Alþjóðlegur baráttudagur kvenna: Nú verðum við að standa við stóru orðin António Guterres skrifar 8. mars 2017 07:00 Réttindi kvenna eru mannréttindi en á þessum erfiðu óvissu- og upplausnartímum er gengið á réttindi kvenna og stúlkna og áunninn réttindi afnumin eða takmörkuð. Eina leiðin til að auka áhrif kvenna og stúlkna er að vernda réttindi þeirra og tryggja að þær geti nýtt hæfileika sína til fullnustu. Konum og stúlkum er mismunað í æ ríkari mæli nú þegar vaxandi ójöfnuður innan og á milli einstakra samfélaga og landa bætist ofan á sögulegt ójafnvægi í valdahlutföllum á milli karla og kvenna. Um allan heim eru hefðir, menningarlegt gildismat og trúarbrögð misnotuð til að skerða réttindi kvenna, festa karlrembu í sessi og verja kvenfjandsamlegar gjörðir. Konur hafa hvergi staðið jafnfætis karlmönnum. Sótt er að lagalegum réttindum kvenna og réttur þeirra til að ráða yfir eigin líkama er dreginn í efa og grafið undan honum. Sótt er að konum jafnt í netheimum sem í daglegu lífi. Þegar verst lætur reisa öfgasinnar og hryðjuverkamenn lífssýn sína á undirokun kvenna. Þær sæta kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi, eru þvingaðar í hjónaband og í raun hnepptar í þrældóm. Þrátt fyrir nokkrar framfarir eru karlar víðast í forystu og efnahagslegt bil á milli kynjanna fer vaxandi vegna úreltra viðhorfa og rótgróinnar karlrembu. Þessu verðum við að breyta með því að efla völd kvenna á öllum sviðum, leyfa röddum þeirra að heyrast og veita þeim vald yfir eigin lífi og yfir framtíð heimsins. Það er ekki aðeins rangt í sjálfu sér að neita konum og stúlkum um réttindi sín, heldur hefur það alvarlegar félagslegar og efnahagslegar afleiðingar sem koma niður á okkur öllum. Einstök samfélög, þjóðfélög og efnahagskerfi blómstra þar sem jafnrétti kynjanna þrífst. Tryggur aðgangur kvenna að menntun og heilsugæslu kemur fjölskyldum þeirra og samfélögum og komandi kynslóðum varanlega til góða. Eitt ár til viðbótar í skóla getur skilað sér í fjórðungs tekjuaukningu stúlkunnar í framtíðinni. Þegar konur taka að fullu þátt í atvinnulífinu skapar það ný tækifæri og leysir hagvöxt úr læðingi. Jöfn þátttaka karla og kvenna á vinnumarkaði er talin geta skilað 12 billjónum Bandaríkjadala í aukinni þjóðarframleiðslu í heiminum. Með því að auka hlutfall kvenna í opinberum stofnunum eiga þær sér fleiri fulltrúa, nýsköpun eykst og ákvarðanataka batnar, öllu samfélaginu til hagsbóta. Jafnrétti kynjanna er í fyrirrúmi í Áætlun 2030 um Sjálfbæra þróun, alheimsáætlun sem leiðtogar allra ríkja heims hafa samþykkt í því skyni að svara þeim áskorunum sem við stöndum andspænis. Í sjálfbæru þróunarmarkmiði, eða Heimsmarkmiði númer 5, er hvatt sérstaklega til þess að jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna og stúlkna verði tryggð en slíkt er einnig þýðingarmikil forsenda fyrir því að öllum 17 sjálfbæru þróunarmarkmiðunum verði náð. Ég er staðráðinn í því að auka hlut kvenna í friðar- og öryggisstarfi Sameinuðu þjóðanna. Fjölgun kvenkyns sáttasemjara eykur líkur á varanlegum friði og fjölgun kvenna í friðargæslu dregur úr líkum á kynferðislegri misnotkun og áreitni. Innan Sameinuðu þjóðanna vinn ég nú að vegvísi með áfangamarkmiðum til að tryggja jafnrétti kynjanna með það fyrir augum að allir þeir sem við vinnum fyrir eigi sér málsvara. Fyrri markmiðum hefur ekki verið náð. Nú verðum við að standa við stóru orðin. Við skulum heita því á alþjóðlegum baráttudegi kvenna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna gegn rótgrónum fordómum, styðja viðleitni og baráttu og efla jafnrétti og valdeflingu kvenna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Réttindi kvenna eru mannréttindi en á þessum erfiðu óvissu- og upplausnartímum er gengið á réttindi kvenna og stúlkna og áunninn réttindi afnumin eða takmörkuð. Eina leiðin til að auka áhrif kvenna og stúlkna er að vernda réttindi þeirra og tryggja að þær geti nýtt hæfileika sína til fullnustu. Konum og stúlkum er mismunað í æ ríkari mæli nú þegar vaxandi ójöfnuður innan og á milli einstakra samfélaga og landa bætist ofan á sögulegt ójafnvægi í valdahlutföllum á milli karla og kvenna. Um allan heim eru hefðir, menningarlegt gildismat og trúarbrögð misnotuð til að skerða réttindi kvenna, festa karlrembu í sessi og verja kvenfjandsamlegar gjörðir. Konur hafa hvergi staðið jafnfætis karlmönnum. Sótt er að lagalegum réttindum kvenna og réttur þeirra til að ráða yfir eigin líkama er dreginn í efa og grafið undan honum. Sótt er að konum jafnt í netheimum sem í daglegu lífi. Þegar verst lætur reisa öfgasinnar og hryðjuverkamenn lífssýn sína á undirokun kvenna. Þær sæta kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi, eru þvingaðar í hjónaband og í raun hnepptar í þrældóm. Þrátt fyrir nokkrar framfarir eru karlar víðast í forystu og efnahagslegt bil á milli kynjanna fer vaxandi vegna úreltra viðhorfa og rótgróinnar karlrembu. Þessu verðum við að breyta með því að efla völd kvenna á öllum sviðum, leyfa röddum þeirra að heyrast og veita þeim vald yfir eigin lífi og yfir framtíð heimsins. Það er ekki aðeins rangt í sjálfu sér að neita konum og stúlkum um réttindi sín, heldur hefur það alvarlegar félagslegar og efnahagslegar afleiðingar sem koma niður á okkur öllum. Einstök samfélög, þjóðfélög og efnahagskerfi blómstra þar sem jafnrétti kynjanna þrífst. Tryggur aðgangur kvenna að menntun og heilsugæslu kemur fjölskyldum þeirra og samfélögum og komandi kynslóðum varanlega til góða. Eitt ár til viðbótar í skóla getur skilað sér í fjórðungs tekjuaukningu stúlkunnar í framtíðinni. Þegar konur taka að fullu þátt í atvinnulífinu skapar það ný tækifæri og leysir hagvöxt úr læðingi. Jöfn þátttaka karla og kvenna á vinnumarkaði er talin geta skilað 12 billjónum Bandaríkjadala í aukinni þjóðarframleiðslu í heiminum. Með því að auka hlutfall kvenna í opinberum stofnunum eiga þær sér fleiri fulltrúa, nýsköpun eykst og ákvarðanataka batnar, öllu samfélaginu til hagsbóta. Jafnrétti kynjanna er í fyrirrúmi í Áætlun 2030 um Sjálfbæra þróun, alheimsáætlun sem leiðtogar allra ríkja heims hafa samþykkt í því skyni að svara þeim áskorunum sem við stöndum andspænis. Í sjálfbæru þróunarmarkmiði, eða Heimsmarkmiði númer 5, er hvatt sérstaklega til þess að jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna og stúlkna verði tryggð en slíkt er einnig þýðingarmikil forsenda fyrir því að öllum 17 sjálfbæru þróunarmarkmiðunum verði náð. Ég er staðráðinn í því að auka hlut kvenna í friðar- og öryggisstarfi Sameinuðu þjóðanna. Fjölgun kvenkyns sáttasemjara eykur líkur á varanlegum friði og fjölgun kvenna í friðargæslu dregur úr líkum á kynferðislegri misnotkun og áreitni. Innan Sameinuðu þjóðanna vinn ég nú að vegvísi með áfangamarkmiðum til að tryggja jafnrétti kynjanna með það fyrir augum að allir þeir sem við vinnum fyrir eigi sér málsvara. Fyrri markmiðum hefur ekki verið náð. Nú verðum við að standa við stóru orðin. Við skulum heita því á alþjóðlegum baráttudegi kvenna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna gegn rótgrónum fordómum, styðja viðleitni og baráttu og efla jafnrétti og valdeflingu kvenna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun