Forstjóri CCP vill enn kasta krónunni Haraldur Guðmundsson skrifar 2. mars 2017 11:00 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir að um besta afkomuár fyrirtækisins sé að ræða síðan það var stofnað árið 1997. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, er enn sannfærður um að Ísland eigi að taka upp aðra mynt og horfir hann enn til evrunnar. Forstjórinn segir rekstrarumhverfi íslenskra tækni- og nýsköpunarfyrirtækja hafa batnað til muna á síðustu árum. Fyrsta skóflustungan að nýjum höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýrinni var tekin í byrjun febrúar en fjölmiðlar hafa á síðustu árum greint frá áhuga fyrirtækisins á að flytja þær úr landi. „Það stóð aldrei til en það var alltaf verið að ræða það í fjölmiðlum en við höfum vissulega bent á ýmsa hluti sem betur mættu fara í utanumhaldi á fyrirtækjum. Nú er búið að gera mjög hraustlegar breytingar á umhverfinu á Íslandi öllum til hróss sem hafa komið nálægt því. Það má alltaf betur gera en vissulega hefur verið tekið til hendinni. Lög um nýsköpunarfyrirtæki sem voru sett í apríl á síðasta ári eru alveg frábært skref en við höfum bent á að þaki á endurgreiðslu á rannsókn og þróun mætti lyfta og jafnvel afnema að fullu til að leyfa bæði stórum og litlum fyrirtækjum að njóta þess umhverfis,“ segir Hilmar í samtali við Markaðinn. Aðalfundur CCP var haldinn á mánudag og var ársreikningur fyrirtækisins þá kynntur. Líkt og kom fram á Vísi hagnaðist CCP um 21,5 milljónir Bandaríkjadala í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna miðað við gengið í árslok 2016. Um metár var að ræða í dollurum talið en afkoma CCP var jákvæð um 2,7 milljarða árið 2015. Tekjurnar námu 86 milljónum dala, samanborið við 65,7 milljónir árið 2015. Hilmar svarar aðspurður að hann sé enn fullviss um að Ísland eigi að skipta krónunni út fyrir annan gjaldmiðil. „Ég hef ekkert farið af þeirri skoðun. Ég held að þetta konsept að vera með minnstu mynt í heimi sé löngu komið á síðasta söludag. Hvað svo sem menn gera nú í því. Mér persónulega finnst liggja beinast við að taka upp evru, en það má alveg horfa til annarra lausna. Það er búið að reyna þetta í hundrað ár og hefur ekki virkað fyrir neinn að mínu mati og þá sérstaklega ekki fyrir okkur. Því fyrr sem við hættum þessu, því betra,“ segir Hilmar.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Tengdar fréttir „Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. 7. mars 2014 23:40 Metár hjá CCP sem hagnaðist um 2,4 milljarða Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði 21,5 milljóna dala hagnaði í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna. Afkoma fyrirtækisins í Bandaríkjadölum talið hefur aldrei verið betri en hún var jákvæð um 20,7 milljónir dala árið 2015. 27. febrúar 2017 17:00 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, er enn sannfærður um að Ísland eigi að taka upp aðra mynt og horfir hann enn til evrunnar. Forstjórinn segir rekstrarumhverfi íslenskra tækni- og nýsköpunarfyrirtækja hafa batnað til muna á síðustu árum. Fyrsta skóflustungan að nýjum höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýrinni var tekin í byrjun febrúar en fjölmiðlar hafa á síðustu árum greint frá áhuga fyrirtækisins á að flytja þær úr landi. „Það stóð aldrei til en það var alltaf verið að ræða það í fjölmiðlum en við höfum vissulega bent á ýmsa hluti sem betur mættu fara í utanumhaldi á fyrirtækjum. Nú er búið að gera mjög hraustlegar breytingar á umhverfinu á Íslandi öllum til hróss sem hafa komið nálægt því. Það má alltaf betur gera en vissulega hefur verið tekið til hendinni. Lög um nýsköpunarfyrirtæki sem voru sett í apríl á síðasta ári eru alveg frábært skref en við höfum bent á að þaki á endurgreiðslu á rannsókn og þróun mætti lyfta og jafnvel afnema að fullu til að leyfa bæði stórum og litlum fyrirtækjum að njóta þess umhverfis,“ segir Hilmar í samtali við Markaðinn. Aðalfundur CCP var haldinn á mánudag og var ársreikningur fyrirtækisins þá kynntur. Líkt og kom fram á Vísi hagnaðist CCP um 21,5 milljónir Bandaríkjadala í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna miðað við gengið í árslok 2016. Um metár var að ræða í dollurum talið en afkoma CCP var jákvæð um 2,7 milljarða árið 2015. Tekjurnar námu 86 milljónum dala, samanborið við 65,7 milljónir árið 2015. Hilmar svarar aðspurður að hann sé enn fullviss um að Ísland eigi að skipta krónunni út fyrir annan gjaldmiðil. „Ég hef ekkert farið af þeirri skoðun. Ég held að þetta konsept að vera með minnstu mynt í heimi sé löngu komið á síðasta söludag. Hvað svo sem menn gera nú í því. Mér persónulega finnst liggja beinast við að taka upp evru, en það má alveg horfa til annarra lausna. Það er búið að reyna þetta í hundrað ár og hefur ekki virkað fyrir neinn að mínu mati og þá sérstaklega ekki fyrir okkur. Því fyrr sem við hættum þessu, því betra,“ segir Hilmar.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Tengdar fréttir „Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. 7. mars 2014 23:40 Metár hjá CCP sem hagnaðist um 2,4 milljarða Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði 21,5 milljóna dala hagnaði í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna. Afkoma fyrirtækisins í Bandaríkjadölum talið hefur aldrei verið betri en hún var jákvæð um 20,7 milljónir dala árið 2015. 27. febrúar 2017 17:00 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
„Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. 7. mars 2014 23:40
Metár hjá CCP sem hagnaðist um 2,4 milljarða Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði 21,5 milljóna dala hagnaði í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna. Afkoma fyrirtækisins í Bandaríkjadölum talið hefur aldrei verið betri en hún var jákvæð um 20,7 milljónir dala árið 2015. 27. febrúar 2017 17:00