Fjögurra hurða sportbíll Benz í Genf Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2017 11:08 Mercedes Benz GT4 Concept verður á pöllunum í Genf í vikunni. Mercedes Benz ætlar greinilega ekki að láta Porsche um sviðið hvað varðar fjögurra hurða stóra sportbíla, en Porsche Panamera bíllinn á sér fáa keppinauta enn um sinn, en það gæti verið að breytast. Á bílasýningunni í Genf mun Mercedes Benz sýna þennan fjögurra hurða og stóra sportbíl. Það er náttúrulega AMG-deild Mercedes Benz sem sér um smíði þessa bíls og eins og með aðrar bílgerðir þar á bæ verða ófá hestöfl undir húddinu og má búast við að þar sitji 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Þessi nýi bíll Mercedes Benz mun fá nafnið GT4 og verður strax í boði á næsta ári. Á bílasýningunni í Genf mun Benz sýna fleiri bíla en þennan, meðal annars E-Class Cabriolet, E63 S Wagon, GT C Roadster Edition 50, C63 S Cabriolet Ocean Blue Edition, G650 Landaulet, C43 Coupe og pallbílinn Concept X-Class. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent
Mercedes Benz ætlar greinilega ekki að láta Porsche um sviðið hvað varðar fjögurra hurða stóra sportbíla, en Porsche Panamera bíllinn á sér fáa keppinauta enn um sinn, en það gæti verið að breytast. Á bílasýningunni í Genf mun Mercedes Benz sýna þennan fjögurra hurða og stóra sportbíl. Það er náttúrulega AMG-deild Mercedes Benz sem sér um smíði þessa bíls og eins og með aðrar bílgerðir þar á bæ verða ófá hestöfl undir húddinu og má búast við að þar sitji 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Þessi nýi bíll Mercedes Benz mun fá nafnið GT4 og verður strax í boði á næsta ári. Á bílasýningunni í Genf mun Benz sýna fleiri bíla en þennan, meðal annars E-Class Cabriolet, E63 S Wagon, GT C Roadster Edition 50, C63 S Cabriolet Ocean Blue Edition, G650 Landaulet, C43 Coupe og pallbílinn Concept X-Class.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent