Ólafía verður með frænda sinn á pokanum í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2017 12:15 Ólafía slær af teig á Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum. MYND/GSIMYNDIR.NET/SETH Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í kvöld leik á LPGA-mótinu ISPS Handa sem fer fram í Adelaide í Ástralíu. Ólafía hélt utan um helgina eftir að hafa dvalið á Íslandi síðustu vikurnar. „Ferðalagið var þægilegt og svefninn er allur að koma til,“ sagði Ólafía í samtali við Vísi. „Ég vakna samt stundum um miðja nótt.“ Hún segir að æfingar hafi gengið vel í Ástralíu og að aðstæður séu frábærar. „Völlurinn er skemmtilegur. Flatirnar eru ef til vill helst varasamar enda ekki mjög stórarar. Þær eru líka hægar miðað við Bahamas, en samt góðar.“ Ólafía náði frábærum árangri á hennar fyrsta LPGA-móti, er hún komst í gegnum niðurskurðinn á Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum og hafnaði í 69. sæti. Sjá einnig: Búumst við enn betri árangri hjá Ólafíu í Ástralíu „Markmiðið mitt er að bæta mig og vera í andlegu jafnvægi. Þá kemur allt hitt að sjálfu sér,“ sagði hún en eftir frábæra byrjun á Bahamaeyjum gaf Ólafía eftir á þriðja keppnisdegi. Hún segist hafa verið heppin með veður í Ástralíu og að hitinn sé ekki óbærilegur eins og hann vill oft verða á þessum slóðum um þetta leyti. „Það er búið að vera mjög heitt í Ástralíu en ekki of heitt síðustu dagana. Það getur þó orðið vindasamt þannig að það verður gott að byrja snemma um morguninn fyrsta daginn,“ segir Ólafía en hún á rástíma klukkan 07.11 að staðartíma - klukkan 20.41 að íslenskum tíma í kvöld. Sjá einnig: Ólafía Þórunn mætir besta kylfingi heims í næsta móti Ólafía er ekki enn komin með atvinnukylfubera og verður með Guðlaug frænda sinn á pokanum þetta mótið. Hann býr í Brisbane sem er í þriggja tíma fjarlægð frá Adelaide með flugi. „Hann er legend,“ segir hún í léttum dúr. „Ég er ekki enn búin að finna mér atvinnukylfubera þannig að ég er svolítið að skipta eftir hentugleika.“ „Ég er samt búin að fá nokkrar góðar ráðleggingar frá nokkrum vinkonum hérna á túrnum þannig að kannski prófa ég atvinnumann í Phoenix, ef ég finn einhvern sem virðist henta mér,“ sagði Ólafía enn fremur. Mótið sem hún nefnir í Phoniex fer fram um miðjan marsmánuð. Golf Tengdar fréttir Jón Jónsson var leynivopn Ólafíu og hann fór hjá sér: "Maður roðnar bara“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir nýtti sér töfra Hafnfirðingsins til að hjálpa sér á lokahringnum. 30. janúar 2017 09:00 Ólafía Þórunn náði ekki að hækka sig á heimslistanum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 606. sæti heimslistans í golfi sem gefinn var út í gær. Ólafía stendur í stað á heimslistanum. 31. janúar 2017 17:30 Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00 Búumst við enn betri árangri hjá Ólafíu í Ástralíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur keppni í kvöld á sínu öðru móti á LPGA-mótaröðinni. Nú er keppt í Adelaide í Ástralíu en þjálfari hennar segir að hún hafi nýtt tímann eftir síðasta mót til að safna kröftum. 15. febrúar 2017 06:00 Ólafía Þórunn mætir besta kylfingi heims í næsta móti Íslenski kylfingurinn sem sló í gegn í frumraun sinni keppir næst á sterku móti í Ástralíu. 31. janúar 2017 08:30 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í kvöld leik á LPGA-mótinu ISPS Handa sem fer fram í Adelaide í Ástralíu. Ólafía hélt utan um helgina eftir að hafa dvalið á Íslandi síðustu vikurnar. „Ferðalagið var þægilegt og svefninn er allur að koma til,“ sagði Ólafía í samtali við Vísi. „Ég vakna samt stundum um miðja nótt.“ Hún segir að æfingar hafi gengið vel í Ástralíu og að aðstæður séu frábærar. „Völlurinn er skemmtilegur. Flatirnar eru ef til vill helst varasamar enda ekki mjög stórarar. Þær eru líka hægar miðað við Bahamas, en samt góðar.“ Ólafía náði frábærum árangri á hennar fyrsta LPGA-móti, er hún komst í gegnum niðurskurðinn á Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum og hafnaði í 69. sæti. Sjá einnig: Búumst við enn betri árangri hjá Ólafíu í Ástralíu „Markmiðið mitt er að bæta mig og vera í andlegu jafnvægi. Þá kemur allt hitt að sjálfu sér,“ sagði hún en eftir frábæra byrjun á Bahamaeyjum gaf Ólafía eftir á þriðja keppnisdegi. Hún segist hafa verið heppin með veður í Ástralíu og að hitinn sé ekki óbærilegur eins og hann vill oft verða á þessum slóðum um þetta leyti. „Það er búið að vera mjög heitt í Ástralíu en ekki of heitt síðustu dagana. Það getur þó orðið vindasamt þannig að það verður gott að byrja snemma um morguninn fyrsta daginn,“ segir Ólafía en hún á rástíma klukkan 07.11 að staðartíma - klukkan 20.41 að íslenskum tíma í kvöld. Sjá einnig: Ólafía Þórunn mætir besta kylfingi heims í næsta móti Ólafía er ekki enn komin með atvinnukylfubera og verður með Guðlaug frænda sinn á pokanum þetta mótið. Hann býr í Brisbane sem er í þriggja tíma fjarlægð frá Adelaide með flugi. „Hann er legend,“ segir hún í léttum dúr. „Ég er ekki enn búin að finna mér atvinnukylfubera þannig að ég er svolítið að skipta eftir hentugleika.“ „Ég er samt búin að fá nokkrar góðar ráðleggingar frá nokkrum vinkonum hérna á túrnum þannig að kannski prófa ég atvinnumann í Phoenix, ef ég finn einhvern sem virðist henta mér,“ sagði Ólafía enn fremur. Mótið sem hún nefnir í Phoniex fer fram um miðjan marsmánuð.
Golf Tengdar fréttir Jón Jónsson var leynivopn Ólafíu og hann fór hjá sér: "Maður roðnar bara“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir nýtti sér töfra Hafnfirðingsins til að hjálpa sér á lokahringnum. 30. janúar 2017 09:00 Ólafía Þórunn náði ekki að hækka sig á heimslistanum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 606. sæti heimslistans í golfi sem gefinn var út í gær. Ólafía stendur í stað á heimslistanum. 31. janúar 2017 17:30 Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00 Búumst við enn betri árangri hjá Ólafíu í Ástralíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur keppni í kvöld á sínu öðru móti á LPGA-mótaröðinni. Nú er keppt í Adelaide í Ástralíu en þjálfari hennar segir að hún hafi nýtt tímann eftir síðasta mót til að safna kröftum. 15. febrúar 2017 06:00 Ólafía Þórunn mætir besta kylfingi heims í næsta móti Íslenski kylfingurinn sem sló í gegn í frumraun sinni keppir næst á sterku móti í Ástralíu. 31. janúar 2017 08:30 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sjá meira
Jón Jónsson var leynivopn Ólafíu og hann fór hjá sér: "Maður roðnar bara“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir nýtti sér töfra Hafnfirðingsins til að hjálpa sér á lokahringnum. 30. janúar 2017 09:00
Ólafía Þórunn náði ekki að hækka sig á heimslistanum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 606. sæti heimslistans í golfi sem gefinn var út í gær. Ólafía stendur í stað á heimslistanum. 31. janúar 2017 17:30
Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær. 30. janúar 2017 06:00
Búumst við enn betri árangri hjá Ólafíu í Ástralíu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur keppni í kvöld á sínu öðru móti á LPGA-mótaröðinni. Nú er keppt í Adelaide í Ástralíu en þjálfari hennar segir að hún hafi nýtt tímann eftir síðasta mót til að safna kröftum. 15. febrúar 2017 06:00
Ólafía Þórunn mætir besta kylfingi heims í næsta móti Íslenski kylfingurinn sem sló í gegn í frumraun sinni keppir næst á sterku móti í Ástralíu. 31. janúar 2017 08:30