Forstjóri 66° Norður um verðmun: „Mjög eðlilegt að fólk reki upp stór augu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2017 10:33 Frá verslun 66° Norður í Leifstöð. vísir/andri marinó Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður, segir að það sé eðlilegt að fólk spyrji sig hvers vegna sé svo mikill verðmunur á vörum fyrirtækisins út úr búð hér á landi og svo ef verslað er á evrópskri netverslun. Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um mikinn verðmun á úlpu, jakka og vesti frá 66° Norður eftir því hvort vörurnar eru keyptar hér á landi eða í gegnum þýsku vefverslunina Bike24. Helgi segir að ástæðan liggi í því að vefverslunin sé nú að rýma fyrir sumarvörunum og hafi því lækkað verð sín. Það sé því verið að bera saman útsöluverð hjá vefversluninni en venjulegt verð í búð 66° Norður. „Ef þið skoðið síðuna þá stendur „recommended retail price“ og ef við tökum Heklu úlpuna sem dæmi þá er hún á 325 evrur sem eru tæpar 40 þúsund krónur og hún er á 39 þúsund krónur hjá okkur,“ sagði Helgi Rúnar þegar hann ræddi þessi mál í Bítinu í morgun en á gengi dagsins eru 325 evrur um 36 þúsund krónur. Helgi bendir á að það sé ekki löglegt fyrir 66° Norður að stýra verðum annarra aðila þannig að ef einhver verslun úti í heimi ákveður að selja vörurnar á lægra verði þá er þeim það frjálst. „Þessir aðilar sem eru að selja vörurnar okkar taka sinn hagnað þegar þeir byrja að selja vörurnar. Þetta er þannig í allri fataverslun og svo þegar birgðir sitja eftir þá þarf að losa þær út,“ segir Helgi. Hann viðurkennir þó að þetta sé rosalega mikill munur en samkvæmt úttekt Fréttablaðsins getur verðmunurinn numið allt að 106 prósentum ef vestið Vatnajökull er tekið sem dæmi. „En það sem ber að hafa í huga líka er að við erum að að selja nákvæmlega sama vestið á útsölumarkaðnum hjá okkur í tveimur öðrum litum á 13.500 krónur. Það er þó ekkert óeðlilegt heldur bara mjög eðlilegt að fólk reki upp stór augu og spyrji „hvað er eiginlega í gangi hérna?“ en staðreynd málsins er hins vegar sú að þetta er ekkert öðruvísi hjá okkur,“ segir Helgi. Hlusta má á viðtalið við Helga úr Bítinu í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Erlendar vefsíður selja 66°Norður mjög ódýrt Íslenskir neytendur geta mátað úlpur frá útivistarmerkinu 66°Norður í verslunum hérlendis en keypt sömu vöru mun ódýrari af þýskri vefverslun. Formaður Neytendasamtakanna segir um óútskýrðan verðmun að ræða. 3. mars 2017 07:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður, segir að það sé eðlilegt að fólk spyrji sig hvers vegna sé svo mikill verðmunur á vörum fyrirtækisins út úr búð hér á landi og svo ef verslað er á evrópskri netverslun. Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um mikinn verðmun á úlpu, jakka og vesti frá 66° Norður eftir því hvort vörurnar eru keyptar hér á landi eða í gegnum þýsku vefverslunina Bike24. Helgi segir að ástæðan liggi í því að vefverslunin sé nú að rýma fyrir sumarvörunum og hafi því lækkað verð sín. Það sé því verið að bera saman útsöluverð hjá vefversluninni en venjulegt verð í búð 66° Norður. „Ef þið skoðið síðuna þá stendur „recommended retail price“ og ef við tökum Heklu úlpuna sem dæmi þá er hún á 325 evrur sem eru tæpar 40 þúsund krónur og hún er á 39 þúsund krónur hjá okkur,“ sagði Helgi Rúnar þegar hann ræddi þessi mál í Bítinu í morgun en á gengi dagsins eru 325 evrur um 36 þúsund krónur. Helgi bendir á að það sé ekki löglegt fyrir 66° Norður að stýra verðum annarra aðila þannig að ef einhver verslun úti í heimi ákveður að selja vörurnar á lægra verði þá er þeim það frjálst. „Þessir aðilar sem eru að selja vörurnar okkar taka sinn hagnað þegar þeir byrja að selja vörurnar. Þetta er þannig í allri fataverslun og svo þegar birgðir sitja eftir þá þarf að losa þær út,“ segir Helgi. Hann viðurkennir þó að þetta sé rosalega mikill munur en samkvæmt úttekt Fréttablaðsins getur verðmunurinn numið allt að 106 prósentum ef vestið Vatnajökull er tekið sem dæmi. „En það sem ber að hafa í huga líka er að við erum að að selja nákvæmlega sama vestið á útsölumarkaðnum hjá okkur í tveimur öðrum litum á 13.500 krónur. Það er þó ekkert óeðlilegt heldur bara mjög eðlilegt að fólk reki upp stór augu og spyrji „hvað er eiginlega í gangi hérna?“ en staðreynd málsins er hins vegar sú að þetta er ekkert öðruvísi hjá okkur,“ segir Helgi. Hlusta má á viðtalið við Helga úr Bítinu í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Erlendar vefsíður selja 66°Norður mjög ódýrt Íslenskir neytendur geta mátað úlpur frá útivistarmerkinu 66°Norður í verslunum hérlendis en keypt sömu vöru mun ódýrari af þýskri vefverslun. Formaður Neytendasamtakanna segir um óútskýrðan verðmun að ræða. 3. mars 2017 07:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Erlendar vefsíður selja 66°Norður mjög ódýrt Íslenskir neytendur geta mátað úlpur frá útivistarmerkinu 66°Norður í verslunum hérlendis en keypt sömu vöru mun ódýrari af þýskri vefverslun. Formaður Neytendasamtakanna segir um óútskýrðan verðmun að ræða. 3. mars 2017 07:00