Byggðastofnun synjaði en bankinn sá ljós í nýsköpun Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2017 21:45 Hjón sem gerðust bændur á Austfjörðum til nýsköpunar í matvælaframleiðslu segjast hafa rekist á veggi hjá Byggðastofnun og segja stuðningskerfi landbúnaðarins algerlega sniðið að hefðbundnum búskap. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við þau Berglindi Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson, sem fyrir þremur árum fluttu úr Reykjavík og keyptu jörðina Karlsstaði á Berufjarðarströnd. Berglind er þekkt sem útvarpsmaður og Svavar Pétur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Á Karlsstöðum breyttu þau gamla fjósinu í matvælaiðju. Þau framleiða bæði gulrófnaflögur og grænmetispylsur, kallaðar Bulsur, og hráefnið kemur af þeirra eigin akri. Þau höfðu séð auglýsingu frá Byggðastofnun um lán til jarðakaupa, sóttu um en var synjað. Þau segjast þá hafa leitað til Íslandsbanka og þar hafi þau notið velvildar. „En finnst dálítið skrýtið á sama tíma og við vorum þarna með viðskiptahugmynd og plan um að byggja upp rekstur á svolítið nýjum grunni, þá skyldum við fá synjun,” segir Svavar Pétur. „Ráðamenn þreytast ekkert á að skreyta sig í ræðum með nýsköpun og lífrænni ræktun, - og allt þetta sem við erum að gera, - tala um fjölbreytni og fjölbreytta atvinnustarfsemi á landsbyggðinni,” segir Berglind. „Það er alltaf verið að tala um þetta. Svo er bara svo merkilegt að lenda svona á vegg þegar maður er kominn í þetta,” segir Berglind og Svavar Pétur bætur við að þetta sé bara í orði. Það sé ekkert að gerast. Gamla bæinn tóku þau undir gistihús og breyttu hlöðunni í veitingastað og tónleikasal en þau njóta góðs af staðsetningu við hringveginn. „Kerfið er algerlega byggt upp fyrir þennan hefðbundna landbúnað og hann á algerlega rétt á sér. Þetta þarf bara að vinna saman. Sauðfjárbúskapurinn og mjólkurbúskapurinn, grænmetisræktin og nýsköpunin þarf allt að vinna saman og það eiga allir að vera jafnréttháir,” segir Svavar Pétur. Nánar var rætt við þau í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld sem fjallaði um sveitabyggðina við Berufjörð. Djúpivogur Um land allt Tengdar fréttir Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45 Ólystugt að fara í berjamó vegna saurs ferðamanna Bóndi við Berufjörð segir salernisskort ferðamanna svo skelfilegan að ekki sé lengur hægt að fara í berjamó í sumum brekkum. 13. september 2016 19:45 Eignuðust óvænt 60 kindur Tónlistarhjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson eru bændur í Berufirði. 17. maí 2014 09:30 Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Hjón sem gerðust bændur á Austfjörðum til nýsköpunar í matvælaframleiðslu segjast hafa rekist á veggi hjá Byggðastofnun og segja stuðningskerfi landbúnaðarins algerlega sniðið að hefðbundnum búskap. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við þau Berglindi Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson, sem fyrir þremur árum fluttu úr Reykjavík og keyptu jörðina Karlsstaði á Berufjarðarströnd. Berglind er þekkt sem útvarpsmaður og Svavar Pétur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Á Karlsstöðum breyttu þau gamla fjósinu í matvælaiðju. Þau framleiða bæði gulrófnaflögur og grænmetispylsur, kallaðar Bulsur, og hráefnið kemur af þeirra eigin akri. Þau höfðu séð auglýsingu frá Byggðastofnun um lán til jarðakaupa, sóttu um en var synjað. Þau segjast þá hafa leitað til Íslandsbanka og þar hafi þau notið velvildar. „En finnst dálítið skrýtið á sama tíma og við vorum þarna með viðskiptahugmynd og plan um að byggja upp rekstur á svolítið nýjum grunni, þá skyldum við fá synjun,” segir Svavar Pétur. „Ráðamenn þreytast ekkert á að skreyta sig í ræðum með nýsköpun og lífrænni ræktun, - og allt þetta sem við erum að gera, - tala um fjölbreytni og fjölbreytta atvinnustarfsemi á landsbyggðinni,” segir Berglind. „Það er alltaf verið að tala um þetta. Svo er bara svo merkilegt að lenda svona á vegg þegar maður er kominn í þetta,” segir Berglind og Svavar Pétur bætur við að þetta sé bara í orði. Það sé ekkert að gerast. Gamla bæinn tóku þau undir gistihús og breyttu hlöðunni í veitingastað og tónleikasal en þau njóta góðs af staðsetningu við hringveginn. „Kerfið er algerlega byggt upp fyrir þennan hefðbundna landbúnað og hann á algerlega rétt á sér. Þetta þarf bara að vinna saman. Sauðfjárbúskapurinn og mjólkurbúskapurinn, grænmetisræktin og nýsköpunin þarf allt að vinna saman og það eiga allir að vera jafnréttháir,” segir Svavar Pétur. Nánar var rætt við þau í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld sem fjallaði um sveitabyggðina við Berufjörð.
Djúpivogur Um land allt Tengdar fréttir Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45 Ólystugt að fara í berjamó vegna saurs ferðamanna Bóndi við Berufjörð segir salernisskort ferðamanna svo skelfilegan að ekki sé lengur hægt að fara í berjamó í sumum brekkum. 13. september 2016 19:45 Eignuðust óvænt 60 kindur Tónlistarhjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson eru bændur í Berufirði. 17. maí 2014 09:30 Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45
Ólystugt að fara í berjamó vegna saurs ferðamanna Bóndi við Berufjörð segir salernisskort ferðamanna svo skelfilegan að ekki sé lengur hægt að fara í berjamó í sumum brekkum. 13. september 2016 19:45
Eignuðust óvænt 60 kindur Tónlistarhjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson eru bændur í Berufirði. 17. maí 2014 09:30
Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15