Vilja velja eigin lífeyrissjóði Snærós Sindradóttir skrifar 6. mars 2017 06:00 Lífeyrissöfnun almennings er oft hans stærsta eign þegar starfsævin er á enda. Það getur þó verið misjafnt eftir því hversu vel eða illa lífeyrissjóðirnir ávaxta fé. vísir/getty Yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra í nýrri könnun segjast vilja velja sér eigin lífeyrissjóð og fá að kjósa í stjórn sjóðsins. Sjóðsfélagar stærstu lífeyrissjóða landsins hafa ekkert með stjórn sjóðanna að segja, eins og staðan er í dag.Allir launþegar eru skyldugir til að greiða í lífeyrissjóð en það fer eftir kjarasamningum hverrar stéttar fyrir sig, í hvaða lífeyrissjóð er greitt. Fáar stéttir hafa frjálst val um lífeyrissjóði. Félagsskapur sem kallar sig Samtök um betri lífeyrissjóði, lét gera könnunina en hún var framkvæmd af Zenter í gegnum netið. Úrtak könnunarinnar var 2.300 manns og svarhlutfall 55 prósent. 48,2 prósent aðspurðra segjast mjög hlynnt því að geta valið sér lífeyrissjóð, óháð stéttarfélagi og 28,9 prósent segjast frekar hlynnt því. Þá segjast 2,6 prósent aðspurðra mjög eða frekar mótfallin hugmyndinni. Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Dominos á Íslandi, fer fyrir hópnum sem lét gera könnunina. „Við erum komin á þann stað að það er orðið tímabært að breyta kerfinu þannig að þeir sem eiga sjóðina, sjóðsfélagar, hafi eitthvað um það að segja hvar þeir fjárfesta og hverjir stýra sjóðunum.“ Birgir segist ekki hafa neina hagsmuni af þessari baráttu. Hann standi einfaldlega í henni sem áhugamaður og af hugsjón. „Þegar ég tók við sem framkvæmdastjóri Dominos fékk ég að velja mér í hvaða lífeyrissjóð ég fer, af því það er eiginlega ekkert stéttarfélag sem nær utan um mitt starf. En mínir starfsmenn, sem eru yfir 800 talsins, fá fæstir að velja sér lífeyrissjóð. Það er svo mikið hrópandi óréttlæti.“Birgir Örn Birgisson, áhugamaður um lífeyrissjóðakerfið og framkvæmdastjóri Dominos.Mynd/Dominos Birgir bendir á að lífeyrissjóðseign fólks sé alla jafna mikil þegar starfsævi þess lýkur. „En ef þú ert óánægður með það hvernig stjórnir sjóðanna fjárfesta og hvernig peningarnir þínir ávaxtast þá getur þú ekkert gert. Þú ert bara fastur í þessum sjóði. Samt er tekinn peningur af þér í hverjum einasta mánuði og samkvæmt nýjasta samkomulaginu er búið að hækka frádráttinn í 15,5 prósent. Mér finnst þetta bara stórt hagsmunamál.“ Það er vilji félagsskaparins um betri lífeyrissjóði að almenningur geti kynnt sér ávöxtun og starf hvers lífeyrissjóðs fyrir sig og tekið upplýsta ákvörðun um hvar sé gáfulegast að ávaxta fé sitt til framtíðar. Þannig sé hægt að skipta um lífeyrissjóð ef óánægju gætir með starfsemi hans og sjóðsfélagar taki þátt í að kjósa í stjórn á lýðræðislegan hátt. „Þetta er svo gríðarlega mikilvægt afl í íslensku þjóðfélagi sem er með í kringum 3.500 milljarða. Sjóðirnir eru einfaldlega að gera misjafnlega vel. Sumir eru með góða ávöxtun og aðrir ekki.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra í nýrri könnun segjast vilja velja sér eigin lífeyrissjóð og fá að kjósa í stjórn sjóðsins. Sjóðsfélagar stærstu lífeyrissjóða landsins hafa ekkert með stjórn sjóðanna að segja, eins og staðan er í dag.Allir launþegar eru skyldugir til að greiða í lífeyrissjóð en það fer eftir kjarasamningum hverrar stéttar fyrir sig, í hvaða lífeyrissjóð er greitt. Fáar stéttir hafa frjálst val um lífeyrissjóði. Félagsskapur sem kallar sig Samtök um betri lífeyrissjóði, lét gera könnunina en hún var framkvæmd af Zenter í gegnum netið. Úrtak könnunarinnar var 2.300 manns og svarhlutfall 55 prósent. 48,2 prósent aðspurðra segjast mjög hlynnt því að geta valið sér lífeyrissjóð, óháð stéttarfélagi og 28,9 prósent segjast frekar hlynnt því. Þá segjast 2,6 prósent aðspurðra mjög eða frekar mótfallin hugmyndinni. Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Dominos á Íslandi, fer fyrir hópnum sem lét gera könnunina. „Við erum komin á þann stað að það er orðið tímabært að breyta kerfinu þannig að þeir sem eiga sjóðina, sjóðsfélagar, hafi eitthvað um það að segja hvar þeir fjárfesta og hverjir stýra sjóðunum.“ Birgir segist ekki hafa neina hagsmuni af þessari baráttu. Hann standi einfaldlega í henni sem áhugamaður og af hugsjón. „Þegar ég tók við sem framkvæmdastjóri Dominos fékk ég að velja mér í hvaða lífeyrissjóð ég fer, af því það er eiginlega ekkert stéttarfélag sem nær utan um mitt starf. En mínir starfsmenn, sem eru yfir 800 talsins, fá fæstir að velja sér lífeyrissjóð. Það er svo mikið hrópandi óréttlæti.“Birgir Örn Birgisson, áhugamaður um lífeyrissjóðakerfið og framkvæmdastjóri Dominos.Mynd/Dominos Birgir bendir á að lífeyrissjóðseign fólks sé alla jafna mikil þegar starfsævi þess lýkur. „En ef þú ert óánægður með það hvernig stjórnir sjóðanna fjárfesta og hvernig peningarnir þínir ávaxtast þá getur þú ekkert gert. Þú ert bara fastur í þessum sjóði. Samt er tekinn peningur af þér í hverjum einasta mánuði og samkvæmt nýjasta samkomulaginu er búið að hækka frádráttinn í 15,5 prósent. Mér finnst þetta bara stórt hagsmunamál.“ Það er vilji félagsskaparins um betri lífeyrissjóði að almenningur geti kynnt sér ávöxtun og starf hvers lífeyrissjóðs fyrir sig og tekið upplýsta ákvörðun um hvar sé gáfulegast að ávaxta fé sitt til framtíðar. Þannig sé hægt að skipta um lífeyrissjóð ef óánægju gætir með starfsemi hans og sjóðsfélagar taki þátt í að kjósa í stjórn á lýðræðislegan hátt. „Þetta er svo gríðarlega mikilvægt afl í íslensku þjóðfélagi sem er með í kringum 3.500 milljarða. Sjóðirnir eru einfaldlega að gera misjafnlega vel. Sumir eru með góða ávöxtun og aðrir ekki.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira