor nýja kynslóð debetkorta sem gefin eru út í samvinnu við Visa. Með kortunum er hægt að greiða snertilaust, þ.e. án þess að stinga kortinu í posa og slá inn PIN-númer. Fjárhæðin sem greidd er með snertilausum hætti getur þó ekki farið yfir 5.000 krónur í hvert skipti og uppsöfnuð fjárhæð án þess að PIN-númer sé slegið inn getur ekki orðið hærri en 10.500 krónur. Nýju debetkortin fylgja nýjustu öryggisstöðlum og hafa kort af þessari gerð verið í notkun erlendis frá árinu 2012. Allir bankar á Íslandi bjóða nú upp á snertilaus debetkort. Samkvæmt upplýsingum frá VISA hafa um 200 milljón snertilaus kort nú verið gefin út í Evrópu og um 20% af öllum VISA-færslum eru nú snertilausar. Eins og eðlilegt er þegar nýjungar sem þessar eru kynntar vakna spurningar hjá viðskiptavinum um eiginleika og öryggi kortanna. Á vef Landsbankans er að nálgast ítarlegar upplýsingar um nýju debetkortin. Þar kemur m.a. fram að ef debetkorti er stolið og það misnotað án þess að viðskiptin hafi verið staðfest með PIN-númeri, gilda sömu reglur um snertilausa kortið og um önnur kort. Sé snertilausu korti Landsbankans stolið og takist þjófnum að taka út af því fé með sviksamlegum hætti, án þess að PIN-númer sé notað, ber korthafi ekki ábyrgð á tjóninu. Eftir sem áður er að mikilvægt að gæta vel að greiðslukortum sínum og láta loka þeim ef þau glatast eða þeim er stolið. Sömuleiðis er mikilvægt að gæta vel að PIN-númerum því dæmi eru um að þjófar reyni að sjá PIN-númerið og stela síðan greiðslukorti viðkomandi. Í grein eftir Gísla B. Árnason sem birtist í Fréttablaðinu í gær er m.a. vikið að þjónustugjöldum debetkorta. Af því tilefni er rétt að taka fram að færslugjald debetkorta Landsbankans er 17 kr. en gjaldið hækkaði úr 16 kr. í árslok 2015. Hækkunin tengdist ekki innleiðingu nýju debetkortanna og er færslugjaldið sem fyrr lægst hjá Landbankanum. Færslugjaldið er ávallt hið sama, hvort sem greitt er með eldri eða nýrri gerð debetkorta, með snertilausum hætti, í netverslunum eða með því að slá inn PIN-númer.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Landsbankinn kynnti í vor nýja kynslóð debetkorta sem gefin eru út í samvinnu við Visa. Með kortunum er hægt að greiða snertilaust, þ.e. án þess að stinga kortinu í posa og slá inn PIN-númer. Fjárhæðin sem greidd er með snertilausum hætti getur þó ekki farið yfir 5.000 krónur í hvert skipti og uppsöfnuð fjárhæð án þess að PIN-númer sé slegið inn getur ekki orðið hærri en 10.500 krónur. Nýju debetkortin fylgja nýjustu öryggisstöðlum og hafa kort af þessari gerð verið í notkun erlendis frá árinu 2012. Allir bankar á Íslandi bjóða nú upp á snertilaus debetkort. Samkvæmt upplýsingum frá VISA hafa um 200 milljón snertilaus kort nú verið gefin út í Evrópu og um 20% af öllum VISA-færslum eru nú snertilausar. Eins og eðlilegt er þegar nýjungar sem þessar eru kynntar vakna spurningar hjá viðskiptavinum um eiginleika og öryggi kortanna. Á vef Landsbankans er að nálgast ítarlegar upplýsingar um nýju debetkortin. Þar kemur m.a. fram að ef debetkorti er stolið og það misnotað án þess að viðskiptin hafi verið staðfest með PIN-númeri, gilda sömu reglur um snertilausa kortið og um önnur kort. Sé snertilausu korti Landsbankans stolið og takist þjófnum að taka út af því fé með sviksamlegum hætti, án þess að PIN-númer sé notað, ber korthafi ekki ábyrgð á tjóninu. Eftir sem áður er að mikilvægt að gæta vel að greiðslukortum sínum og láta loka þeim ef þau glatast eða þeim er stolið. Sömuleiðis er mikilvægt að gæta vel að PIN-númerum því dæmi eru um að þjófar reyni að sjá PIN-númerið og stela síðan greiðslukorti viðkomandi. Í grein eftir Gísla B. Árnason sem birtist í Fréttablaðinu í gær er m.a. vikið að þjónustugjöldum debetkorta. Af því tilefni er rétt að taka fram að færslugjald debetkorta Landsbankans er 17 kr. en gjaldið hækkaði úr 16 kr. í árslok 2015. Hækkunin tengdist ekki innleiðingu nýju debetkortanna og er færslugjaldið sem fyrr lægst hjá Landbankanum. Færslugjaldið er ávallt hið sama, hvort sem greitt er með eldri eða nýrri gerð debetkorta, með snertilausum hætti, í netverslunum eða með því að slá inn PIN-númer.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar