Byggðastofnun synjaði en bankinn sá ljós í nýsköpun Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2017 21:45 Hjón sem gerðust bændur á Austfjörðum til nýsköpunar í matvælaframleiðslu segjast hafa rekist á veggi hjá Byggðastofnun og segja stuðningskerfi landbúnaðarins algerlega sniðið að hefðbundnum búskap. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við þau Berglindi Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson, sem fyrir þremur árum fluttu úr Reykjavík og keyptu jörðina Karlsstaði á Berufjarðarströnd. Berglind er þekkt sem útvarpsmaður og Svavar Pétur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Á Karlsstöðum breyttu þau gamla fjósinu í matvælaiðju. Þau framleiða bæði gulrófnaflögur og grænmetispylsur, kallaðar Bulsur, og hráefnið kemur af þeirra eigin akri. Þau höfðu séð auglýsingu frá Byggðastofnun um lán til jarðakaupa, sóttu um en var synjað. Þau segjast þá hafa leitað til Íslandsbanka og þar hafi þau notið velvildar. „En finnst dálítið skrýtið á sama tíma og við vorum þarna með viðskiptahugmynd og plan um að byggja upp rekstur á svolítið nýjum grunni, þá skyldum við fá synjun,” segir Svavar Pétur. „Ráðamenn þreytast ekkert á að skreyta sig í ræðum með nýsköpun og lífrænni ræktun, - og allt þetta sem við erum að gera, - tala um fjölbreytni og fjölbreytta atvinnustarfsemi á landsbyggðinni,” segir Berglind. „Það er alltaf verið að tala um þetta. Svo er bara svo merkilegt að lenda svona á vegg þegar maður er kominn í þetta,” segir Berglind og Svavar Pétur bætur við að þetta sé bara í orði. Það sé ekkert að gerast. Gamla bæinn tóku þau undir gistihús og breyttu hlöðunni í veitingastað og tónleikasal en þau njóta góðs af staðsetningu við hringveginn. „Kerfið er algerlega byggt upp fyrir þennan hefðbundna landbúnað og hann á algerlega rétt á sér. Þetta þarf bara að vinna saman. Sauðfjárbúskapurinn og mjólkurbúskapurinn, grænmetisræktin og nýsköpunin þarf allt að vinna saman og það eiga allir að vera jafnréttháir,” segir Svavar Pétur. Nánar var rætt við þau í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld sem fjallaði um sveitabyggðina við Berufjörð. Djúpivogur Um land allt Tengdar fréttir Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45 Ólystugt að fara í berjamó vegna saurs ferðamanna Bóndi við Berufjörð segir salernisskort ferðamanna svo skelfilegan að ekki sé lengur hægt að fara í berjamó í sumum brekkum. 13. september 2016 19:45 Eignuðust óvænt 60 kindur Tónlistarhjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson eru bændur í Berufirði. 17. maí 2014 09:30 Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Hjón sem gerðust bændur á Austfjörðum til nýsköpunar í matvælaframleiðslu segjast hafa rekist á veggi hjá Byggðastofnun og segja stuðningskerfi landbúnaðarins algerlega sniðið að hefðbundnum búskap. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við þau Berglindi Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson, sem fyrir þremur árum fluttu úr Reykjavík og keyptu jörðina Karlsstaði á Berufjarðarströnd. Berglind er þekkt sem útvarpsmaður og Svavar Pétur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Á Karlsstöðum breyttu þau gamla fjósinu í matvælaiðju. Þau framleiða bæði gulrófnaflögur og grænmetispylsur, kallaðar Bulsur, og hráefnið kemur af þeirra eigin akri. Þau höfðu séð auglýsingu frá Byggðastofnun um lán til jarðakaupa, sóttu um en var synjað. Þau segjast þá hafa leitað til Íslandsbanka og þar hafi þau notið velvildar. „En finnst dálítið skrýtið á sama tíma og við vorum þarna með viðskiptahugmynd og plan um að byggja upp rekstur á svolítið nýjum grunni, þá skyldum við fá synjun,” segir Svavar Pétur. „Ráðamenn þreytast ekkert á að skreyta sig í ræðum með nýsköpun og lífrænni ræktun, - og allt þetta sem við erum að gera, - tala um fjölbreytni og fjölbreytta atvinnustarfsemi á landsbyggðinni,” segir Berglind. „Það er alltaf verið að tala um þetta. Svo er bara svo merkilegt að lenda svona á vegg þegar maður er kominn í þetta,” segir Berglind og Svavar Pétur bætur við að þetta sé bara í orði. Það sé ekkert að gerast. Gamla bæinn tóku þau undir gistihús og breyttu hlöðunni í veitingastað og tónleikasal en þau njóta góðs af staðsetningu við hringveginn. „Kerfið er algerlega byggt upp fyrir þennan hefðbundna landbúnað og hann á algerlega rétt á sér. Þetta þarf bara að vinna saman. Sauðfjárbúskapurinn og mjólkurbúskapurinn, grænmetisræktin og nýsköpunin þarf allt að vinna saman og það eiga allir að vera jafnréttháir,” segir Svavar Pétur. Nánar var rætt við þau í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld sem fjallaði um sveitabyggðina við Berufjörð.
Djúpivogur Um land allt Tengdar fréttir Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45 Ólystugt að fara í berjamó vegna saurs ferðamanna Bóndi við Berufjörð segir salernisskort ferðamanna svo skelfilegan að ekki sé lengur hægt að fara í berjamó í sumum brekkum. 13. september 2016 19:45 Eignuðust óvænt 60 kindur Tónlistarhjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson eru bændur í Berufirði. 17. maí 2014 09:30 Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45
Ólystugt að fara í berjamó vegna saurs ferðamanna Bóndi við Berufjörð segir salernisskort ferðamanna svo skelfilegan að ekki sé lengur hægt að fara í berjamó í sumum brekkum. 13. september 2016 19:45
Eignuðust óvænt 60 kindur Tónlistarhjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson eru bændur í Berufirði. 17. maí 2014 09:30
Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15