Erlendar vefsíður selja 66°Norður mjög ódýrt Snærós Sindradóttir skrifar 3. mars 2017 07:00 Samanburður á verði á Íslandi og á netinu. Dæmi eru um að úlpur og annar útivistarfatnaður frá íslenska fatamerkinu 66°Norður fáist mörgum tugum prósenta ódýrari á erlendum netverslunum en í verslunum keðjunnar hér á landi. Íslenskir neytendur geta í einhverjum tilvikum leyft sér að máta fatnaðinn í verslunum hér á landi en farið á netið þegar heim er komið og sparað sér háar fjárhæðir. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um að íslensk fataverslun væri eina smásöluverslunin sem ekki hefur náð vopnum sínum eftir hrun. Velta fataverslunar dróst saman um tólf prósent í janúar miðað við árið á undan. Þá var rætt við nemendur í Háskólanum í Reykjavík sem allir höfðu sömu sögu að segja. Of dýrt væri að versla hér á landi og þá borgaði sig að kaupa af erlendum vefverslunum eða kaupa mikið magn að utan. Sjá einnig: Forstjóri 66° Norður segir eðlilegt að fólk reki upp stór augu Þýska vefverslunin Bike24 selur vandaðan útivistarfatnað, þar á meðal þó nokkrar flíkur frá 66°Norður. Þrátt fyrir að verslunin taki 15 evrur í sendingargjald, Íslandspóstur rukki 595 krónur við komuna til landsins og lagður sé 24 prósent virðisaukaskattur á vöruna við komuna til landsins, er mun hagstæðara að kaupa fatnaðinn af vefsíðunni.Ólafur ArnarsonFréttablaðið gerði aðrar stikkprufur á íslenskum merkjum sem notið hafa velgengni erlendis en það sama var ekki uppi á teningnum með verðmun miðað við íslenskan markað. Dæmi um vörumerki sem voru skoðuð voru íslensku barnafatamerkin Igló+Indí og As We Grow. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir að verðmunurinn komi sér í opna skjöldu. „Þetta er ekki eðlilegur verðmunur. Maður gerir ráð fyrir að vörur séu eitthvað ódýrari þegar þær eru seldar á netinu. Það þarf ekki að vera með útstillingu með sama hætti og netverslun fylgir ekki sami húsnæðis- og launakostnaður. En það á ekki að muna þetta miklu. Þetta er það sem maður kallar óútskýrðan verðmun.“ Í Fréttablaðinu í gær sagði Andrés Magnússon, formaður Verslunar og þjónustu, að allar aðstæður séu uppi fyrir hagstæða verslun hér á landi. Hann gæti þó ekki svarað því hvort íslensk verslun sé einfaldlega með of háa álagningu. „Þetta er rosalegt. Það er ekki verið að leyfa íslenskum neytendum að njóta styrkingar krónunnar. Ef neytendur telja að tilteknar vörur séu óeðlilega dýrar vegna þess að styrking krónunnar hefur ekki verið látin ná í gegn þá vita menn að þeir njóta fullrar styrkingar ef þeir versla við erlendar netverslanir,“ segir Ólafur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forstjóri 66° Norður um verðmun: „Mjög eðlilegt að fólk reki upp stór augu“ Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður, segir að það sé eðlilegt að fólk spyrji sig hvers vegna sé svo mikill verðmunur á vörum fyrirtækisins út úr búð hér á landi og svo ef verslað er í evrópskri netverslun. 3. mars 2017 10:33 Íslendingar beina viðskiptum sínum til netsins og frá landinu Netverslun hefur tekið mikinn kipp á sama tíma og fataverslun á Íslandi dregst saman á miklu hagvaxtarskeiði. Tvöfaldur virðisaukaskattur á fatnaði sem keyptur er af netinu virðist engin áhrif hafa á íslenska neytendur sem telja kaupin samt 2. mars 2017 07:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Dæmi eru um að úlpur og annar útivistarfatnaður frá íslenska fatamerkinu 66°Norður fáist mörgum tugum prósenta ódýrari á erlendum netverslunum en í verslunum keðjunnar hér á landi. Íslenskir neytendur geta í einhverjum tilvikum leyft sér að máta fatnaðinn í verslunum hér á landi en farið á netið þegar heim er komið og sparað sér háar fjárhæðir. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um að íslensk fataverslun væri eina smásöluverslunin sem ekki hefur náð vopnum sínum eftir hrun. Velta fataverslunar dróst saman um tólf prósent í janúar miðað við árið á undan. Þá var rætt við nemendur í Háskólanum í Reykjavík sem allir höfðu sömu sögu að segja. Of dýrt væri að versla hér á landi og þá borgaði sig að kaupa af erlendum vefverslunum eða kaupa mikið magn að utan. Sjá einnig: Forstjóri 66° Norður segir eðlilegt að fólk reki upp stór augu Þýska vefverslunin Bike24 selur vandaðan útivistarfatnað, þar á meðal þó nokkrar flíkur frá 66°Norður. Þrátt fyrir að verslunin taki 15 evrur í sendingargjald, Íslandspóstur rukki 595 krónur við komuna til landsins og lagður sé 24 prósent virðisaukaskattur á vöruna við komuna til landsins, er mun hagstæðara að kaupa fatnaðinn af vefsíðunni.Ólafur ArnarsonFréttablaðið gerði aðrar stikkprufur á íslenskum merkjum sem notið hafa velgengni erlendis en það sama var ekki uppi á teningnum með verðmun miðað við íslenskan markað. Dæmi um vörumerki sem voru skoðuð voru íslensku barnafatamerkin Igló+Indí og As We Grow. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir að verðmunurinn komi sér í opna skjöldu. „Þetta er ekki eðlilegur verðmunur. Maður gerir ráð fyrir að vörur séu eitthvað ódýrari þegar þær eru seldar á netinu. Það þarf ekki að vera með útstillingu með sama hætti og netverslun fylgir ekki sami húsnæðis- og launakostnaður. En það á ekki að muna þetta miklu. Þetta er það sem maður kallar óútskýrðan verðmun.“ Í Fréttablaðinu í gær sagði Andrés Magnússon, formaður Verslunar og þjónustu, að allar aðstæður séu uppi fyrir hagstæða verslun hér á landi. Hann gæti þó ekki svarað því hvort íslensk verslun sé einfaldlega með of háa álagningu. „Þetta er rosalegt. Það er ekki verið að leyfa íslenskum neytendum að njóta styrkingar krónunnar. Ef neytendur telja að tilteknar vörur séu óeðlilega dýrar vegna þess að styrking krónunnar hefur ekki verið látin ná í gegn þá vita menn að þeir njóta fullrar styrkingar ef þeir versla við erlendar netverslanir,“ segir Ólafur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Forstjóri 66° Norður um verðmun: „Mjög eðlilegt að fólk reki upp stór augu“ Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður, segir að það sé eðlilegt að fólk spyrji sig hvers vegna sé svo mikill verðmunur á vörum fyrirtækisins út úr búð hér á landi og svo ef verslað er í evrópskri netverslun. 3. mars 2017 10:33 Íslendingar beina viðskiptum sínum til netsins og frá landinu Netverslun hefur tekið mikinn kipp á sama tíma og fataverslun á Íslandi dregst saman á miklu hagvaxtarskeiði. Tvöfaldur virðisaukaskattur á fatnaði sem keyptur er af netinu virðist engin áhrif hafa á íslenska neytendur sem telja kaupin samt 2. mars 2017 07:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Forstjóri 66° Norður um verðmun: „Mjög eðlilegt að fólk reki upp stór augu“ Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður, segir að það sé eðlilegt að fólk spyrji sig hvers vegna sé svo mikill verðmunur á vörum fyrirtækisins út úr búð hér á landi og svo ef verslað er í evrópskri netverslun. 3. mars 2017 10:33
Íslendingar beina viðskiptum sínum til netsins og frá landinu Netverslun hefur tekið mikinn kipp á sama tíma og fataverslun á Íslandi dregst saman á miklu hagvaxtarskeiði. Tvöfaldur virðisaukaskattur á fatnaði sem keyptur er af netinu virðist engin áhrif hafa á íslenska neytendur sem telja kaupin samt 2. mars 2017 07:00