Forstjóri CCP vill enn kasta krónunni Haraldur Guðmundsson skrifar 2. mars 2017 11:00 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir að um besta afkomuár fyrirtækisins sé að ræða síðan það var stofnað árið 1997. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, er enn sannfærður um að Ísland eigi að taka upp aðra mynt og horfir hann enn til evrunnar. Forstjórinn segir rekstrarumhverfi íslenskra tækni- og nýsköpunarfyrirtækja hafa batnað til muna á síðustu árum. Fyrsta skóflustungan að nýjum höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýrinni var tekin í byrjun febrúar en fjölmiðlar hafa á síðustu árum greint frá áhuga fyrirtækisins á að flytja þær úr landi. „Það stóð aldrei til en það var alltaf verið að ræða það í fjölmiðlum en við höfum vissulega bent á ýmsa hluti sem betur mættu fara í utanumhaldi á fyrirtækjum. Nú er búið að gera mjög hraustlegar breytingar á umhverfinu á Íslandi öllum til hróss sem hafa komið nálægt því. Það má alltaf betur gera en vissulega hefur verið tekið til hendinni. Lög um nýsköpunarfyrirtæki sem voru sett í apríl á síðasta ári eru alveg frábært skref en við höfum bent á að þaki á endurgreiðslu á rannsókn og þróun mætti lyfta og jafnvel afnema að fullu til að leyfa bæði stórum og litlum fyrirtækjum að njóta þess umhverfis,“ segir Hilmar í samtali við Markaðinn. Aðalfundur CCP var haldinn á mánudag og var ársreikningur fyrirtækisins þá kynntur. Líkt og kom fram á Vísi hagnaðist CCP um 21,5 milljónir Bandaríkjadala í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna miðað við gengið í árslok 2016. Um metár var að ræða í dollurum talið en afkoma CCP var jákvæð um 2,7 milljarða árið 2015. Tekjurnar námu 86 milljónum dala, samanborið við 65,7 milljónir árið 2015. Hilmar svarar aðspurður að hann sé enn fullviss um að Ísland eigi að skipta krónunni út fyrir annan gjaldmiðil. „Ég hef ekkert farið af þeirri skoðun. Ég held að þetta konsept að vera með minnstu mynt í heimi sé löngu komið á síðasta söludag. Hvað svo sem menn gera nú í því. Mér persónulega finnst liggja beinast við að taka upp evru, en það má alveg horfa til annarra lausna. Það er búið að reyna þetta í hundrað ár og hefur ekki virkað fyrir neinn að mínu mati og þá sérstaklega ekki fyrir okkur. Því fyrr sem við hættum þessu, því betra,“ segir Hilmar.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Tengdar fréttir „Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. 7. mars 2014 23:40 Metár hjá CCP sem hagnaðist um 2,4 milljarða Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði 21,5 milljóna dala hagnaði í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna. Afkoma fyrirtækisins í Bandaríkjadölum talið hefur aldrei verið betri en hún var jákvæð um 20,7 milljónir dala árið 2015. 27. febrúar 2017 17:00 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, er enn sannfærður um að Ísland eigi að taka upp aðra mynt og horfir hann enn til evrunnar. Forstjórinn segir rekstrarumhverfi íslenskra tækni- og nýsköpunarfyrirtækja hafa batnað til muna á síðustu árum. Fyrsta skóflustungan að nýjum höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýrinni var tekin í byrjun febrúar en fjölmiðlar hafa á síðustu árum greint frá áhuga fyrirtækisins á að flytja þær úr landi. „Það stóð aldrei til en það var alltaf verið að ræða það í fjölmiðlum en við höfum vissulega bent á ýmsa hluti sem betur mættu fara í utanumhaldi á fyrirtækjum. Nú er búið að gera mjög hraustlegar breytingar á umhverfinu á Íslandi öllum til hróss sem hafa komið nálægt því. Það má alltaf betur gera en vissulega hefur verið tekið til hendinni. Lög um nýsköpunarfyrirtæki sem voru sett í apríl á síðasta ári eru alveg frábært skref en við höfum bent á að þaki á endurgreiðslu á rannsókn og þróun mætti lyfta og jafnvel afnema að fullu til að leyfa bæði stórum og litlum fyrirtækjum að njóta þess umhverfis,“ segir Hilmar í samtali við Markaðinn. Aðalfundur CCP var haldinn á mánudag og var ársreikningur fyrirtækisins þá kynntur. Líkt og kom fram á Vísi hagnaðist CCP um 21,5 milljónir Bandaríkjadala í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna miðað við gengið í árslok 2016. Um metár var að ræða í dollurum talið en afkoma CCP var jákvæð um 2,7 milljarða árið 2015. Tekjurnar námu 86 milljónum dala, samanborið við 65,7 milljónir árið 2015. Hilmar svarar aðspurður að hann sé enn fullviss um að Ísland eigi að skipta krónunni út fyrir annan gjaldmiðil. „Ég hef ekkert farið af þeirri skoðun. Ég held að þetta konsept að vera með minnstu mynt í heimi sé löngu komið á síðasta söludag. Hvað svo sem menn gera nú í því. Mér persónulega finnst liggja beinast við að taka upp evru, en það má alveg horfa til annarra lausna. Það er búið að reyna þetta í hundrað ár og hefur ekki virkað fyrir neinn að mínu mati og þá sérstaklega ekki fyrir okkur. Því fyrr sem við hættum þessu, því betra,“ segir Hilmar.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Tengdar fréttir „Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. 7. mars 2014 23:40 Metár hjá CCP sem hagnaðist um 2,4 milljarða Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði 21,5 milljóna dala hagnaði í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna. Afkoma fyrirtækisins í Bandaríkjadölum talið hefur aldrei verið betri en hún var jákvæð um 20,7 milljónir dala árið 2015. 27. febrúar 2017 17:00 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
„Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. 7. mars 2014 23:40
Metár hjá CCP sem hagnaðist um 2,4 milljarða Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði 21,5 milljóna dala hagnaði í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna. Afkoma fyrirtækisins í Bandaríkjadölum talið hefur aldrei verið betri en hún var jákvæð um 20,7 milljónir dala árið 2015. 27. febrúar 2017 17:00