Svart laxeldi Bubbi Morthens skrifar 27. febrúar 2017 08:00 Hallgerður Hauksdóttir, formaður stjórnar Dýraverndarsambands Íslands, segir í viðtali við Fréttatímann að sambandið hafi orðið talsverðar áhyggjur af auknu laxeldi á Íslandi. Hún segir að það sé ekki eðlilegt að svo stór hluti eldisdýra deyi í dýraeldi almennt séð en að annað eigi við um þauleldi eins og laxeldi. Þauleldi er það eldi þegar þrengsli dýranna, sem eru ræktuð, eru talsverð, eldið þarf að fara í mat á umhverfisáhrifum og þegar „velferð dýra er fórnað fyrir hámörkun nytja“, eins og Hallgerður segir. „Ég hef orðið verulegar áhyggjur af þessu. Það eru afföll í þauleldi vegna mikilla þrengsla eða sjúkdóma. Annars á ekkert við að tala um eðlileg afföll í dýraeldi.“ Þá er þetta byrjað. Fiskar sleppa úr eldiskvíum um gat á botni silungaeldiskvía í Dýrafirði. Og þegar spurt er hversu mikið slapp þá er svarið: Við vitum það ekki. Það virðist hafa gerst líka í fyrra að regnbogasilungur hafi sloppið en enginn vill kannast við það úr eldisiðnaðinum. Það kom í ljós síðastliðið sumar þegar menn fóru að mokveiða regnbogasilung við hafnarbakkann. Stangveiðimenn í ám fyrir vestan fóru líka að fá regnbogasilung á fluguna. Þetta mun líka gerast í laxeldinu, þar gera menn einfaldlega ráð fyrir því í öllum útreikningum að lax sleppi. Eldi á ófrjóum laxi er ekki á frumstigi eins og sumir vilja halda fram, það hefur þegar verið stundað í Noregi og þar eru menn að tala um að það sé það sem koma skal. Ég held að ef einhver sem vill græða og hefur það eitt að leiðarljósi spyrði Bændasamtökin hvort þau væru ekki til í að hjálpa honum að flytja inn sauðfé frá Nýja-Sjálandi, nautgripi frá Texas og hross frá Arabíu og hafa þetta allt í girðingu á hálendinu gegn loforði um að ekkert þessara dýra myndi blandast við íslenska kynið, þá fengi sá bara eitt svar: ALDREI. Allt eftirlit í skötulíki Íslenskur lax hefur þróast í árþúsundir. Hann var hér löngu áður en fyrstu mennirnir námu land. Eldismenn vita af fenginni reynslu í Noregi, því þaðan koma þeir flestir sem eiga eldið á Íslandi, að þetta gullgrafaraævintýri þeirra mun eyðileggja íslenska laxastofninn alveg eins og hefur gerst í heimalandi þeirra. Hér er allt eftirlit í skötulíki sem sýnir sig best þegar þeir sem eiga að fylgjast með sínum eigin kvíum vita ekki að það er búið að vera gat á botninum á kvínni í langan tíma. Matvælastofnun sem á að hafa eftirlit með eldinu er ekki að standa sig. Í raun er það fyrirtæki búið að sýna að þar á bæ virðast menn telja það vera sitt helsta hlutverk að stimpla sig inn og út og forðast allt vesen, eins og kom fram í Brúneggjamálinu. Matvælastofnun verður að taka sig taki og taka á þessum málum. Laxeldi á Íslandi, sem og silungseldi, er stjórnlaus iðnaður. Þar ríkir villta vesturs stemning. Þar eru menn sem ætla sér að græða á sofandahætti stjórnvalda, koma hingað til lands og kaupa hvern fjörðinn eftir annan með það eitt markmið að græða á því að eyðileggja íslenska náttúru. Síðan geta menn íhugað hvers vegna Alþjóðaheilbrigðistofnun Evrópu varar fólk við að eta of mikið af eldislaxi. Það er af því að hann er of mengaður, fullur af sýklalyfjum, þungmálmum og litarefnum og sérstaklega varasamur fyrir börn og ófrískar konur. Haft beint eftir þeim háu herrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Hallgerður Hauksdóttir, formaður stjórnar Dýraverndarsambands Íslands, segir í viðtali við Fréttatímann að sambandið hafi orðið talsverðar áhyggjur af auknu laxeldi á Íslandi. Hún segir að það sé ekki eðlilegt að svo stór hluti eldisdýra deyi í dýraeldi almennt séð en að annað eigi við um þauleldi eins og laxeldi. Þauleldi er það eldi þegar þrengsli dýranna, sem eru ræktuð, eru talsverð, eldið þarf að fara í mat á umhverfisáhrifum og þegar „velferð dýra er fórnað fyrir hámörkun nytja“, eins og Hallgerður segir. „Ég hef orðið verulegar áhyggjur af þessu. Það eru afföll í þauleldi vegna mikilla þrengsla eða sjúkdóma. Annars á ekkert við að tala um eðlileg afföll í dýraeldi.“ Þá er þetta byrjað. Fiskar sleppa úr eldiskvíum um gat á botni silungaeldiskvía í Dýrafirði. Og þegar spurt er hversu mikið slapp þá er svarið: Við vitum það ekki. Það virðist hafa gerst líka í fyrra að regnbogasilungur hafi sloppið en enginn vill kannast við það úr eldisiðnaðinum. Það kom í ljós síðastliðið sumar þegar menn fóru að mokveiða regnbogasilung við hafnarbakkann. Stangveiðimenn í ám fyrir vestan fóru líka að fá regnbogasilung á fluguna. Þetta mun líka gerast í laxeldinu, þar gera menn einfaldlega ráð fyrir því í öllum útreikningum að lax sleppi. Eldi á ófrjóum laxi er ekki á frumstigi eins og sumir vilja halda fram, það hefur þegar verið stundað í Noregi og þar eru menn að tala um að það sé það sem koma skal. Ég held að ef einhver sem vill græða og hefur það eitt að leiðarljósi spyrði Bændasamtökin hvort þau væru ekki til í að hjálpa honum að flytja inn sauðfé frá Nýja-Sjálandi, nautgripi frá Texas og hross frá Arabíu og hafa þetta allt í girðingu á hálendinu gegn loforði um að ekkert þessara dýra myndi blandast við íslenska kynið, þá fengi sá bara eitt svar: ALDREI. Allt eftirlit í skötulíki Íslenskur lax hefur þróast í árþúsundir. Hann var hér löngu áður en fyrstu mennirnir námu land. Eldismenn vita af fenginni reynslu í Noregi, því þaðan koma þeir flestir sem eiga eldið á Íslandi, að þetta gullgrafaraævintýri þeirra mun eyðileggja íslenska laxastofninn alveg eins og hefur gerst í heimalandi þeirra. Hér er allt eftirlit í skötulíki sem sýnir sig best þegar þeir sem eiga að fylgjast með sínum eigin kvíum vita ekki að það er búið að vera gat á botninum á kvínni í langan tíma. Matvælastofnun sem á að hafa eftirlit með eldinu er ekki að standa sig. Í raun er það fyrirtæki búið að sýna að þar á bæ virðast menn telja það vera sitt helsta hlutverk að stimpla sig inn og út og forðast allt vesen, eins og kom fram í Brúneggjamálinu. Matvælastofnun verður að taka sig taki og taka á þessum málum. Laxeldi á Íslandi, sem og silungseldi, er stjórnlaus iðnaður. Þar ríkir villta vesturs stemning. Þar eru menn sem ætla sér að græða á sofandahætti stjórnvalda, koma hingað til lands og kaupa hvern fjörðinn eftir annan með það eitt markmið að græða á því að eyðileggja íslenska náttúru. Síðan geta menn íhugað hvers vegna Alþjóðaheilbrigðistofnun Evrópu varar fólk við að eta of mikið af eldislaxi. Það er af því að hann er of mengaður, fullur af sýklalyfjum, þungmálmum og litarefnum og sérstaklega varasamur fyrir börn og ófrískar konur. Haft beint eftir þeim háu herrum.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun