Vilja velja eigin lífeyrissjóði Snærós Sindradóttir skrifar 6. mars 2017 06:00 Lífeyrissöfnun almennings er oft hans stærsta eign þegar starfsævin er á enda. Það getur þó verið misjafnt eftir því hversu vel eða illa lífeyrissjóðirnir ávaxta fé. vísir/getty Yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra í nýrri könnun segjast vilja velja sér eigin lífeyrissjóð og fá að kjósa í stjórn sjóðsins. Sjóðsfélagar stærstu lífeyrissjóða landsins hafa ekkert með stjórn sjóðanna að segja, eins og staðan er í dag.Allir launþegar eru skyldugir til að greiða í lífeyrissjóð en það fer eftir kjarasamningum hverrar stéttar fyrir sig, í hvaða lífeyrissjóð er greitt. Fáar stéttir hafa frjálst val um lífeyrissjóði. Félagsskapur sem kallar sig Samtök um betri lífeyrissjóði, lét gera könnunina en hún var framkvæmd af Zenter í gegnum netið. Úrtak könnunarinnar var 2.300 manns og svarhlutfall 55 prósent. 48,2 prósent aðspurðra segjast mjög hlynnt því að geta valið sér lífeyrissjóð, óháð stéttarfélagi og 28,9 prósent segjast frekar hlynnt því. Þá segjast 2,6 prósent aðspurðra mjög eða frekar mótfallin hugmyndinni. Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Dominos á Íslandi, fer fyrir hópnum sem lét gera könnunina. „Við erum komin á þann stað að það er orðið tímabært að breyta kerfinu þannig að þeir sem eiga sjóðina, sjóðsfélagar, hafi eitthvað um það að segja hvar þeir fjárfesta og hverjir stýra sjóðunum.“ Birgir segist ekki hafa neina hagsmuni af þessari baráttu. Hann standi einfaldlega í henni sem áhugamaður og af hugsjón. „Þegar ég tók við sem framkvæmdastjóri Dominos fékk ég að velja mér í hvaða lífeyrissjóð ég fer, af því það er eiginlega ekkert stéttarfélag sem nær utan um mitt starf. En mínir starfsmenn, sem eru yfir 800 talsins, fá fæstir að velja sér lífeyrissjóð. Það er svo mikið hrópandi óréttlæti.“Birgir Örn Birgisson, áhugamaður um lífeyrissjóðakerfið og framkvæmdastjóri Dominos.Mynd/Dominos Birgir bendir á að lífeyrissjóðseign fólks sé alla jafna mikil þegar starfsævi þess lýkur. „En ef þú ert óánægður með það hvernig stjórnir sjóðanna fjárfesta og hvernig peningarnir þínir ávaxtast þá getur þú ekkert gert. Þú ert bara fastur í þessum sjóði. Samt er tekinn peningur af þér í hverjum einasta mánuði og samkvæmt nýjasta samkomulaginu er búið að hækka frádráttinn í 15,5 prósent. Mér finnst þetta bara stórt hagsmunamál.“ Það er vilji félagsskaparins um betri lífeyrissjóði að almenningur geti kynnt sér ávöxtun og starf hvers lífeyrissjóðs fyrir sig og tekið upplýsta ákvörðun um hvar sé gáfulegast að ávaxta fé sitt til framtíðar. Þannig sé hægt að skipta um lífeyrissjóð ef óánægju gætir með starfsemi hans og sjóðsfélagar taki þátt í að kjósa í stjórn á lýðræðislegan hátt. „Þetta er svo gríðarlega mikilvægt afl í íslensku þjóðfélagi sem er með í kringum 3.500 milljarða. Sjóðirnir eru einfaldlega að gera misjafnlega vel. Sumir eru með góða ávöxtun og aðrir ekki.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra í nýrri könnun segjast vilja velja sér eigin lífeyrissjóð og fá að kjósa í stjórn sjóðsins. Sjóðsfélagar stærstu lífeyrissjóða landsins hafa ekkert með stjórn sjóðanna að segja, eins og staðan er í dag.Allir launþegar eru skyldugir til að greiða í lífeyrissjóð en það fer eftir kjarasamningum hverrar stéttar fyrir sig, í hvaða lífeyrissjóð er greitt. Fáar stéttir hafa frjálst val um lífeyrissjóði. Félagsskapur sem kallar sig Samtök um betri lífeyrissjóði, lét gera könnunina en hún var framkvæmd af Zenter í gegnum netið. Úrtak könnunarinnar var 2.300 manns og svarhlutfall 55 prósent. 48,2 prósent aðspurðra segjast mjög hlynnt því að geta valið sér lífeyrissjóð, óháð stéttarfélagi og 28,9 prósent segjast frekar hlynnt því. Þá segjast 2,6 prósent aðspurðra mjög eða frekar mótfallin hugmyndinni. Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Dominos á Íslandi, fer fyrir hópnum sem lét gera könnunina. „Við erum komin á þann stað að það er orðið tímabært að breyta kerfinu þannig að þeir sem eiga sjóðina, sjóðsfélagar, hafi eitthvað um það að segja hvar þeir fjárfesta og hverjir stýra sjóðunum.“ Birgir segist ekki hafa neina hagsmuni af þessari baráttu. Hann standi einfaldlega í henni sem áhugamaður og af hugsjón. „Þegar ég tók við sem framkvæmdastjóri Dominos fékk ég að velja mér í hvaða lífeyrissjóð ég fer, af því það er eiginlega ekkert stéttarfélag sem nær utan um mitt starf. En mínir starfsmenn, sem eru yfir 800 talsins, fá fæstir að velja sér lífeyrissjóð. Það er svo mikið hrópandi óréttlæti.“Birgir Örn Birgisson, áhugamaður um lífeyrissjóðakerfið og framkvæmdastjóri Dominos.Mynd/Dominos Birgir bendir á að lífeyrissjóðseign fólks sé alla jafna mikil þegar starfsævi þess lýkur. „En ef þú ert óánægður með það hvernig stjórnir sjóðanna fjárfesta og hvernig peningarnir þínir ávaxtast þá getur þú ekkert gert. Þú ert bara fastur í þessum sjóði. Samt er tekinn peningur af þér í hverjum einasta mánuði og samkvæmt nýjasta samkomulaginu er búið að hækka frádráttinn í 15,5 prósent. Mér finnst þetta bara stórt hagsmunamál.“ Það er vilji félagsskaparins um betri lífeyrissjóði að almenningur geti kynnt sér ávöxtun og starf hvers lífeyrissjóðs fyrir sig og tekið upplýsta ákvörðun um hvar sé gáfulegast að ávaxta fé sitt til framtíðar. Þannig sé hægt að skipta um lífeyrissjóð ef óánægju gætir með starfsemi hans og sjóðsfélagar taki þátt í að kjósa í stjórn á lýðræðislegan hátt. „Þetta er svo gríðarlega mikilvægt afl í íslensku þjóðfélagi sem er með í kringum 3.500 milljarða. Sjóðirnir eru einfaldlega að gera misjafnlega vel. Sumir eru með góða ávöxtun og aðrir ekki.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira