Innlent

Leikskólakrakkar með rjóma út á kinn

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Krakkarnir í Laugasól voru ansi krúttleg þegar fréttamaður heimsótti þau í kaffitímanum. Þau voru rauð í kinnum eftir að hafa leikið úti og inni beið þeirra rjómabollur af tilefni dagsins.

Þau voru spurð út í bolluvöndinn en könnuðust ekkert við hann og virðist sú hefð að flengja foreldra sína á bolludagsmorgunn vera að líða undir lok. Reyndar höfðu börnin lítinn tíma til að svara spurningum - rjóminn, súkkulaðið og sultan áttu hug þeirra allan eins og má sjá í myndskeiðinu.

Einnig var bakaríið Passion heimsótt sem býður upp á átján tegundir af bollum. Sígilda bollan með rjóma, sultu og súkkulaði er þó lang vinsælust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×