Skrefin í vínbúðina Sæunn Kjartansdóttir skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Það er auðvitað að bera í bakkafullan lækinn að viðra skoðun sína á hversu skynsamlegt það sé að selja áfengi í matvörubúðum. Engu að síður leyfi ég mér að gera það fyrir hönd barna sem búa við áfengisvanda og eru of ung til að geta látið í sér heyra. Það er vægast sagt hæpið að halda því fram að aðgengi að áfengi sé erfitt á Íslandi. Hér eru yfir 50 verslanir með fjölbreytt vöruúrval, rúman opnunartíma og þjónustu sem viðskiptavinir gefa árlega hæstu einkunn. Samt liggur fyrir Alþingi frumvarp sem fyrirséð er að muni auka áfengisdrykkju umtalsvert með auknum útgjöldum fyrir samfélagið að ekki sé minnst á vanlíðan og heilsutjón stórra hópa fólks. En málið snýst auðvitað ekki um skynsemi. Það snýst um löngun manna í meiri þægindi og það viðhorf að það heyri til lífsgæða, ef ekki beinlínis mannréttinda, að geta keypt áfengi og matvöru á einum og sama staðnum. Margir nota áfengi eins og krydd í lífið sem þeir geta ýmist notið eða sleppt. Aðrir heyja daglega baráttu gegn því. Þetta þekkja börnin þeirra. Þau eru viðkvæmur hópur sem myndi líða verulega fyrir aukin þægindi þeirra sem finnst of mikið mál að taka á sig krók í vínbúðina. Verði áfengisfrumvarpið samþykkt mun streita þessara barna stigmagnast, ekki aðeins vegna aukinnar áfengisneyslu foreldranna, heldur mun sá hversdagslegi atburður að fjölskyldan kaupi í matinn verða kvíðavekjandi. Hvernig skapi eru pabbi og mamma í þegar þau fara í búðina? Virka þau í góðu jafnvægi? Eða eru þau líkleg til að grípa með sér bjórkippu eða vínflösku? Þegar kemur að þörfum þeirra sem minna mega sín, hvort sem þeir heita sjúklingar, fangar, aldraðir eða börn erum við sem samfélag alltaf staurblönk. En höfnun áfengisfrumvarpsins kostar ekki krónu. Afstaða til þess snýst um gildismat. Finnst okkur einhvers virði að taka tillit til þeirra sem þjást vegna áfengisneyslu, sem meðal annarra eru börn, eða er mikilvægara að dekra við þá sem finnst áfengisdrykkja of fyrirhafnarsöm? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Það er auðvitað að bera í bakkafullan lækinn að viðra skoðun sína á hversu skynsamlegt það sé að selja áfengi í matvörubúðum. Engu að síður leyfi ég mér að gera það fyrir hönd barna sem búa við áfengisvanda og eru of ung til að geta látið í sér heyra. Það er vægast sagt hæpið að halda því fram að aðgengi að áfengi sé erfitt á Íslandi. Hér eru yfir 50 verslanir með fjölbreytt vöruúrval, rúman opnunartíma og þjónustu sem viðskiptavinir gefa árlega hæstu einkunn. Samt liggur fyrir Alþingi frumvarp sem fyrirséð er að muni auka áfengisdrykkju umtalsvert með auknum útgjöldum fyrir samfélagið að ekki sé minnst á vanlíðan og heilsutjón stórra hópa fólks. En málið snýst auðvitað ekki um skynsemi. Það snýst um löngun manna í meiri þægindi og það viðhorf að það heyri til lífsgæða, ef ekki beinlínis mannréttinda, að geta keypt áfengi og matvöru á einum og sama staðnum. Margir nota áfengi eins og krydd í lífið sem þeir geta ýmist notið eða sleppt. Aðrir heyja daglega baráttu gegn því. Þetta þekkja börnin þeirra. Þau eru viðkvæmur hópur sem myndi líða verulega fyrir aukin þægindi þeirra sem finnst of mikið mál að taka á sig krók í vínbúðina. Verði áfengisfrumvarpið samþykkt mun streita þessara barna stigmagnast, ekki aðeins vegna aukinnar áfengisneyslu foreldranna, heldur mun sá hversdagslegi atburður að fjölskyldan kaupi í matinn verða kvíðavekjandi. Hvernig skapi eru pabbi og mamma í þegar þau fara í búðina? Virka þau í góðu jafnvægi? Eða eru þau líkleg til að grípa með sér bjórkippu eða vínflösku? Þegar kemur að þörfum þeirra sem minna mega sín, hvort sem þeir heita sjúklingar, fangar, aldraðir eða börn erum við sem samfélag alltaf staurblönk. En höfnun áfengisfrumvarpsins kostar ekki krónu. Afstaða til þess snýst um gildismat. Finnst okkur einhvers virði að taka tillit til þeirra sem þjást vegna áfengisneyslu, sem meðal annarra eru börn, eða er mikilvægara að dekra við þá sem finnst áfengisdrykkja of fyrirhafnarsöm? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar