Youtube og Disney slíta sig frá PewDiePie vegna meints gyðingahaturs Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2017 20:00 PewDiePie eða Felix Kjellberg. Youtube og Disney hafa slitið tengslum sínum við vinsælustu Youtube-stjörnu heimsins vegna meints gyðingahaturs hans. Google hefur hætt við framleiðslu annarrar þáttaraðar raunveruleikaþátta PewDiePie, sem heitir í raun Felix Kjellberg, og dregið úr aðgengi hans að auglýsingum í gegnum kerfi Google. Ákvörðun Youtube er í kjölfar ákvörðunar Maker Studios, sem eru í eigu Disney og í raun eiga Youtube-rás Kjellberg, en þeir slitu tengslum sínum við hann í gær.Kjellberg er sagður hafa birt nokkur myndbönd á undanförnum mánuði sem innihalda ummæli og brandara um gyðinga sem gætu talist niðrandi. Í einu myndbandinu greiddi hann tveimur indverskum mönnum fimm dali í gegnum Fiverr fyrir að halda á skilti sem á stóð: „Death to all Jews“ eða „Drepum alla gyðinga“. Umrætt myndband má sjá hér að neðan. Skiltið fer á loft eftir rúmar ellefu mínútur.Samkvæmt frétt Variety heldur Kjellberg því fram að tilgangur myndbandsins hafi verið að sýna fram á hve fáránlegar þjónustur eins og Fiverr eru. Þar er hægt að borga fólki fimm dali fyrir að gera hvað sem er. Hann segir að myndbönd sín séu til skemmtunar og ekki eigi að horfa á þau sem pólitískar yfirlýsingar. Þó segist hann átta sig á því að brandararnir hafi verið móðgandi. Indverjarnir tveir segja að reikningi þeirra á Fiverr hafi verið lokað, en þeir birtu myndband á Youtube þar sem þeir biðjast afsökunar og segjast ekki hafa áttað sig á því hvað þeir væru að gera. Þeir hafi ekki skilið hvað þeir hafi skilað á skiltið. Leikjavísir Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Youtube og Disney hafa slitið tengslum sínum við vinsælustu Youtube-stjörnu heimsins vegna meints gyðingahaturs hans. Google hefur hætt við framleiðslu annarrar þáttaraðar raunveruleikaþátta PewDiePie, sem heitir í raun Felix Kjellberg, og dregið úr aðgengi hans að auglýsingum í gegnum kerfi Google. Ákvörðun Youtube er í kjölfar ákvörðunar Maker Studios, sem eru í eigu Disney og í raun eiga Youtube-rás Kjellberg, en þeir slitu tengslum sínum við hann í gær.Kjellberg er sagður hafa birt nokkur myndbönd á undanförnum mánuði sem innihalda ummæli og brandara um gyðinga sem gætu talist niðrandi. Í einu myndbandinu greiddi hann tveimur indverskum mönnum fimm dali í gegnum Fiverr fyrir að halda á skilti sem á stóð: „Death to all Jews“ eða „Drepum alla gyðinga“. Umrætt myndband má sjá hér að neðan. Skiltið fer á loft eftir rúmar ellefu mínútur.Samkvæmt frétt Variety heldur Kjellberg því fram að tilgangur myndbandsins hafi verið að sýna fram á hve fáránlegar þjónustur eins og Fiverr eru. Þar er hægt að borga fólki fimm dali fyrir að gera hvað sem er. Hann segir að myndbönd sín séu til skemmtunar og ekki eigi að horfa á þau sem pólitískar yfirlýsingar. Þó segist hann átta sig á því að brandararnir hafi verið móðgandi. Indverjarnir tveir segja að reikningi þeirra á Fiverr hafi verið lokað, en þeir birtu myndband á Youtube þar sem þeir biðjast afsökunar og segjast ekki hafa áttað sig á því hvað þeir væru að gera. Þeir hafi ekki skilið hvað þeir hafi skilað á skiltið.
Leikjavísir Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira