Um óháða rannsókn á plastbarkamálinu Jón Atli Benediktsson og Páll Matthíasson skrifar 21. febrúar 2017 07:00 Hið svokallaða „plastbarkamál“ eða „Macchiarini-mál“ hefur vakið heimsathygli, enda koma þar við sögu tvær virtar stofnanir í Evrópu á sviði lækninga og læknavísinda. Enda þótt meginþunginn hvíli á Karolinska stofnuninni (KI) og Karolinska sjúkrahúsinu (KS), þar sem Paolo Macchiarini stundaði hinar umdeildu rannsóknir og framkvæmdi skurðaðgerðir, teygir málið sig víða, þar á meðal til Íslands. Andemariam Beyene var ungur Erítreumaður sem stundaði nám og störf á Íslandi og var sendur til Karolinska sjúkrahússins af læknum á Landspítala til mats og meðferðar. Snemmsumars 2011 varð hann fyrsti einstaklingurinn sem Paolo Macchiarini græddi í svokallaðan plastbarka. Alls urðu plastbarkaígræðslurnar átta talsins og eru sex af barkaþegunum látnir. Andemariam lést í janúar 2014 og síðla það ár vöknuðu verulegar efasemdir um starfsaðferðir Macchiarinis í Svíþjóð. Fjölmargar rannsóknir og athuganir á málinu hófust í kjölfarið í Svíþjóð, þar á meðal lögreglurannsókn. Landspítali og Háskóli Íslands studdu rannsóknir þessar frá upphafi og lögðu til þeirra öll þau gögn sem óskað var eftir. Viðamestu rannsóknunum er nú lokið í Svíþjóð. Þær voru gerðar af sjálfstæðum ytri rannsóknarnefndum, skipuðum af KI annars vegar og KS hins vegar. Niðurstöðurnar fólu í sér alvarlegan áfellisdóm á vinnulag innan stofnananna.Háskólinn og Landspítalinn sinna lögðboðnu eftirliti Þessar rannsóknir hafa eðli máls samkvæmt sérstaklega beinst að klínískum og vísindalegum ferlum í Svíþjóð. Jafnvel þó að fram hafi komið af hálfu sænsku rannsóknaraðilanna að aðeins takmarkaður hluti málsins tengist íslenskum stofnunum, er það sameiginleg afstaða okkar að brýnt sé að rannsaka sérstaklega þá þætti málsins sem snúa að Háskóla Íslands og Landspítala. Jafnframt er það ábyrgðarhlutverk okkar að hlutast til um slíka rannsókn vegna skyldna til innra eftirlits sem á forstöðumönnum Háskóla Íslands og Landspítala hvíla samkvæmt lögum um opinbera háskóla og lögum um heilbrigðisþjónustu. Hér er þó rétt að árétta að gæðaeftirlit með heilbrigðisþjónustu er tvíþætt og ytra eftirlit er í höndum Embættis landlæknis (á grundvelli VI. kafla laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu og laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu). Þá fer heilbrigðisráðherra einnig með eftirlit með Landspítala (og mennta- og menningarmálaráðherra með eftirlit með Háskóla Íslands) í skjóli yfirstjórnunarheimilda samkvæmt stjórnarskrá og 14. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands. Loks getur Alþingi sett sérstaka rannsóknarnefnd á fót til að rannsaka málið. Slíkar rannsóknir, ef út í slíkt er farið, aflétta þó ekki skyldum af Landspítala og Háskóla Íslands að sinna lögboðnu innra eftirliti. Á sama hátt útilokar rannsókn óháðrar rannsóknarnefndar Landspítala og Háskóla Íslands heldur ekki mögulega rannsókn framangreindra aðila á málinu. Landspítali og Háskóli Íslands hafa valið sambærilega leið og stofnanirnar í Svíþjóð. Haustið 2016 var skipuð sjálfstæð ytri rannsóknarnefnd til að fjalla um þá þætti málsins sem snúa að Háskóla Íslands og Landspítala. Rannsóknarnefndina skipa Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg, María Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í geðlækningum við réttargeðdeildina í Dikemark í Noregi, og Georg Bjarnason, krabbameinslæknir og vísindamaður við Sunnybrook-stofnunina í Toronto í Kanada. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að veita álit sitt á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við plastbarkaígræðsluna hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla og uppfylli þær gæðakröfur sem gerðar eru til sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu samkvæmt íslenskum lögum. Einnig er hlutverk nefndarinnar að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í birtingu vísindagreinar um efnið auk málþings um málið sem haldið var ári eftir að fyrstu aðgerðinni lauk. Þá skal nefndin rýna niðurstöður sænsku rannsóknanna sérstaklega með tilliti til aðkomu íslenskra stofnana og/eða starfsmanna þeirra að málinu og ræða við skýrsluhöfunda.Rannsóknarnefnd skipuð óháðum sérfræðingum Af hálfu Háskóla Íslands og Landspítala er lögð áhersla á að rannsóknarnefndin er skipuð óháðum sérfræðingum sem hafa fullt sjálfræði um rannsóknina. Er þetta tilgreint sérstaklega í skipunarbréfi nefndarmanna, þar sem áréttað er að þeir lúti ekki stjórnunar- eða boðvaldi rektors Háskóla Íslands eða forstjóra Landspítala í störfum sínum. Nefndinni hefur verið tryggður nauðsynlegur aðgangur að gögnum málsins með sérstöku leyfi Persónuverndar. Gert er ráð fyrir að nefndin skili niðurstöðum sínum fyrir lok maí nk. og verða niðurstöðurnar birtar eftir því sem lög og skilyrði Persónuverndar heimila. Aðgerðir stofnananna í framhaldi af skýrslunni munu fara eftir því sem niðurstöðurnar gefa tilefni til. Undirritaðir binda vonir við að vönduð rannsókn málsins, hér á landi og í Svíþjóð, varpi ljósi á málið í heild sinni þannig að draga megi að því sem bestan lærdóm. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Plastbarkamálið Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hið svokallaða „plastbarkamál“ eða „Macchiarini-mál“ hefur vakið heimsathygli, enda koma þar við sögu tvær virtar stofnanir í Evrópu á sviði lækninga og læknavísinda. Enda þótt meginþunginn hvíli á Karolinska stofnuninni (KI) og Karolinska sjúkrahúsinu (KS), þar sem Paolo Macchiarini stundaði hinar umdeildu rannsóknir og framkvæmdi skurðaðgerðir, teygir málið sig víða, þar á meðal til Íslands. Andemariam Beyene var ungur Erítreumaður sem stundaði nám og störf á Íslandi og var sendur til Karolinska sjúkrahússins af læknum á Landspítala til mats og meðferðar. Snemmsumars 2011 varð hann fyrsti einstaklingurinn sem Paolo Macchiarini græddi í svokallaðan plastbarka. Alls urðu plastbarkaígræðslurnar átta talsins og eru sex af barkaþegunum látnir. Andemariam lést í janúar 2014 og síðla það ár vöknuðu verulegar efasemdir um starfsaðferðir Macchiarinis í Svíþjóð. Fjölmargar rannsóknir og athuganir á málinu hófust í kjölfarið í Svíþjóð, þar á meðal lögreglurannsókn. Landspítali og Háskóli Íslands studdu rannsóknir þessar frá upphafi og lögðu til þeirra öll þau gögn sem óskað var eftir. Viðamestu rannsóknunum er nú lokið í Svíþjóð. Þær voru gerðar af sjálfstæðum ytri rannsóknarnefndum, skipuðum af KI annars vegar og KS hins vegar. Niðurstöðurnar fólu í sér alvarlegan áfellisdóm á vinnulag innan stofnananna.Háskólinn og Landspítalinn sinna lögðboðnu eftirliti Þessar rannsóknir hafa eðli máls samkvæmt sérstaklega beinst að klínískum og vísindalegum ferlum í Svíþjóð. Jafnvel þó að fram hafi komið af hálfu sænsku rannsóknaraðilanna að aðeins takmarkaður hluti málsins tengist íslenskum stofnunum, er það sameiginleg afstaða okkar að brýnt sé að rannsaka sérstaklega þá þætti málsins sem snúa að Háskóla Íslands og Landspítala. Jafnframt er það ábyrgðarhlutverk okkar að hlutast til um slíka rannsókn vegna skyldna til innra eftirlits sem á forstöðumönnum Háskóla Íslands og Landspítala hvíla samkvæmt lögum um opinbera háskóla og lögum um heilbrigðisþjónustu. Hér er þó rétt að árétta að gæðaeftirlit með heilbrigðisþjónustu er tvíþætt og ytra eftirlit er í höndum Embættis landlæknis (á grundvelli VI. kafla laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu og laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu). Þá fer heilbrigðisráðherra einnig með eftirlit með Landspítala (og mennta- og menningarmálaráðherra með eftirlit með Háskóla Íslands) í skjóli yfirstjórnunarheimilda samkvæmt stjórnarskrá og 14. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands. Loks getur Alþingi sett sérstaka rannsóknarnefnd á fót til að rannsaka málið. Slíkar rannsóknir, ef út í slíkt er farið, aflétta þó ekki skyldum af Landspítala og Háskóla Íslands að sinna lögboðnu innra eftirliti. Á sama hátt útilokar rannsókn óháðrar rannsóknarnefndar Landspítala og Háskóla Íslands heldur ekki mögulega rannsókn framangreindra aðila á málinu. Landspítali og Háskóli Íslands hafa valið sambærilega leið og stofnanirnar í Svíþjóð. Haustið 2016 var skipuð sjálfstæð ytri rannsóknarnefnd til að fjalla um þá þætti málsins sem snúa að Háskóla Íslands og Landspítala. Rannsóknarnefndina skipa Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg, María Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í geðlækningum við réttargeðdeildina í Dikemark í Noregi, og Georg Bjarnason, krabbameinslæknir og vísindamaður við Sunnybrook-stofnunina í Toronto í Kanada. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að veita álit sitt á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við plastbarkaígræðsluna hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla og uppfylli þær gæðakröfur sem gerðar eru til sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu samkvæmt íslenskum lögum. Einnig er hlutverk nefndarinnar að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í birtingu vísindagreinar um efnið auk málþings um málið sem haldið var ári eftir að fyrstu aðgerðinni lauk. Þá skal nefndin rýna niðurstöður sænsku rannsóknanna sérstaklega með tilliti til aðkomu íslenskra stofnana og/eða starfsmanna þeirra að málinu og ræða við skýrsluhöfunda.Rannsóknarnefnd skipuð óháðum sérfræðingum Af hálfu Háskóla Íslands og Landspítala er lögð áhersla á að rannsóknarnefndin er skipuð óháðum sérfræðingum sem hafa fullt sjálfræði um rannsóknina. Er þetta tilgreint sérstaklega í skipunarbréfi nefndarmanna, þar sem áréttað er að þeir lúti ekki stjórnunar- eða boðvaldi rektors Háskóla Íslands eða forstjóra Landspítala í störfum sínum. Nefndinni hefur verið tryggður nauðsynlegur aðgangur að gögnum málsins með sérstöku leyfi Persónuverndar. Gert er ráð fyrir að nefndin skili niðurstöðum sínum fyrir lok maí nk. og verða niðurstöðurnar birtar eftir því sem lög og skilyrði Persónuverndar heimila. Aðgerðir stofnananna í framhaldi af skýrslunni munu fara eftir því sem niðurstöðurnar gefa tilefni til. Undirritaðir binda vonir við að vönduð rannsókn málsins, hér á landi og í Svíþjóð, varpi ljósi á málið í heild sinni þannig að draga megi að því sem bestan lærdóm. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun