Umfjöllun: Afturelding - Valur 25-29 | Valsmenn unnu toppliðið Brynjar Ingi Erluson í N1-höllinni í Mosfellsbæ skrifar 15. febrúar 2017 21:00 Anton Rúnarsson skoraði sex mörk fyrir Val. vísir/stefán Valur vann góðan fjögurra marka sigur á Aftureldingu í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikið var í N1-höllinni við Varmá í Mosfellsbæ. Leiknum lauk með 29-25 sigri Vals en liðið er með 21 stig í fjórða sæti deildarinnar. Það eru níu dagar síðan liðin gerðu 25-25 jafntefli í Valshöllinni við Hlíðarenda en þá voru Valsmenn með fjögurra marka forystu í hálfleik en glutruðu henni niður í þeim síðari. Gestirnir voru ákveðnir í að það myndi ekki eiga sér stað aftur í kvöld en liðið var með forystu allan leikinn en staðan í hálfleik var 15-12 fyrir Val. Valur var mest sex mörkum yfir í leiknum en virtust gefa eftir þegar um það bil tíu mínútur voru eftir. Afturelding komst á flug og minnkaði muninn niður í tvö mörk. Heimamenn byrjuðu að hiksta þegar munurinn var svo lítill og gekk ekkert upp hjá þeim þrátt fyrir að Davíð Svansson væri að verja eins og berserkur. Valsmenn komust aftur í þægilega stöðu og undir lokin kláruðu þeir Josip Juric og Vignir Stefánsson dæmið til þess að loka leiknum algerlega. Lokatölur því 29-25 fyrir Val sem er áfram í fjórða sætinu með 21 stig. Afturelding gæti tapaði efsta sætinu en liðið er með 25 stig, stigi meira en Haukar sem eiga leik inni. Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður Aftureldingar, var að verja vel í byrjun leiks hjá heimamönnum, en lítið gekk hjá honum undir lok síðari. Davíð fékk tækifærið í síðari hálfleiknum og gerði ekki annað en að verja. Hann tók samtals 12 bolta. Hlynur Morthens var með 8 bolta fyrir Val en Sigurður Ingiberg Ólafsson með 4 bolta. Hann kom inn á undir lok fyrri hálfleiks og varði mikilvægt víti frá Árna Braga Eyjólfssyni og hélt sæti sínu megnið af síðari hálfleiknum. Orri Freyr Gíslason var frábær á línunni hjá Val og náði að koma inn sex mörkum á meðan Vignir Stefánsson átti hörkuleik í horninu. Hann setti sex mörk og nokkur af þeim afar mikilvæg. Anton Rúnarsson var þá lykilmaður í sókninni, átti hættulegar sendingar og reyndi á markverði Aftureldingar með föstum skotum. Gunnar Malmquist Þórsson fékk að líta rautt spjald fyrir þriðju brottvísun. Hann fékk tvisvar tvær mínútur fyrir klaufaleg brot og svo þriðju brottvísun fyrir vitlausa skiptingu. Alexander Örn Júlíusson fékk tvær tveggja brottvísanir hjá Val. Valsmenn litu afar vel út í leiknum en Afturelding var að tapa óþarfa boltum og það kostaði liðið. Það hefur ekki enn unnið deildarleik á þessu ári og gæti nú misst toppsætið eftir að hafa átt frábæran fyrri hluta tímabils. Valsmenn undirbúa sig nú af kappi fyrir Svartfjallaland en liðið fer í nótt og mun leika gegn Partizan í Áskorendakeppninni. Afturelding getur á meðan undirbúið sig fyrir úrslitahelgina í Coca-Cola bikarnum. Olís-deild karla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sjá meira
Valur vann góðan fjögurra marka sigur á Aftureldingu í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikið var í N1-höllinni við Varmá í Mosfellsbæ. Leiknum lauk með 29-25 sigri Vals en liðið er með 21 stig í fjórða sæti deildarinnar. Það eru níu dagar síðan liðin gerðu 25-25 jafntefli í Valshöllinni við Hlíðarenda en þá voru Valsmenn með fjögurra marka forystu í hálfleik en glutruðu henni niður í þeim síðari. Gestirnir voru ákveðnir í að það myndi ekki eiga sér stað aftur í kvöld en liðið var með forystu allan leikinn en staðan í hálfleik var 15-12 fyrir Val. Valur var mest sex mörkum yfir í leiknum en virtust gefa eftir þegar um það bil tíu mínútur voru eftir. Afturelding komst á flug og minnkaði muninn niður í tvö mörk. Heimamenn byrjuðu að hiksta þegar munurinn var svo lítill og gekk ekkert upp hjá þeim þrátt fyrir að Davíð Svansson væri að verja eins og berserkur. Valsmenn komust aftur í þægilega stöðu og undir lokin kláruðu þeir Josip Juric og Vignir Stefánsson dæmið til þess að loka leiknum algerlega. Lokatölur því 29-25 fyrir Val sem er áfram í fjórða sætinu með 21 stig. Afturelding gæti tapaði efsta sætinu en liðið er með 25 stig, stigi meira en Haukar sem eiga leik inni. Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður Aftureldingar, var að verja vel í byrjun leiks hjá heimamönnum, en lítið gekk hjá honum undir lok síðari. Davíð fékk tækifærið í síðari hálfleiknum og gerði ekki annað en að verja. Hann tók samtals 12 bolta. Hlynur Morthens var með 8 bolta fyrir Val en Sigurður Ingiberg Ólafsson með 4 bolta. Hann kom inn á undir lok fyrri hálfleiks og varði mikilvægt víti frá Árna Braga Eyjólfssyni og hélt sæti sínu megnið af síðari hálfleiknum. Orri Freyr Gíslason var frábær á línunni hjá Val og náði að koma inn sex mörkum á meðan Vignir Stefánsson átti hörkuleik í horninu. Hann setti sex mörk og nokkur af þeim afar mikilvæg. Anton Rúnarsson var þá lykilmaður í sókninni, átti hættulegar sendingar og reyndi á markverði Aftureldingar með föstum skotum. Gunnar Malmquist Þórsson fékk að líta rautt spjald fyrir þriðju brottvísun. Hann fékk tvisvar tvær mínútur fyrir klaufaleg brot og svo þriðju brottvísun fyrir vitlausa skiptingu. Alexander Örn Júlíusson fékk tvær tveggja brottvísanir hjá Val. Valsmenn litu afar vel út í leiknum en Afturelding var að tapa óþarfa boltum og það kostaði liðið. Það hefur ekki enn unnið deildarleik á þessu ári og gæti nú misst toppsætið eftir að hafa átt frábæran fyrri hluta tímabils. Valsmenn undirbúa sig nú af kappi fyrir Svartfjallaland en liðið fer í nótt og mun leika gegn Partizan í Áskorendakeppninni. Afturelding getur á meðan undirbúið sig fyrir úrslitahelgina í Coca-Cola bikarnum.
Olís-deild karla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sjá meira