Umburðarlyndi stríðandi skoðana Þórarinn Hjartarson skrifar 6. mars 2017 10:43 Skoðanir eru helsta forsenda rökræðna. Rökræður nýtast okkur til þess að betrumbæta samfélög á lýðræðislegum grundvelli. Síðastliðinn föstudag í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu, opinberaði Frosti Logason sínar skoðanir um úrslit íslensku tónlistarverðlaunanna. Frosti sagði val á popplagi ársins hafi litast af svokallaðri „PC“ menningu og að hans mati hafi annað lag átt að vinna. Samstarfsmaður Frosta, Máni Pétursson, var honum ósammála og tókust þeir á um þetta málefni ásamt þriðja aðila sem hringdi inn. Frosti greindi meðal annars frá þeirri skoðun sinni að karllæg gildi í orðræðu íslensks samfélags ættu einungis upp á pallborðið þegar inntak þeirra væru neikvæð og að umræða um konur sem fórnarlömb innan tónlistargeirans væri vanvirðing við konur. Í kjölfar þessara umræðna fór internetsamfélagið á aðra hliðina. Hver pistill á fætur öðrum sem og fésbókarfærslur hófu að birtast þar sem orð Frosta voru tekin úr samhengi og því haldið fram að orð hans gæfu til kynna að konur væru „líffræðilega vanhæfir trommarar“, svo eitthvað sé nefnt. KÍTÓN hefur látið málið sig varða og hefur sú krafa verið höfð uppi af hálfu þeirra að Forsti biðjist afsökunar á því að viðhafa skoðun sem ósamrýmanleg sé skoðunum hins háværa meirihluta. Ástæða þessara skrifa er ekki sú að ég sé sammála ummælum Frosta. Sumu var ég sammála og öðru var ég ósammála. Forsenda þessa stutta pistils er tvíþætt. Önnur er sú að í kjölfar upprisu svokallaðs „political-correctness“ á fólk rétt á ákveðnum skoðunum, en ekki öðrum. Það veltur á því hvort að þú sért sammála ríkjandi skoðunum innan ákveðinna orðræðna. Gagnrýni og skoðanir á hverskyns hlutum er nú kölluð „eiturorðræða“ (sem hún í mörgum tilfellum er). Þessum skoðunum er hinsvegar ekki svarað með rökum heldur er fólk kallað öllum illum nöfnum og ráðist er á manneskjuna frekar en málefnið. Samræður snúast ekki lengur um að sjá hluti frá sjónarhornum annarra heldur að öskra nógu hátt til þess að sporna við frekari umræðu. Síðari ástæða þessa pistils snýr að særingarmætti samfélagsmiðla. Með tilkomu þeirra geta einstaklingar miðlað sínum skoðunum til þúsunda á örstuttum tíma. Skoðanir Frosta í þessu tilfelli, sama hversu óréttmætar, eru skoðanir eins einstaklings. Óháð því hvort að fólk særist yfir skoðunum ókunnugra bætur stöðu einstaklinga sem eiga í hlut í raun litlu. Þú getur tekið að þér að rökræða við manneskju og sannfæra hana um réttmæti þinnar afstöðu á málinu. Að öskra „norn“ og taka ummæli þeirra úr samhengi gerir lítið annað en að fá klapp á bakið frá skoðanabræðrum þínum en stuðlar ekki að betra samfélagi. Vissulega þarf að berjast gegn orðræðu rasisma, kynjamisrétti og öðrum samfélagskvillum. Ef, hinsvegar, þeir einstaklingar sem halda uppi hatursorðræðu fá ekki að tjá sig, er ógerlegt að sporna við henni með málefnalegum rökræðum. Líkt og ég nefndi hér að ofan geta einstaklingar miðlað skoðunum til margra á stuttum tíma. Ef einstaklingur tekur þátt í umræðu á samfélagsmiðlum mun sá einstaklingur, óhjákvæmilega, verða vitni af umræðu sem honum/henni mislíkar eða er ósammála. Að fólki líði illa yfir rökræðum á hverskyns sviði, þýðir ekki að ráðlegt sé að sleppa þeim. Orð og skoðanir ókunnugra einstaklinga særa þig um leið og þú gefur þeim færi á að gera það. Ekki fyrr. Ef orðræða og samfélag á að færast í jákvæða átt verða meðlimir þess að ræða mál byggð á rökum. Ef umræður láta manni líða illa er ráðlegt að snúa sér að öðru sem lætur manni líða vel. Góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Skoðanir eru helsta forsenda rökræðna. Rökræður nýtast okkur til þess að betrumbæta samfélög á lýðræðislegum grundvelli. Síðastliðinn föstudag í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu, opinberaði Frosti Logason sínar skoðanir um úrslit íslensku tónlistarverðlaunanna. Frosti sagði val á popplagi ársins hafi litast af svokallaðri „PC“ menningu og að hans mati hafi annað lag átt að vinna. Samstarfsmaður Frosta, Máni Pétursson, var honum ósammála og tókust þeir á um þetta málefni ásamt þriðja aðila sem hringdi inn. Frosti greindi meðal annars frá þeirri skoðun sinni að karllæg gildi í orðræðu íslensks samfélags ættu einungis upp á pallborðið þegar inntak þeirra væru neikvæð og að umræða um konur sem fórnarlömb innan tónlistargeirans væri vanvirðing við konur. Í kjölfar þessara umræðna fór internetsamfélagið á aðra hliðina. Hver pistill á fætur öðrum sem og fésbókarfærslur hófu að birtast þar sem orð Frosta voru tekin úr samhengi og því haldið fram að orð hans gæfu til kynna að konur væru „líffræðilega vanhæfir trommarar“, svo eitthvað sé nefnt. KÍTÓN hefur látið málið sig varða og hefur sú krafa verið höfð uppi af hálfu þeirra að Forsti biðjist afsökunar á því að viðhafa skoðun sem ósamrýmanleg sé skoðunum hins háværa meirihluta. Ástæða þessara skrifa er ekki sú að ég sé sammála ummælum Frosta. Sumu var ég sammála og öðru var ég ósammála. Forsenda þessa stutta pistils er tvíþætt. Önnur er sú að í kjölfar upprisu svokallaðs „political-correctness“ á fólk rétt á ákveðnum skoðunum, en ekki öðrum. Það veltur á því hvort að þú sért sammála ríkjandi skoðunum innan ákveðinna orðræðna. Gagnrýni og skoðanir á hverskyns hlutum er nú kölluð „eiturorðræða“ (sem hún í mörgum tilfellum er). Þessum skoðunum er hinsvegar ekki svarað með rökum heldur er fólk kallað öllum illum nöfnum og ráðist er á manneskjuna frekar en málefnið. Samræður snúast ekki lengur um að sjá hluti frá sjónarhornum annarra heldur að öskra nógu hátt til þess að sporna við frekari umræðu. Síðari ástæða þessa pistils snýr að særingarmætti samfélagsmiðla. Með tilkomu þeirra geta einstaklingar miðlað sínum skoðunum til þúsunda á örstuttum tíma. Skoðanir Frosta í þessu tilfelli, sama hversu óréttmætar, eru skoðanir eins einstaklings. Óháð því hvort að fólk særist yfir skoðunum ókunnugra bætur stöðu einstaklinga sem eiga í hlut í raun litlu. Þú getur tekið að þér að rökræða við manneskju og sannfæra hana um réttmæti þinnar afstöðu á málinu. Að öskra „norn“ og taka ummæli þeirra úr samhengi gerir lítið annað en að fá klapp á bakið frá skoðanabræðrum þínum en stuðlar ekki að betra samfélagi. Vissulega þarf að berjast gegn orðræðu rasisma, kynjamisrétti og öðrum samfélagskvillum. Ef, hinsvegar, þeir einstaklingar sem halda uppi hatursorðræðu fá ekki að tjá sig, er ógerlegt að sporna við henni með málefnalegum rökræðum. Líkt og ég nefndi hér að ofan geta einstaklingar miðlað skoðunum til margra á stuttum tíma. Ef einstaklingur tekur þátt í umræðu á samfélagsmiðlum mun sá einstaklingur, óhjákvæmilega, verða vitni af umræðu sem honum/henni mislíkar eða er ósammála. Að fólki líði illa yfir rökræðum á hverskyns sviði, þýðir ekki að ráðlegt sé að sleppa þeim. Orð og skoðanir ókunnugra einstaklinga særa þig um leið og þú gefur þeim færi á að gera það. Ekki fyrr. Ef orðræða og samfélag á að færast í jákvæða átt verða meðlimir þess að ræða mál byggð á rökum. Ef umræður láta manni líða illa er ráðlegt að snúa sér að öðru sem lætur manni líða vel. Góðar stundir.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar