Breytum hugarfarinu – og kynjakerfinu Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 8. mars 2017 07:00 Árið 1910 var ákveðið á þingi sósíalískra kvenna í Kaupmannahöfn að gera 8. mars að alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Löngu síðar tóku Sameinuðu þjóðirnar daginn upp á sína arma og nú er hann notaður til ýmiss konar baráttu fyrir mannréttindum kvenna um allan heim. Undanfarin átta ár hefur Íslands verið í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Það sem er mælt er kynjabilið á sviði menntunar, heilbrigðis, pólitískra valda og stöðu á vinnumarkaði. Við getum hælt okkur af því að hafa stigið stór skref hvað varðar pólitíska þátttöku kvenna á undanförnum 35 árum eða svo, en konur eru nú 44% sveitarstjórnarmanna og tæp 48% þingmanna. Menntun kvenna hefur aukist gríðarlega, svo mikið að það er fremur áhyggjuefni hve fáir karlar ljúka háskólanámi. Staðan er þannig nú að 48% kvenna á aldrinum 25-64 ára eru með háskólamenntun en aðeins 33% karla. Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er nokkuð jafn milli kvenna og karla þótt við mættum ræða meira um þann mun sem er á lífsstíl og sjúkdómum kvenna og karla og greina hann. Á fjórða sviðinu sem WEF skoðar, vinnumarkaðnum og hagkerfinu, eru margir pottar brotnir og þar hallar verulega á konur.Skoðum allt kerfið Á ráðstefnu sem haldin var í Ósló í febrúar síðastliðnum kom fram að litlar breytingar hafa orðið á jafnrétti kynjanna á norrænum vinnumarkaði um árabil. Vinnumarkaðurinn er enn jafn kynskiptur og hann var fyrir áratugum, karlar stýra og stjórna miklum meirihluta fyrirtækja og hafa mikil völd. Ísland og Noregur skera sig þó úr hvað varðar þau fyrirtæki sem falla undir lögin um kvóta í stjórnum fyrirtækja. Launamunur kynjanna haggast lítið (hvað sem hver segir) en hann felst ekki aðeins í því að fólki sem vinnur jafn verðmæt störf sé mismunað eftir kyni heldur einnig í því hvernig störf eru metin. Þau störf sem fluttust út af heimilunum endur fyrir löngu eru enn metin til færri fiska en þau sem t.d. tengjast vélum að ekki sé nú talað um peninga. Verðmætamat samfélagsins elur á launamisrétti. Einn fyrirlesara á ráðstefnunni í Ósló, Lynn Roseberry, sagði að tækin sem við værum að nota, t.d. kynjasamþætting, starfs- og launaviðtöl dygðu skammt vegna þess hve rótgróið kynjakerfið er í hugum okkar. Bara nafn, kvenkyns eða karlkyns, skapar strax ákveðin hugrenningatengsl. Það þarf að horfa á myndina í heild, sagði Roseberry, breyta hugsunarhættinum með því að skoða allt kerfið. Byrja á uppeldi barna, endurmennta kennara, skoða námsefni í skólum, efla jafnréttisráðgjöf, stunda rannsóknir og endurskoða hvernig fólk er ráðið í störf. Svo væri það félagslega hliðin sem skipti miklu máli. Fæðingarorlof, lífeyrisréttindi, skattar, leik- og grunnskólar, allt er þetta mikilvægt við að jafna stöðu kynjanna. Hún sagði að það væri eftir miklu að slægjast fyrir vinnumarkaðinn. Meiri fjölbreytni, meiri nýsköpun og betri nýting á mannauðnum þýðir öflugra atvinnulíf. Þetta þurfum við að hafa í huga við lögleiðingu jafnlaunastaðalsins, fólk þarf að skilja hvers vegna er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að útrýma kynjamisrétti.Félagslega kerfið er mikilvægt Það er vert að taka sérstaklega undir þau orð Roseberry hve mikilvægt félagslega kerfið er. Góðir og vel mannaðir leik- og grunnskólar, samfelldur skóladagur, fæðingarorlof sem bæði feður og mæður geta nýtt sér og jöfn skipting heimilisstarfa. Allt er þetta mikilvægt. Við þurfum líka að ganga á hólm við (kynjaða) aldursfordóma, bæði til að gefa þeim sem vilja vinna lengur tækifæri til þess og til að nýta mannauðinn betur. Það þarf að jafna lífeyrisréttindi kvenna og karla en úti í Evrópu er mikil umræða um þau mál og bent á sívaxandi hóp fátækra kvenna sem hefur lélegan lífeyri í ellinni. Átta ár á toppnum, en það er svo sannarlega af nógu að taka við að breyta kynjakerfinu, jafna kjörin og tryggja öllum mannréttindi og viðunandi lífsgæði. Takið þátt í viðburðum dagsins og eflum baráttuandann. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Árið 1910 var ákveðið á þingi sósíalískra kvenna í Kaupmannahöfn að gera 8. mars að alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Löngu síðar tóku Sameinuðu þjóðirnar daginn upp á sína arma og nú er hann notaður til ýmiss konar baráttu fyrir mannréttindum kvenna um allan heim. Undanfarin átta ár hefur Íslands verið í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Það sem er mælt er kynjabilið á sviði menntunar, heilbrigðis, pólitískra valda og stöðu á vinnumarkaði. Við getum hælt okkur af því að hafa stigið stór skref hvað varðar pólitíska þátttöku kvenna á undanförnum 35 árum eða svo, en konur eru nú 44% sveitarstjórnarmanna og tæp 48% þingmanna. Menntun kvenna hefur aukist gríðarlega, svo mikið að það er fremur áhyggjuefni hve fáir karlar ljúka háskólanámi. Staðan er þannig nú að 48% kvenna á aldrinum 25-64 ára eru með háskólamenntun en aðeins 33% karla. Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er nokkuð jafn milli kvenna og karla þótt við mættum ræða meira um þann mun sem er á lífsstíl og sjúkdómum kvenna og karla og greina hann. Á fjórða sviðinu sem WEF skoðar, vinnumarkaðnum og hagkerfinu, eru margir pottar brotnir og þar hallar verulega á konur.Skoðum allt kerfið Á ráðstefnu sem haldin var í Ósló í febrúar síðastliðnum kom fram að litlar breytingar hafa orðið á jafnrétti kynjanna á norrænum vinnumarkaði um árabil. Vinnumarkaðurinn er enn jafn kynskiptur og hann var fyrir áratugum, karlar stýra og stjórna miklum meirihluta fyrirtækja og hafa mikil völd. Ísland og Noregur skera sig þó úr hvað varðar þau fyrirtæki sem falla undir lögin um kvóta í stjórnum fyrirtækja. Launamunur kynjanna haggast lítið (hvað sem hver segir) en hann felst ekki aðeins í því að fólki sem vinnur jafn verðmæt störf sé mismunað eftir kyni heldur einnig í því hvernig störf eru metin. Þau störf sem fluttust út af heimilunum endur fyrir löngu eru enn metin til færri fiska en þau sem t.d. tengjast vélum að ekki sé nú talað um peninga. Verðmætamat samfélagsins elur á launamisrétti. Einn fyrirlesara á ráðstefnunni í Ósló, Lynn Roseberry, sagði að tækin sem við værum að nota, t.d. kynjasamþætting, starfs- og launaviðtöl dygðu skammt vegna þess hve rótgróið kynjakerfið er í hugum okkar. Bara nafn, kvenkyns eða karlkyns, skapar strax ákveðin hugrenningatengsl. Það þarf að horfa á myndina í heild, sagði Roseberry, breyta hugsunarhættinum með því að skoða allt kerfið. Byrja á uppeldi barna, endurmennta kennara, skoða námsefni í skólum, efla jafnréttisráðgjöf, stunda rannsóknir og endurskoða hvernig fólk er ráðið í störf. Svo væri það félagslega hliðin sem skipti miklu máli. Fæðingarorlof, lífeyrisréttindi, skattar, leik- og grunnskólar, allt er þetta mikilvægt við að jafna stöðu kynjanna. Hún sagði að það væri eftir miklu að slægjast fyrir vinnumarkaðinn. Meiri fjölbreytni, meiri nýsköpun og betri nýting á mannauðnum þýðir öflugra atvinnulíf. Þetta þurfum við að hafa í huga við lögleiðingu jafnlaunastaðalsins, fólk þarf að skilja hvers vegna er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að útrýma kynjamisrétti.Félagslega kerfið er mikilvægt Það er vert að taka sérstaklega undir þau orð Roseberry hve mikilvægt félagslega kerfið er. Góðir og vel mannaðir leik- og grunnskólar, samfelldur skóladagur, fæðingarorlof sem bæði feður og mæður geta nýtt sér og jöfn skipting heimilisstarfa. Allt er þetta mikilvægt. Við þurfum líka að ganga á hólm við (kynjaða) aldursfordóma, bæði til að gefa þeim sem vilja vinna lengur tækifæri til þess og til að nýta mannauðinn betur. Það þarf að jafna lífeyrisréttindi kvenna og karla en úti í Evrópu er mikil umræða um þau mál og bent á sívaxandi hóp fátækra kvenna sem hefur lélegan lífeyri í ellinni. Átta ár á toppnum, en það er svo sannarlega af nógu að taka við að breyta kynjakerfinu, jafna kjörin og tryggja öllum mannréttindi og viðunandi lífsgæði. Takið þátt í viðburðum dagsins og eflum baráttuandann. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun