Ríkisfjármálastefnan tekur ekki á vandanum – vantar tugi milljarða Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 9. mars 2017 07:00 Þessa dagana fjallar Alþingi um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Sú stefna leggur línurnar um það sem koma skal á næstu fimm árum í ríkisfjármálum, t.d. hversu mikið svigrúm er ætlað til fjárfestinga og viðhalds í heilbrigðismálum, samgöngumálum og menntakerfinu, svo eitthvað sé nefnt. Það verður því miður að segjast að ríkisfjármálastefnan gengur engan veginn upp miðað við þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir í þessum málaflokkum. Samgönguáætlun er sögð vera vanfjármögnuð um 10 milljarða en að mati greiningadeildar Arion banka er uppsöfnuð fjárfestingarþörf í vegakerfinu yfir 20 milljarðar og hefur verið það frá ársbyrjun 2016. En það er ekki bara uppsöfnuð þörf í vegakerfinu, heldur líka í öðrum innviðum eins og heilbrigðis- og menntamálum og sú stefna sem ríkisstjórnin hefur lagt fram tekur ekki á þessari vanfjármögnun. Þarna munar tugum milljarða og því er óásættanlegt að samþykkja ríkisfjármálastefnuna óbreytta.Það eru til fjármunir – sækjum þá Það er gott að leggja áherslu á að greiða niður skuldir og minnka vaxtakostnað en um leið er ekki hægt að vanrækja innviðina. Það þarf að auka tekjur ríkissjóðs til að mæta þeim þörfum og það verður ekki bara gert með stöku vegtollum út frá höfuðborginni. Það þarf að styrkja tekjuöflunarkerfi ríkisins með réttlátum hætti þar sem leggja þarf áherslu á að hlífa lág- og millitekjuhópum. Það er hægt að gera með því að hækka auðlindagjöld og kolefnisgjald, setja á komugjöld og auðlegðarskatt og efla skatteftirlit enn frekar. En ríkisstjórnin heykist á því að styrkja tekjustofna ríkissjóðs sem eru í járnum þegar tillit er tekið til hagsveiflunnar líkt og fjármálaráðuneytið hefur varað við. Vanræksla uppbyggingar innviða nú er ávísun á umtalsvert meiri kostnað til framtíðar sem getur ekki talist skynsamlegt. Það eru til fjármunir – sækjum þá. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana fjallar Alþingi um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Sú stefna leggur línurnar um það sem koma skal á næstu fimm árum í ríkisfjármálum, t.d. hversu mikið svigrúm er ætlað til fjárfestinga og viðhalds í heilbrigðismálum, samgöngumálum og menntakerfinu, svo eitthvað sé nefnt. Það verður því miður að segjast að ríkisfjármálastefnan gengur engan veginn upp miðað við þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir í þessum málaflokkum. Samgönguáætlun er sögð vera vanfjármögnuð um 10 milljarða en að mati greiningadeildar Arion banka er uppsöfnuð fjárfestingarþörf í vegakerfinu yfir 20 milljarðar og hefur verið það frá ársbyrjun 2016. En það er ekki bara uppsöfnuð þörf í vegakerfinu, heldur líka í öðrum innviðum eins og heilbrigðis- og menntamálum og sú stefna sem ríkisstjórnin hefur lagt fram tekur ekki á þessari vanfjármögnun. Þarna munar tugum milljarða og því er óásættanlegt að samþykkja ríkisfjármálastefnuna óbreytta.Það eru til fjármunir – sækjum þá Það er gott að leggja áherslu á að greiða niður skuldir og minnka vaxtakostnað en um leið er ekki hægt að vanrækja innviðina. Það þarf að auka tekjur ríkissjóðs til að mæta þeim þörfum og það verður ekki bara gert með stöku vegtollum út frá höfuðborginni. Það þarf að styrkja tekjuöflunarkerfi ríkisins með réttlátum hætti þar sem leggja þarf áherslu á að hlífa lág- og millitekjuhópum. Það er hægt að gera með því að hækka auðlindagjöld og kolefnisgjald, setja á komugjöld og auðlegðarskatt og efla skatteftirlit enn frekar. En ríkisstjórnin heykist á því að styrkja tekjustofna ríkissjóðs sem eru í járnum þegar tillit er tekið til hagsveiflunnar líkt og fjármálaráðuneytið hefur varað við. Vanræksla uppbyggingar innviða nú er ávísun á umtalsvert meiri kostnað til framtíðar sem getur ekki talist skynsamlegt. Það eru til fjármunir – sækjum þá. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar