Forstjóri 66° Norður um verðmun: „Mjög eðlilegt að fólk reki upp stór augu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2017 10:33 Frá verslun 66° Norður í Leifstöð. vísir/andri marinó Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður, segir að það sé eðlilegt að fólk spyrji sig hvers vegna sé svo mikill verðmunur á vörum fyrirtækisins út úr búð hér á landi og svo ef verslað er á evrópskri netverslun. Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um mikinn verðmun á úlpu, jakka og vesti frá 66° Norður eftir því hvort vörurnar eru keyptar hér á landi eða í gegnum þýsku vefverslunina Bike24. Helgi segir að ástæðan liggi í því að vefverslunin sé nú að rýma fyrir sumarvörunum og hafi því lækkað verð sín. Það sé því verið að bera saman útsöluverð hjá vefversluninni en venjulegt verð í búð 66° Norður. „Ef þið skoðið síðuna þá stendur „recommended retail price“ og ef við tökum Heklu úlpuna sem dæmi þá er hún á 325 evrur sem eru tæpar 40 þúsund krónur og hún er á 39 þúsund krónur hjá okkur,“ sagði Helgi Rúnar þegar hann ræddi þessi mál í Bítinu í morgun en á gengi dagsins eru 325 evrur um 36 þúsund krónur. Helgi bendir á að það sé ekki löglegt fyrir 66° Norður að stýra verðum annarra aðila þannig að ef einhver verslun úti í heimi ákveður að selja vörurnar á lægra verði þá er þeim það frjálst. „Þessir aðilar sem eru að selja vörurnar okkar taka sinn hagnað þegar þeir byrja að selja vörurnar. Þetta er þannig í allri fataverslun og svo þegar birgðir sitja eftir þá þarf að losa þær út,“ segir Helgi. Hann viðurkennir þó að þetta sé rosalega mikill munur en samkvæmt úttekt Fréttablaðsins getur verðmunurinn numið allt að 106 prósentum ef vestið Vatnajökull er tekið sem dæmi. „En það sem ber að hafa í huga líka er að við erum að að selja nákvæmlega sama vestið á útsölumarkaðnum hjá okkur í tveimur öðrum litum á 13.500 krónur. Það er þó ekkert óeðlilegt heldur bara mjög eðlilegt að fólk reki upp stór augu og spyrji „hvað er eiginlega í gangi hérna?“ en staðreynd málsins er hins vegar sú að þetta er ekkert öðruvísi hjá okkur,“ segir Helgi. Hlusta má á viðtalið við Helga úr Bítinu í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Erlendar vefsíður selja 66°Norður mjög ódýrt Íslenskir neytendur geta mátað úlpur frá útivistarmerkinu 66°Norður í verslunum hérlendis en keypt sömu vöru mun ódýrari af þýskri vefverslun. Formaður Neytendasamtakanna segir um óútskýrðan verðmun að ræða. 3. mars 2017 07:00 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður, segir að það sé eðlilegt að fólk spyrji sig hvers vegna sé svo mikill verðmunur á vörum fyrirtækisins út úr búð hér á landi og svo ef verslað er á evrópskri netverslun. Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um mikinn verðmun á úlpu, jakka og vesti frá 66° Norður eftir því hvort vörurnar eru keyptar hér á landi eða í gegnum þýsku vefverslunina Bike24. Helgi segir að ástæðan liggi í því að vefverslunin sé nú að rýma fyrir sumarvörunum og hafi því lækkað verð sín. Það sé því verið að bera saman útsöluverð hjá vefversluninni en venjulegt verð í búð 66° Norður. „Ef þið skoðið síðuna þá stendur „recommended retail price“ og ef við tökum Heklu úlpuna sem dæmi þá er hún á 325 evrur sem eru tæpar 40 þúsund krónur og hún er á 39 þúsund krónur hjá okkur,“ sagði Helgi Rúnar þegar hann ræddi þessi mál í Bítinu í morgun en á gengi dagsins eru 325 evrur um 36 þúsund krónur. Helgi bendir á að það sé ekki löglegt fyrir 66° Norður að stýra verðum annarra aðila þannig að ef einhver verslun úti í heimi ákveður að selja vörurnar á lægra verði þá er þeim það frjálst. „Þessir aðilar sem eru að selja vörurnar okkar taka sinn hagnað þegar þeir byrja að selja vörurnar. Þetta er þannig í allri fataverslun og svo þegar birgðir sitja eftir þá þarf að losa þær út,“ segir Helgi. Hann viðurkennir þó að þetta sé rosalega mikill munur en samkvæmt úttekt Fréttablaðsins getur verðmunurinn numið allt að 106 prósentum ef vestið Vatnajökull er tekið sem dæmi. „En það sem ber að hafa í huga líka er að við erum að að selja nákvæmlega sama vestið á útsölumarkaðnum hjá okkur í tveimur öðrum litum á 13.500 krónur. Það er þó ekkert óeðlilegt heldur bara mjög eðlilegt að fólk reki upp stór augu og spyrji „hvað er eiginlega í gangi hérna?“ en staðreynd málsins er hins vegar sú að þetta er ekkert öðruvísi hjá okkur,“ segir Helgi. Hlusta má á viðtalið við Helga úr Bítinu í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Erlendar vefsíður selja 66°Norður mjög ódýrt Íslenskir neytendur geta mátað úlpur frá útivistarmerkinu 66°Norður í verslunum hérlendis en keypt sömu vöru mun ódýrari af þýskri vefverslun. Formaður Neytendasamtakanna segir um óútskýrðan verðmun að ræða. 3. mars 2017 07:00 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Erlendar vefsíður selja 66°Norður mjög ódýrt Íslenskir neytendur geta mátað úlpur frá útivistarmerkinu 66°Norður í verslunum hérlendis en keypt sömu vöru mun ódýrari af þýskri vefverslun. Formaður Neytendasamtakanna segir um óútskýrðan verðmun að ræða. 3. mars 2017 07:00