Utanríkisráðherra ósammála formanni utanríkismálanefndar um EFTA Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2017 20:06 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. vísir/þórhildur Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, segir að hann sé ósammála ummælum formanns utanríkismálanefndar og þingmanns Viðreisnar, Jónu Sólveigar Elínardóttur, sem hún lét falla í samtali við Washington Post, um að aðild Íslands að EFTA dugi ekki lengur til að tryggja hagsmuni Íslands. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag, þar sem Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði utanríkisráðherra út í afstöðu sína til ummæla formanns utanríkismálanefndar. „Ég spyr því hæstvirtan utanríkisráðherra hvort hann sé sammála formanni utanríkismálanefndar um að aðild Íslands að EFTA dugi ekki lengur til að tryggja hagsmuni Íslands.“ Guðlaugur sagði að greinin sem birst hafi í Washington Post hafi ekki verið nákvæm og vel unnin. Meginatriði málsins séu þau að Ísland sé í góðri stöðu þegar kemur að samskiptum við Evrópu. „Svarið við spurningu háttvirts þingmanns er einfaldlega, að ef rétt er eftir haft í þessu viðtali, er ég ekki sammála þeirri fullyrðingu.“ Lilja kom þá aftur upp í ræðustól og sagði að hún hafi litið aftur á greinina og að sér sýndist sem svo að ummæli formanns utanríkismálanefndar hefði verið skýr. „Ég hef ekki tekið eftir því að hún hafi leiðrétt nokkuð í þessari grein.“ „Þess vegna spyr ég hæstvirtan utanríkisráðherra hvort standi til að leiðrétta þessi gerólíku sjónarmið sem koma fram í Washington Post og hvort það væri ekki æskilegt gagnvart samstarfsaðilum okkar í EFTA.“ Utanríkisráðherra svaraði Lilju og sagði að leiðrétting hefði verið send út til blaðsins út af þessari grein, vegna þess að margt hefði verið farið rangt með. „Það er hins vegar ekki aðalatriðið. Það liggur fyrir að Íslendingar eru að starfa með EFTA ríkjum að því sem að snýr að útgöngu Breta úr ESB. Þar með talið fylgst vel með því sem er að gerast á vettvangi ESB.“ Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, segir að hann sé ósammála ummælum formanns utanríkismálanefndar og þingmanns Viðreisnar, Jónu Sólveigar Elínardóttur, sem hún lét falla í samtali við Washington Post, um að aðild Íslands að EFTA dugi ekki lengur til að tryggja hagsmuni Íslands. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag, þar sem Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði utanríkisráðherra út í afstöðu sína til ummæla formanns utanríkismálanefndar. „Ég spyr því hæstvirtan utanríkisráðherra hvort hann sé sammála formanni utanríkismálanefndar um að aðild Íslands að EFTA dugi ekki lengur til að tryggja hagsmuni Íslands.“ Guðlaugur sagði að greinin sem birst hafi í Washington Post hafi ekki verið nákvæm og vel unnin. Meginatriði málsins séu þau að Ísland sé í góðri stöðu þegar kemur að samskiptum við Evrópu. „Svarið við spurningu háttvirts þingmanns er einfaldlega, að ef rétt er eftir haft í þessu viðtali, er ég ekki sammála þeirri fullyrðingu.“ Lilja kom þá aftur upp í ræðustól og sagði að hún hafi litið aftur á greinina og að sér sýndist sem svo að ummæli formanns utanríkismálanefndar hefði verið skýr. „Ég hef ekki tekið eftir því að hún hafi leiðrétt nokkuð í þessari grein.“ „Þess vegna spyr ég hæstvirtan utanríkisráðherra hvort standi til að leiðrétta þessi gerólíku sjónarmið sem koma fram í Washington Post og hvort það væri ekki æskilegt gagnvart samstarfsaðilum okkar í EFTA.“ Utanríkisráðherra svaraði Lilju og sagði að leiðrétting hefði verið send út til blaðsins út af þessari grein, vegna þess að margt hefði verið farið rangt með. „Það er hins vegar ekki aðalatriðið. Það liggur fyrir að Íslendingar eru að starfa með EFTA ríkjum að því sem að snýr að útgöngu Breta úr ESB. Þar með talið fylgst vel með því sem er að gerast á vettvangi ESB.“
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira