Tommi vill í stjórn og sendi eigendum Icelandair bréf Haraldur Guðmundsson skrifar 2. mars 2017 07:00 Tómas Andrés Tómasson, er einn sex frambjóðenda í stjórn Icelandair. Aðalfundur félagsins fer fram á morgun á Hilton Reykjavík Nordica. Vísir/Eyþór Tómas Andrés Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, sendi tuttugu stærstu hluthöfum Icelandair Group bréf í gær og leitaði eftir stuðningi við framboð sitt í stjórn fyrirtækisins. Veitingamaðurinn landsfrægi segir í bréfinu að hann vilji enda starfsferil sinn hjá félaginu og loka hringnum sem hófst við matreiðslu í eldhúsi Loftleiða árið 1967. „Mér þykir vænt um Icelandair og þar er ég alinn upp en fyrstu tíu árin á mínum ferli voru hjá Loftleiðum og Flugleiðum. Mér finnst mikilvægt að í stjórn félagsins sé að minnsta kosti einn sem hefur reynslu af veitinga- eða hótelrekstri og því býð ég mig fram. Fjórðungur teknanna kemur úr dótturfélögunum, og þar eru Icelandair-hótelin stór, og ég held að ég myndi jafnvel setja smá lit á fyrirtækið.“Þjónustan fyrst og fremstTommi er hluthafi í Icelandair Group en hann á að eigin sögn 110 þúsund hluti sem eru í dag metnir á rétt tæpar 1,7 milljónir króna. Af bréfinu og samtalinu við Tomma að dæma er ljóst að hann hefur mikinn áhuga á rekstri dótturfélaga Icelandair, eða hótel- og ferðaþjónustuhlutanum. Menntun hans er rakin í bréfinu en hann er með meistararéttindi í matreiðslu, verslunarpróf frá Verzlunarskóla Íslands og BS-gráðu í alþjóðlegri hótelstjórnum frá Florida International University. Að auki lauk Tommi stjórnunarnámskeiði hjá Cornell-háskóla árið 1997. „Ég hef verið viðriðinn hótel- og veitingarekstur síðan 1967 eða í um 50 ár. Ég hef annaðhvort verið sjálfstætt starfandi veitingamaður og hóteleigandi síðan 1981 þegar ég opnaði Tommaborgara. Ég hef opnað og rekið vel yfir 30 veitingahús, þar á meðal hápunktinn Hard Rock í Kringlunni, og stjórnaði Hótel Borg í tíu ár. Flugferðir Icelandar snúast fyrst og fremst um þjónustu um borð í vélunum sem að miklu leyti tengist veitingum og sölustarfsemi.“Sjötta skilningarvitiðBréfið var fyrsta og eina tilraun Tómasar til að ná athygli lífeyrissjóða og annarra stærstu eigenda Icelandair. Tommi er að eigin sögn með sjötta skilningarvitið þegar kemur að markaðsmálum og bendir hann á að fyrir utan sjö Hamborgarabúllur Tómasar hér heima eru ellefu staðir í Evrópu og þrír í undirbúningi. Sonur hans, Ingvi Týr, hafi tekið við daglegum rekstri hamborgaraveldisins og því hafi Tommi talsverðan tíma aflögu. „Árið 2015 unnu 3.384 starfsmenn hjá Icelandair og af því voru 568 sem unnu hjá hótelunum. Og enginn í stjórninni hefur reynslu af þessum málum. Ég þarf ekki annað en að labba í gegnum suma af þessum stöðum þeirra og þá finn ég tapið, það bara lyktar,“ segir Tommi. „Ég er næmur á það sem er að gerast, þjónustuna, viðmótið og annað og hef áhuga á þessu. Þótt ég sé orðinn 68 ára þá líður mér eins og ég sé 42. Mig langar að vera partur af þessu og sé að ég á heima þarna. Ég er ekki að þessu fyrir stjórnarlaunin og myndi þess vegna gefa þau í góðgerðarstarfsemi.“Engan lággjaldastrúktúrIcelandair Group mætir nú líkt og komið hefur fram talsverðum mótvindi sem endurspeglast í hlutabréfaverði fyrirtækisins. Það hefur fallið um 33 prósent á einum mánuði eða síðan flugfélagið birti svarta afkomuviðvörun. Bókanir höfðu þá dregist saman og útlit fyrir að hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta, og afskriftir (EBIDTA) myndi dragast saman um 30 prósent á þessu ári eða rúmlega átta milljarða króna. „Það þarf að skapa jákvæða ímynd og fíling í loftinu. Þetta snýst um að selja farmiða og halda kostnaði í skefjum og það liggur alveg ljóst fyrir að í þessu árferði sem við erum í – að fá á aðra milljón túrista til landsins á ári – að það er óeðlilegt að markaðurinn skuli ekki hafa meiri trú á félaginu,“ segir Tommi, aðspurður hvaða breytingar hann vilji ná í gegn í rekstri félagsins. „Ísland er einhverra hluta vegna í tísku og það hefur ekkert með það að gera hvernig Icelandair er stjórnað. Hljómsveitir í gamla daga skömmuðust sín fyrir að koma fram á Íslandi því þá voru þær orðnar lummó. Nú byrja þær túrinn á Íslandi og þetta þarf að nýta betur.“Nú hefur Icelandair verið gagnrýnt fyrir að bjóða lággjaldafargjöld með kostnaðarstrúktúr hefðbundinna flugfélaga. Í hvora áttina á félagið að fara? „Við verðum aldrei lággjaldaflugfélag og eigum ekki að vera. Ég var með félagsheimilið Festi í Grindavík þegar sveitaballastemningin var upp á sitt besta. Þá voru nokkrar hljómsveitir sem báru af í aðsókn. Annars vegar var sú aðsóknarmesta sem hét Haukar en þeir voru brennivínsband. Svo voru Hljómar sem báru af í gæðum og það var unun að horfa á og hlusta. Svo fór að minnka aðsóknin hjá báðum þessum böndum og þá fóru Haukarnir að reyna að gera vel spilaða músík og Hljómar að verða brennivínsband. Þá voru þær ekki lengur á heimavelli og hættu. Það er engin formúla fyrir velgengni en það er ein sem er ávísun á mistök og það er að reyna að gera öllum til hæfis.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Tómas Andrés Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, sendi tuttugu stærstu hluthöfum Icelandair Group bréf í gær og leitaði eftir stuðningi við framboð sitt í stjórn fyrirtækisins. Veitingamaðurinn landsfrægi segir í bréfinu að hann vilji enda starfsferil sinn hjá félaginu og loka hringnum sem hófst við matreiðslu í eldhúsi Loftleiða árið 1967. „Mér þykir vænt um Icelandair og þar er ég alinn upp en fyrstu tíu árin á mínum ferli voru hjá Loftleiðum og Flugleiðum. Mér finnst mikilvægt að í stjórn félagsins sé að minnsta kosti einn sem hefur reynslu af veitinga- eða hótelrekstri og því býð ég mig fram. Fjórðungur teknanna kemur úr dótturfélögunum, og þar eru Icelandair-hótelin stór, og ég held að ég myndi jafnvel setja smá lit á fyrirtækið.“Þjónustan fyrst og fremstTommi er hluthafi í Icelandair Group en hann á að eigin sögn 110 þúsund hluti sem eru í dag metnir á rétt tæpar 1,7 milljónir króna. Af bréfinu og samtalinu við Tomma að dæma er ljóst að hann hefur mikinn áhuga á rekstri dótturfélaga Icelandair, eða hótel- og ferðaþjónustuhlutanum. Menntun hans er rakin í bréfinu en hann er með meistararéttindi í matreiðslu, verslunarpróf frá Verzlunarskóla Íslands og BS-gráðu í alþjóðlegri hótelstjórnum frá Florida International University. Að auki lauk Tommi stjórnunarnámskeiði hjá Cornell-háskóla árið 1997. „Ég hef verið viðriðinn hótel- og veitingarekstur síðan 1967 eða í um 50 ár. Ég hef annaðhvort verið sjálfstætt starfandi veitingamaður og hóteleigandi síðan 1981 þegar ég opnaði Tommaborgara. Ég hef opnað og rekið vel yfir 30 veitingahús, þar á meðal hápunktinn Hard Rock í Kringlunni, og stjórnaði Hótel Borg í tíu ár. Flugferðir Icelandar snúast fyrst og fremst um þjónustu um borð í vélunum sem að miklu leyti tengist veitingum og sölustarfsemi.“Sjötta skilningarvitiðBréfið var fyrsta og eina tilraun Tómasar til að ná athygli lífeyrissjóða og annarra stærstu eigenda Icelandair. Tommi er að eigin sögn með sjötta skilningarvitið þegar kemur að markaðsmálum og bendir hann á að fyrir utan sjö Hamborgarabúllur Tómasar hér heima eru ellefu staðir í Evrópu og þrír í undirbúningi. Sonur hans, Ingvi Týr, hafi tekið við daglegum rekstri hamborgaraveldisins og því hafi Tommi talsverðan tíma aflögu. „Árið 2015 unnu 3.384 starfsmenn hjá Icelandair og af því voru 568 sem unnu hjá hótelunum. Og enginn í stjórninni hefur reynslu af þessum málum. Ég þarf ekki annað en að labba í gegnum suma af þessum stöðum þeirra og þá finn ég tapið, það bara lyktar,“ segir Tommi. „Ég er næmur á það sem er að gerast, þjónustuna, viðmótið og annað og hef áhuga á þessu. Þótt ég sé orðinn 68 ára þá líður mér eins og ég sé 42. Mig langar að vera partur af þessu og sé að ég á heima þarna. Ég er ekki að þessu fyrir stjórnarlaunin og myndi þess vegna gefa þau í góðgerðarstarfsemi.“Engan lággjaldastrúktúrIcelandair Group mætir nú líkt og komið hefur fram talsverðum mótvindi sem endurspeglast í hlutabréfaverði fyrirtækisins. Það hefur fallið um 33 prósent á einum mánuði eða síðan flugfélagið birti svarta afkomuviðvörun. Bókanir höfðu þá dregist saman og útlit fyrir að hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta, og afskriftir (EBIDTA) myndi dragast saman um 30 prósent á þessu ári eða rúmlega átta milljarða króna. „Það þarf að skapa jákvæða ímynd og fíling í loftinu. Þetta snýst um að selja farmiða og halda kostnaði í skefjum og það liggur alveg ljóst fyrir að í þessu árferði sem við erum í – að fá á aðra milljón túrista til landsins á ári – að það er óeðlilegt að markaðurinn skuli ekki hafa meiri trú á félaginu,“ segir Tommi, aðspurður hvaða breytingar hann vilji ná í gegn í rekstri félagsins. „Ísland er einhverra hluta vegna í tísku og það hefur ekkert með það að gera hvernig Icelandair er stjórnað. Hljómsveitir í gamla daga skömmuðust sín fyrir að koma fram á Íslandi því þá voru þær orðnar lummó. Nú byrja þær túrinn á Íslandi og þetta þarf að nýta betur.“Nú hefur Icelandair verið gagnrýnt fyrir að bjóða lággjaldafargjöld með kostnaðarstrúktúr hefðbundinna flugfélaga. Í hvora áttina á félagið að fara? „Við verðum aldrei lággjaldaflugfélag og eigum ekki að vera. Ég var með félagsheimilið Festi í Grindavík þegar sveitaballastemningin var upp á sitt besta. Þá voru nokkrar hljómsveitir sem báru af í aðsókn. Annars vegar var sú aðsóknarmesta sem hét Haukar en þeir voru brennivínsband. Svo voru Hljómar sem báru af í gæðum og það var unun að horfa á og hlusta. Svo fór að minnka aðsóknin hjá báðum þessum böndum og þá fóru Haukarnir að reyna að gera vel spilaða músík og Hljómar að verða brennivínsband. Þá voru þær ekki lengur á heimavelli og hættu. Það er engin formúla fyrir velgengni en það er ein sem er ávísun á mistök og það er að reyna að gera öllum til hæfis.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira