Forstjóri CCP vill enn kasta krónunni Haraldur Guðmundsson skrifar 2. mars 2017 11:00 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir að um besta afkomuár fyrirtækisins sé að ræða síðan það var stofnað árið 1997. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, er enn sannfærður um að Ísland eigi að taka upp aðra mynt og horfir hann enn til evrunnar. Forstjórinn segir rekstrarumhverfi íslenskra tækni- og nýsköpunarfyrirtækja hafa batnað til muna á síðustu árum. Fyrsta skóflustungan að nýjum höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýrinni var tekin í byrjun febrúar en fjölmiðlar hafa á síðustu árum greint frá áhuga fyrirtækisins á að flytja þær úr landi. „Það stóð aldrei til en það var alltaf verið að ræða það í fjölmiðlum en við höfum vissulega bent á ýmsa hluti sem betur mættu fara í utanumhaldi á fyrirtækjum. Nú er búið að gera mjög hraustlegar breytingar á umhverfinu á Íslandi öllum til hróss sem hafa komið nálægt því. Það má alltaf betur gera en vissulega hefur verið tekið til hendinni. Lög um nýsköpunarfyrirtæki sem voru sett í apríl á síðasta ári eru alveg frábært skref en við höfum bent á að þaki á endurgreiðslu á rannsókn og þróun mætti lyfta og jafnvel afnema að fullu til að leyfa bæði stórum og litlum fyrirtækjum að njóta þess umhverfis,“ segir Hilmar í samtali við Markaðinn. Aðalfundur CCP var haldinn á mánudag og var ársreikningur fyrirtækisins þá kynntur. Líkt og kom fram á Vísi hagnaðist CCP um 21,5 milljónir Bandaríkjadala í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna miðað við gengið í árslok 2016. Um metár var að ræða í dollurum talið en afkoma CCP var jákvæð um 2,7 milljarða árið 2015. Tekjurnar námu 86 milljónum dala, samanborið við 65,7 milljónir árið 2015. Hilmar svarar aðspurður að hann sé enn fullviss um að Ísland eigi að skipta krónunni út fyrir annan gjaldmiðil. „Ég hef ekkert farið af þeirri skoðun. Ég held að þetta konsept að vera með minnstu mynt í heimi sé löngu komið á síðasta söludag. Hvað svo sem menn gera nú í því. Mér persónulega finnst liggja beinast við að taka upp evru, en það má alveg horfa til annarra lausna. Það er búið að reyna þetta í hundrað ár og hefur ekki virkað fyrir neinn að mínu mati og þá sérstaklega ekki fyrir okkur. Því fyrr sem við hættum þessu, því betra,“ segir Hilmar.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Tengdar fréttir „Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. 7. mars 2014 23:40 Metár hjá CCP sem hagnaðist um 2,4 milljarða Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði 21,5 milljóna dala hagnaði í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna. Afkoma fyrirtækisins í Bandaríkjadölum talið hefur aldrei verið betri en hún var jákvæð um 20,7 milljónir dala árið 2015. 27. febrúar 2017 17:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, er enn sannfærður um að Ísland eigi að taka upp aðra mynt og horfir hann enn til evrunnar. Forstjórinn segir rekstrarumhverfi íslenskra tækni- og nýsköpunarfyrirtækja hafa batnað til muna á síðustu árum. Fyrsta skóflustungan að nýjum höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýrinni var tekin í byrjun febrúar en fjölmiðlar hafa á síðustu árum greint frá áhuga fyrirtækisins á að flytja þær úr landi. „Það stóð aldrei til en það var alltaf verið að ræða það í fjölmiðlum en við höfum vissulega bent á ýmsa hluti sem betur mættu fara í utanumhaldi á fyrirtækjum. Nú er búið að gera mjög hraustlegar breytingar á umhverfinu á Íslandi öllum til hróss sem hafa komið nálægt því. Það má alltaf betur gera en vissulega hefur verið tekið til hendinni. Lög um nýsköpunarfyrirtæki sem voru sett í apríl á síðasta ári eru alveg frábært skref en við höfum bent á að þaki á endurgreiðslu á rannsókn og þróun mætti lyfta og jafnvel afnema að fullu til að leyfa bæði stórum og litlum fyrirtækjum að njóta þess umhverfis,“ segir Hilmar í samtali við Markaðinn. Aðalfundur CCP var haldinn á mánudag og var ársreikningur fyrirtækisins þá kynntur. Líkt og kom fram á Vísi hagnaðist CCP um 21,5 milljónir Bandaríkjadala í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna miðað við gengið í árslok 2016. Um metár var að ræða í dollurum talið en afkoma CCP var jákvæð um 2,7 milljarða árið 2015. Tekjurnar námu 86 milljónum dala, samanborið við 65,7 milljónir árið 2015. Hilmar svarar aðspurður að hann sé enn fullviss um að Ísland eigi að skipta krónunni út fyrir annan gjaldmiðil. „Ég hef ekkert farið af þeirri skoðun. Ég held að þetta konsept að vera með minnstu mynt í heimi sé löngu komið á síðasta söludag. Hvað svo sem menn gera nú í því. Mér persónulega finnst liggja beinast við að taka upp evru, en það má alveg horfa til annarra lausna. Það er búið að reyna þetta í hundrað ár og hefur ekki virkað fyrir neinn að mínu mati og þá sérstaklega ekki fyrir okkur. Því fyrr sem við hættum þessu, því betra,“ segir Hilmar.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Tengdar fréttir „Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. 7. mars 2014 23:40 Metár hjá CCP sem hagnaðist um 2,4 milljarða Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði 21,5 milljóna dala hagnaði í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna. Afkoma fyrirtækisins í Bandaríkjadölum talið hefur aldrei verið betri en hún var jákvæð um 20,7 milljónir dala árið 2015. 27. febrúar 2017 17:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
„Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. 7. mars 2014 23:40
Metár hjá CCP sem hagnaðist um 2,4 milljarða Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði 21,5 milljóna dala hagnaði í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna. Afkoma fyrirtækisins í Bandaríkjadölum talið hefur aldrei verið betri en hún var jákvæð um 20,7 milljónir dala árið 2015. 27. febrúar 2017 17:00