Vilja velja eigin lífeyrissjóði Snærós Sindradóttir skrifar 6. mars 2017 06:00 Lífeyrissöfnun almennings er oft hans stærsta eign þegar starfsævin er á enda. Það getur þó verið misjafnt eftir því hversu vel eða illa lífeyrissjóðirnir ávaxta fé. vísir/getty Yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra í nýrri könnun segjast vilja velja sér eigin lífeyrissjóð og fá að kjósa í stjórn sjóðsins. Sjóðsfélagar stærstu lífeyrissjóða landsins hafa ekkert með stjórn sjóðanna að segja, eins og staðan er í dag.Allir launþegar eru skyldugir til að greiða í lífeyrissjóð en það fer eftir kjarasamningum hverrar stéttar fyrir sig, í hvaða lífeyrissjóð er greitt. Fáar stéttir hafa frjálst val um lífeyrissjóði. Félagsskapur sem kallar sig Samtök um betri lífeyrissjóði, lét gera könnunina en hún var framkvæmd af Zenter í gegnum netið. Úrtak könnunarinnar var 2.300 manns og svarhlutfall 55 prósent. 48,2 prósent aðspurðra segjast mjög hlynnt því að geta valið sér lífeyrissjóð, óháð stéttarfélagi og 28,9 prósent segjast frekar hlynnt því. Þá segjast 2,6 prósent aðspurðra mjög eða frekar mótfallin hugmyndinni. Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Dominos á Íslandi, fer fyrir hópnum sem lét gera könnunina. „Við erum komin á þann stað að það er orðið tímabært að breyta kerfinu þannig að þeir sem eiga sjóðina, sjóðsfélagar, hafi eitthvað um það að segja hvar þeir fjárfesta og hverjir stýra sjóðunum.“ Birgir segist ekki hafa neina hagsmuni af þessari baráttu. Hann standi einfaldlega í henni sem áhugamaður og af hugsjón. „Þegar ég tók við sem framkvæmdastjóri Dominos fékk ég að velja mér í hvaða lífeyrissjóð ég fer, af því það er eiginlega ekkert stéttarfélag sem nær utan um mitt starf. En mínir starfsmenn, sem eru yfir 800 talsins, fá fæstir að velja sér lífeyrissjóð. Það er svo mikið hrópandi óréttlæti.“Birgir Örn Birgisson, áhugamaður um lífeyrissjóðakerfið og framkvæmdastjóri Dominos.Mynd/Dominos Birgir bendir á að lífeyrissjóðseign fólks sé alla jafna mikil þegar starfsævi þess lýkur. „En ef þú ert óánægður með það hvernig stjórnir sjóðanna fjárfesta og hvernig peningarnir þínir ávaxtast þá getur þú ekkert gert. Þú ert bara fastur í þessum sjóði. Samt er tekinn peningur af þér í hverjum einasta mánuði og samkvæmt nýjasta samkomulaginu er búið að hækka frádráttinn í 15,5 prósent. Mér finnst þetta bara stórt hagsmunamál.“ Það er vilji félagsskaparins um betri lífeyrissjóði að almenningur geti kynnt sér ávöxtun og starf hvers lífeyrissjóðs fyrir sig og tekið upplýsta ákvörðun um hvar sé gáfulegast að ávaxta fé sitt til framtíðar. Þannig sé hægt að skipta um lífeyrissjóð ef óánægju gætir með starfsemi hans og sjóðsfélagar taki þátt í að kjósa í stjórn á lýðræðislegan hátt. „Þetta er svo gríðarlega mikilvægt afl í íslensku þjóðfélagi sem er með í kringum 3.500 milljarða. Sjóðirnir eru einfaldlega að gera misjafnlega vel. Sumir eru með góða ávöxtun og aðrir ekki.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra í nýrri könnun segjast vilja velja sér eigin lífeyrissjóð og fá að kjósa í stjórn sjóðsins. Sjóðsfélagar stærstu lífeyrissjóða landsins hafa ekkert með stjórn sjóðanna að segja, eins og staðan er í dag.Allir launþegar eru skyldugir til að greiða í lífeyrissjóð en það fer eftir kjarasamningum hverrar stéttar fyrir sig, í hvaða lífeyrissjóð er greitt. Fáar stéttir hafa frjálst val um lífeyrissjóði. Félagsskapur sem kallar sig Samtök um betri lífeyrissjóði, lét gera könnunina en hún var framkvæmd af Zenter í gegnum netið. Úrtak könnunarinnar var 2.300 manns og svarhlutfall 55 prósent. 48,2 prósent aðspurðra segjast mjög hlynnt því að geta valið sér lífeyrissjóð, óháð stéttarfélagi og 28,9 prósent segjast frekar hlynnt því. Þá segjast 2,6 prósent aðspurðra mjög eða frekar mótfallin hugmyndinni. Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Dominos á Íslandi, fer fyrir hópnum sem lét gera könnunina. „Við erum komin á þann stað að það er orðið tímabært að breyta kerfinu þannig að þeir sem eiga sjóðina, sjóðsfélagar, hafi eitthvað um það að segja hvar þeir fjárfesta og hverjir stýra sjóðunum.“ Birgir segist ekki hafa neina hagsmuni af þessari baráttu. Hann standi einfaldlega í henni sem áhugamaður og af hugsjón. „Þegar ég tók við sem framkvæmdastjóri Dominos fékk ég að velja mér í hvaða lífeyrissjóð ég fer, af því það er eiginlega ekkert stéttarfélag sem nær utan um mitt starf. En mínir starfsmenn, sem eru yfir 800 talsins, fá fæstir að velja sér lífeyrissjóð. Það er svo mikið hrópandi óréttlæti.“Birgir Örn Birgisson, áhugamaður um lífeyrissjóðakerfið og framkvæmdastjóri Dominos.Mynd/Dominos Birgir bendir á að lífeyrissjóðseign fólks sé alla jafna mikil þegar starfsævi þess lýkur. „En ef þú ert óánægður með það hvernig stjórnir sjóðanna fjárfesta og hvernig peningarnir þínir ávaxtast þá getur þú ekkert gert. Þú ert bara fastur í þessum sjóði. Samt er tekinn peningur af þér í hverjum einasta mánuði og samkvæmt nýjasta samkomulaginu er búið að hækka frádráttinn í 15,5 prósent. Mér finnst þetta bara stórt hagsmunamál.“ Það er vilji félagsskaparins um betri lífeyrissjóði að almenningur geti kynnt sér ávöxtun og starf hvers lífeyrissjóðs fyrir sig og tekið upplýsta ákvörðun um hvar sé gáfulegast að ávaxta fé sitt til framtíðar. Þannig sé hægt að skipta um lífeyrissjóð ef óánægju gætir með starfsemi hans og sjóðsfélagar taki þátt í að kjósa í stjórn á lýðræðislegan hátt. „Þetta er svo gríðarlega mikilvægt afl í íslensku þjóðfélagi sem er með í kringum 3.500 milljarða. Sjóðirnir eru einfaldlega að gera misjafnlega vel. Sumir eru með góða ávöxtun og aðrir ekki.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira