Umburðarlyndi stríðandi skoðana Þórarinn Hjartarson skrifar 6. mars 2017 10:43 Skoðanir eru helsta forsenda rökræðna. Rökræður nýtast okkur til þess að betrumbæta samfélög á lýðræðislegum grundvelli. Síðastliðinn föstudag í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu, opinberaði Frosti Logason sínar skoðanir um úrslit íslensku tónlistarverðlaunanna. Frosti sagði val á popplagi ársins hafi litast af svokallaðri „PC“ menningu og að hans mati hafi annað lag átt að vinna. Samstarfsmaður Frosta, Máni Pétursson, var honum ósammála og tókust þeir á um þetta málefni ásamt þriðja aðila sem hringdi inn. Frosti greindi meðal annars frá þeirri skoðun sinni að karllæg gildi í orðræðu íslensks samfélags ættu einungis upp á pallborðið þegar inntak þeirra væru neikvæð og að umræða um konur sem fórnarlömb innan tónlistargeirans væri vanvirðing við konur. Í kjölfar þessara umræðna fór internetsamfélagið á aðra hliðina. Hver pistill á fætur öðrum sem og fésbókarfærslur hófu að birtast þar sem orð Frosta voru tekin úr samhengi og því haldið fram að orð hans gæfu til kynna að konur væru „líffræðilega vanhæfir trommarar“, svo eitthvað sé nefnt. KÍTÓN hefur látið málið sig varða og hefur sú krafa verið höfð uppi af hálfu þeirra að Forsti biðjist afsökunar á því að viðhafa skoðun sem ósamrýmanleg sé skoðunum hins háværa meirihluta. Ástæða þessara skrifa er ekki sú að ég sé sammála ummælum Frosta. Sumu var ég sammála og öðru var ég ósammála. Forsenda þessa stutta pistils er tvíþætt. Önnur er sú að í kjölfar upprisu svokallaðs „political-correctness“ á fólk rétt á ákveðnum skoðunum, en ekki öðrum. Það veltur á því hvort að þú sért sammála ríkjandi skoðunum innan ákveðinna orðræðna. Gagnrýni og skoðanir á hverskyns hlutum er nú kölluð „eiturorðræða“ (sem hún í mörgum tilfellum er). Þessum skoðunum er hinsvegar ekki svarað með rökum heldur er fólk kallað öllum illum nöfnum og ráðist er á manneskjuna frekar en málefnið. Samræður snúast ekki lengur um að sjá hluti frá sjónarhornum annarra heldur að öskra nógu hátt til þess að sporna við frekari umræðu. Síðari ástæða þessa pistils snýr að særingarmætti samfélagsmiðla. Með tilkomu þeirra geta einstaklingar miðlað sínum skoðunum til þúsunda á örstuttum tíma. Skoðanir Frosta í þessu tilfelli, sama hversu óréttmætar, eru skoðanir eins einstaklings. Óháð því hvort að fólk særist yfir skoðunum ókunnugra bætur stöðu einstaklinga sem eiga í hlut í raun litlu. Þú getur tekið að þér að rökræða við manneskju og sannfæra hana um réttmæti þinnar afstöðu á málinu. Að öskra „norn“ og taka ummæli þeirra úr samhengi gerir lítið annað en að fá klapp á bakið frá skoðanabræðrum þínum en stuðlar ekki að betra samfélagi. Vissulega þarf að berjast gegn orðræðu rasisma, kynjamisrétti og öðrum samfélagskvillum. Ef, hinsvegar, þeir einstaklingar sem halda uppi hatursorðræðu fá ekki að tjá sig, er ógerlegt að sporna við henni með málefnalegum rökræðum. Líkt og ég nefndi hér að ofan geta einstaklingar miðlað skoðunum til margra á stuttum tíma. Ef einstaklingur tekur þátt í umræðu á samfélagsmiðlum mun sá einstaklingur, óhjákvæmilega, verða vitni af umræðu sem honum/henni mislíkar eða er ósammála. Að fólki líði illa yfir rökræðum á hverskyns sviði, þýðir ekki að ráðlegt sé að sleppa þeim. Orð og skoðanir ókunnugra einstaklinga særa þig um leið og þú gefur þeim færi á að gera það. Ekki fyrr. Ef orðræða og samfélag á að færast í jákvæða átt verða meðlimir þess að ræða mál byggð á rökum. Ef umræður láta manni líða illa er ráðlegt að snúa sér að öðru sem lætur manni líða vel. Góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Skoðanir eru helsta forsenda rökræðna. Rökræður nýtast okkur til þess að betrumbæta samfélög á lýðræðislegum grundvelli. Síðastliðinn föstudag í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu, opinberaði Frosti Logason sínar skoðanir um úrslit íslensku tónlistarverðlaunanna. Frosti sagði val á popplagi ársins hafi litast af svokallaðri „PC“ menningu og að hans mati hafi annað lag átt að vinna. Samstarfsmaður Frosta, Máni Pétursson, var honum ósammála og tókust þeir á um þetta málefni ásamt þriðja aðila sem hringdi inn. Frosti greindi meðal annars frá þeirri skoðun sinni að karllæg gildi í orðræðu íslensks samfélags ættu einungis upp á pallborðið þegar inntak þeirra væru neikvæð og að umræða um konur sem fórnarlömb innan tónlistargeirans væri vanvirðing við konur. Í kjölfar þessara umræðna fór internetsamfélagið á aðra hliðina. Hver pistill á fætur öðrum sem og fésbókarfærslur hófu að birtast þar sem orð Frosta voru tekin úr samhengi og því haldið fram að orð hans gæfu til kynna að konur væru „líffræðilega vanhæfir trommarar“, svo eitthvað sé nefnt. KÍTÓN hefur látið málið sig varða og hefur sú krafa verið höfð uppi af hálfu þeirra að Forsti biðjist afsökunar á því að viðhafa skoðun sem ósamrýmanleg sé skoðunum hins háværa meirihluta. Ástæða þessara skrifa er ekki sú að ég sé sammála ummælum Frosta. Sumu var ég sammála og öðru var ég ósammála. Forsenda þessa stutta pistils er tvíþætt. Önnur er sú að í kjölfar upprisu svokallaðs „political-correctness“ á fólk rétt á ákveðnum skoðunum, en ekki öðrum. Það veltur á því hvort að þú sért sammála ríkjandi skoðunum innan ákveðinna orðræðna. Gagnrýni og skoðanir á hverskyns hlutum er nú kölluð „eiturorðræða“ (sem hún í mörgum tilfellum er). Þessum skoðunum er hinsvegar ekki svarað með rökum heldur er fólk kallað öllum illum nöfnum og ráðist er á manneskjuna frekar en málefnið. Samræður snúast ekki lengur um að sjá hluti frá sjónarhornum annarra heldur að öskra nógu hátt til þess að sporna við frekari umræðu. Síðari ástæða þessa pistils snýr að særingarmætti samfélagsmiðla. Með tilkomu þeirra geta einstaklingar miðlað sínum skoðunum til þúsunda á örstuttum tíma. Skoðanir Frosta í þessu tilfelli, sama hversu óréttmætar, eru skoðanir eins einstaklings. Óháð því hvort að fólk særist yfir skoðunum ókunnugra bætur stöðu einstaklinga sem eiga í hlut í raun litlu. Þú getur tekið að þér að rökræða við manneskju og sannfæra hana um réttmæti þinnar afstöðu á málinu. Að öskra „norn“ og taka ummæli þeirra úr samhengi gerir lítið annað en að fá klapp á bakið frá skoðanabræðrum þínum en stuðlar ekki að betra samfélagi. Vissulega þarf að berjast gegn orðræðu rasisma, kynjamisrétti og öðrum samfélagskvillum. Ef, hinsvegar, þeir einstaklingar sem halda uppi hatursorðræðu fá ekki að tjá sig, er ógerlegt að sporna við henni með málefnalegum rökræðum. Líkt og ég nefndi hér að ofan geta einstaklingar miðlað skoðunum til margra á stuttum tíma. Ef einstaklingur tekur þátt í umræðu á samfélagsmiðlum mun sá einstaklingur, óhjákvæmilega, verða vitni af umræðu sem honum/henni mislíkar eða er ósammála. Að fólki líði illa yfir rökræðum á hverskyns sviði, þýðir ekki að ráðlegt sé að sleppa þeim. Orð og skoðanir ókunnugra einstaklinga særa þig um leið og þú gefur þeim færi á að gera það. Ekki fyrr. Ef orðræða og samfélag á að færast í jákvæða átt verða meðlimir þess að ræða mál byggð á rökum. Ef umræður láta manni líða illa er ráðlegt að snúa sér að öðru sem lætur manni líða vel. Góðar stundir.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun