Forstjóri 66° Norður um verðmun: „Mjög eðlilegt að fólk reki upp stór augu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2017 10:33 Frá verslun 66° Norður í Leifstöð. vísir/andri marinó Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður, segir að það sé eðlilegt að fólk spyrji sig hvers vegna sé svo mikill verðmunur á vörum fyrirtækisins út úr búð hér á landi og svo ef verslað er á evrópskri netverslun. Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um mikinn verðmun á úlpu, jakka og vesti frá 66° Norður eftir því hvort vörurnar eru keyptar hér á landi eða í gegnum þýsku vefverslunina Bike24. Helgi segir að ástæðan liggi í því að vefverslunin sé nú að rýma fyrir sumarvörunum og hafi því lækkað verð sín. Það sé því verið að bera saman útsöluverð hjá vefversluninni en venjulegt verð í búð 66° Norður. „Ef þið skoðið síðuna þá stendur „recommended retail price“ og ef við tökum Heklu úlpuna sem dæmi þá er hún á 325 evrur sem eru tæpar 40 þúsund krónur og hún er á 39 þúsund krónur hjá okkur,“ sagði Helgi Rúnar þegar hann ræddi þessi mál í Bítinu í morgun en á gengi dagsins eru 325 evrur um 36 þúsund krónur. Helgi bendir á að það sé ekki löglegt fyrir 66° Norður að stýra verðum annarra aðila þannig að ef einhver verslun úti í heimi ákveður að selja vörurnar á lægra verði þá er þeim það frjálst. „Þessir aðilar sem eru að selja vörurnar okkar taka sinn hagnað þegar þeir byrja að selja vörurnar. Þetta er þannig í allri fataverslun og svo þegar birgðir sitja eftir þá þarf að losa þær út,“ segir Helgi. Hann viðurkennir þó að þetta sé rosalega mikill munur en samkvæmt úttekt Fréttablaðsins getur verðmunurinn numið allt að 106 prósentum ef vestið Vatnajökull er tekið sem dæmi. „En það sem ber að hafa í huga líka er að við erum að að selja nákvæmlega sama vestið á útsölumarkaðnum hjá okkur í tveimur öðrum litum á 13.500 krónur. Það er þó ekkert óeðlilegt heldur bara mjög eðlilegt að fólk reki upp stór augu og spyrji „hvað er eiginlega í gangi hérna?“ en staðreynd málsins er hins vegar sú að þetta er ekkert öðruvísi hjá okkur,“ segir Helgi. Hlusta má á viðtalið við Helga úr Bítinu í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Erlendar vefsíður selja 66°Norður mjög ódýrt Íslenskir neytendur geta mátað úlpur frá útivistarmerkinu 66°Norður í verslunum hérlendis en keypt sömu vöru mun ódýrari af þýskri vefverslun. Formaður Neytendasamtakanna segir um óútskýrðan verðmun að ræða. 3. mars 2017 07:00 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður, segir að það sé eðlilegt að fólk spyrji sig hvers vegna sé svo mikill verðmunur á vörum fyrirtækisins út úr búð hér á landi og svo ef verslað er á evrópskri netverslun. Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um mikinn verðmun á úlpu, jakka og vesti frá 66° Norður eftir því hvort vörurnar eru keyptar hér á landi eða í gegnum þýsku vefverslunina Bike24. Helgi segir að ástæðan liggi í því að vefverslunin sé nú að rýma fyrir sumarvörunum og hafi því lækkað verð sín. Það sé því verið að bera saman útsöluverð hjá vefversluninni en venjulegt verð í búð 66° Norður. „Ef þið skoðið síðuna þá stendur „recommended retail price“ og ef við tökum Heklu úlpuna sem dæmi þá er hún á 325 evrur sem eru tæpar 40 þúsund krónur og hún er á 39 þúsund krónur hjá okkur,“ sagði Helgi Rúnar þegar hann ræddi þessi mál í Bítinu í morgun en á gengi dagsins eru 325 evrur um 36 þúsund krónur. Helgi bendir á að það sé ekki löglegt fyrir 66° Norður að stýra verðum annarra aðila þannig að ef einhver verslun úti í heimi ákveður að selja vörurnar á lægra verði þá er þeim það frjálst. „Þessir aðilar sem eru að selja vörurnar okkar taka sinn hagnað þegar þeir byrja að selja vörurnar. Þetta er þannig í allri fataverslun og svo þegar birgðir sitja eftir þá þarf að losa þær út,“ segir Helgi. Hann viðurkennir þó að þetta sé rosalega mikill munur en samkvæmt úttekt Fréttablaðsins getur verðmunurinn numið allt að 106 prósentum ef vestið Vatnajökull er tekið sem dæmi. „En það sem ber að hafa í huga líka er að við erum að að selja nákvæmlega sama vestið á útsölumarkaðnum hjá okkur í tveimur öðrum litum á 13.500 krónur. Það er þó ekkert óeðlilegt heldur bara mjög eðlilegt að fólk reki upp stór augu og spyrji „hvað er eiginlega í gangi hérna?“ en staðreynd málsins er hins vegar sú að þetta er ekkert öðruvísi hjá okkur,“ segir Helgi. Hlusta má á viðtalið við Helga úr Bítinu í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Erlendar vefsíður selja 66°Norður mjög ódýrt Íslenskir neytendur geta mátað úlpur frá útivistarmerkinu 66°Norður í verslunum hérlendis en keypt sömu vöru mun ódýrari af þýskri vefverslun. Formaður Neytendasamtakanna segir um óútskýrðan verðmun að ræða. 3. mars 2017 07:00 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Erlendar vefsíður selja 66°Norður mjög ódýrt Íslenskir neytendur geta mátað úlpur frá útivistarmerkinu 66°Norður í verslunum hérlendis en keypt sömu vöru mun ódýrari af þýskri vefverslun. Formaður Neytendasamtakanna segir um óútskýrðan verðmun að ræða. 3. mars 2017 07:00