Ráðherra tryggi sama frjálsræði í lyfjasölu og er á Norðurlöndum Brynjúlfur Guðmundsson skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Hömlur á sölu lausasölulyfja eru umtalsvert meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum og í flestum löndum Norður-Evrópu, og er löngu tímabært að lagalegt umhverfi fyrir lausasölulyf hér á landi verði lagað að þeim viðmiðum sem gilda í nágrannalöndum okkar. Lausasölulyf eru m.a. væg verkjalyf, nikótínlyf, ofnæmislyf og magalyf, sem heimilt er að kaupa án lyfseðils. Samkvæmt skýrslu frá 2015, sem Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur gerði fyrir vinnuhóp um lausasölulyf innan Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), myndu beinustu áhrifin af breyttu sölufyrirkomulagi lausasölulyfja verða bætt aðgengi neytenda að umræddum lyfjum. Það helgast m.a. af því að sölustaðir yrðu fleiri, opnunartímar lengri og óbeinn kostnaður neytenda þannig lægri. Lítil þorp úti á landi og ferðamannastaðir, þar sem ekki eru apótek, hefðu mikinn hag af breytingunni því hægt væri að bjóða upp á takmarkað úrval lyfja til sölu á þessum stöðum, öfugt við það sem nú er. Jafnframt myndi aðgengi að lausasölulyfjum batna töluvert um helgar og á kvöldin, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, ef umræddar breytingar næðu fram að ganga. Þá sýnir reynslan á Norðurlöndunum að misnotkun og eitranir vegna lausasölulyfja hafa ekki aukist samfara auknu aðgengi almennings að þessum lyfjum.Auðvelda þarf samanburðÍ dag má einungis selja lausasölulyf hérlendis í apótekum og verða þau að vera geymd bak við afgreiðsluborðið, ef undan eru skildar smæstu einingar nikótínlyfja. Í nágrannalöndum okkar er hins vegar heimilt að selja umtalsverðan fjölda lausasölulyfja í almennum verslunum og söluturnum, og þau má hafa til sýnis fyrir framan búðarborð apóteka. Lausasölulyf hafa verið í slíku sjálfvali í áratugi í apótekum í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og nýlega bættist Danmörk í hópinn. Þar geta viðskiptavinir borið saman þau lyf sem eru í boði, s.s. verð, styrkleika- og pakkningastærðir, virkni og fleira. Neytendur á Íslandi geta ekki gert þennan samanburð á lausasölulyfjum í apótekum hérlendis – og ekki er útlit fyrir að breytingar verði þar á í nánustu framtíð, nema nýkjörið Alþingi og sú ríkisstjórn sem nú er komin til valda taki sig til og breyti núgildandi lyfjalögum, sem og þeirri stefnu sem síðasta ríkisstjórn var búin að marka í þessum efnum, og birtist í frumvarpi að nýjum lyfjalögum sem lagt var fram á síðasta þingi.Alger viðsnúningurÁnægjulegt var að sjá að í drögum að nýjum lyfjalögum, sem kynnt voru hagsmunaaðilum í janúar 2016, var gert ráð fyrir að Lyfjastofnun gæti veitt heimild til sölu lausasölulyfja í almennum verslunum á grundvelli takmarkaðs lyfsöluleyfis. Það reyndist þó skammgóður vermir, því við frekari vinnu við frumvarpið í heilbrigðisráðuneytinu virðist hafa orðið alger viðsnúningur frá þeirri leið sem mörkuð hafði verið til aukinnar samkeppni á lyfjamarkaði í upphaflegum drögum að frumvarpinu – þrátt fyrir að í 1. gr. þess sé skilmerkilega tekið fram að markmið laganna sé að „tryggja landsmönnum nægjanlegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með sem hagkvæmastri dreifingu þeirra á grundvelli eðlilegrar samkeppni og í samræmi við þær reglur sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu“. Í lokaútgáfu frumvarps til lyfjalaga, sem lagt var fyrir Alþingi vorið 2016, er sala á lausasölulyfjum í almennum verslunum landsins áfram bundin við minnstu pakkningar nikótínlyfja og flúorlyfja, en tekið fram að heimilt sé að veita undanþágu frá þessu ákvæði, þó einungis á þeim stöðum þar sem ekki er lyfjabúð eða lyfjaútibú.Fagleg rök skortirUmrætt orðalag er nær óbreytt frá núverandi ákvæði í lyfjalögum og á sér hvorki vísindaleg né fagleg rök, að mati okkar sem eigum aðild að vinnuhópi um málefni lausasölulyfja innan SVÞ. Lýstum við yfir miklum vonbrigðum með þessa niðurstöðu í umsögn okkar um frumvarpið sl. sumar, ekki síst þar sem engin efnisleg rök voru heldur sett þar fram fyrir því að viðhalda öðru fyrirkomulagi á sölu lausasölulyfja hérlendis, en gildir í þeim nágrannalöndum okkar sem við viljum almennt bera okkur saman við í flestum málum. Það skal einnig áréttað að lausasöluhópur SVÞ var langt frá því eini umsagnaraðili um umrætt frumvarp að lyfjalögum, sem styður að sala á lausasölulyfjum verði leyfð í almennum verslunum og sjálfval verði leyft í apótekum hérlendis. Þar á meðal eru Alþýðusamband Íslands, Samkeppniseftirlitið, Viðskiptaráð og stjórn Samtaka verslunar og þjónustu. Við hvetjum því nýjan heilbrigðisráðherra til að gera bragarbót í þessum efnum, áður en frumvarp til lyfjalaga verður lagt fyrir nýtt Alþingi, með því að taka að nýju inn í frumvarpið þau ákvæði sem tekin voru úr því. Þannig má tryggja sambærilegt frjálsræði í lyfjasölu á Íslandi og ríkir á hinum Norðurlöndunum, til hagsbóta fyrir neytendur og allan almenning.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hömlur á sölu lausasölulyfja eru umtalsvert meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum og í flestum löndum Norður-Evrópu, og er löngu tímabært að lagalegt umhverfi fyrir lausasölulyf hér á landi verði lagað að þeim viðmiðum sem gilda í nágrannalöndum okkar. Lausasölulyf eru m.a. væg verkjalyf, nikótínlyf, ofnæmislyf og magalyf, sem heimilt er að kaupa án lyfseðils. Samkvæmt skýrslu frá 2015, sem Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur gerði fyrir vinnuhóp um lausasölulyf innan Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), myndu beinustu áhrifin af breyttu sölufyrirkomulagi lausasölulyfja verða bætt aðgengi neytenda að umræddum lyfjum. Það helgast m.a. af því að sölustaðir yrðu fleiri, opnunartímar lengri og óbeinn kostnaður neytenda þannig lægri. Lítil þorp úti á landi og ferðamannastaðir, þar sem ekki eru apótek, hefðu mikinn hag af breytingunni því hægt væri að bjóða upp á takmarkað úrval lyfja til sölu á þessum stöðum, öfugt við það sem nú er. Jafnframt myndi aðgengi að lausasölulyfjum batna töluvert um helgar og á kvöldin, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, ef umræddar breytingar næðu fram að ganga. Þá sýnir reynslan á Norðurlöndunum að misnotkun og eitranir vegna lausasölulyfja hafa ekki aukist samfara auknu aðgengi almennings að þessum lyfjum.Auðvelda þarf samanburðÍ dag má einungis selja lausasölulyf hérlendis í apótekum og verða þau að vera geymd bak við afgreiðsluborðið, ef undan eru skildar smæstu einingar nikótínlyfja. Í nágrannalöndum okkar er hins vegar heimilt að selja umtalsverðan fjölda lausasölulyfja í almennum verslunum og söluturnum, og þau má hafa til sýnis fyrir framan búðarborð apóteka. Lausasölulyf hafa verið í slíku sjálfvali í áratugi í apótekum í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og nýlega bættist Danmörk í hópinn. Þar geta viðskiptavinir borið saman þau lyf sem eru í boði, s.s. verð, styrkleika- og pakkningastærðir, virkni og fleira. Neytendur á Íslandi geta ekki gert þennan samanburð á lausasölulyfjum í apótekum hérlendis – og ekki er útlit fyrir að breytingar verði þar á í nánustu framtíð, nema nýkjörið Alþingi og sú ríkisstjórn sem nú er komin til valda taki sig til og breyti núgildandi lyfjalögum, sem og þeirri stefnu sem síðasta ríkisstjórn var búin að marka í þessum efnum, og birtist í frumvarpi að nýjum lyfjalögum sem lagt var fram á síðasta þingi.Alger viðsnúningurÁnægjulegt var að sjá að í drögum að nýjum lyfjalögum, sem kynnt voru hagsmunaaðilum í janúar 2016, var gert ráð fyrir að Lyfjastofnun gæti veitt heimild til sölu lausasölulyfja í almennum verslunum á grundvelli takmarkaðs lyfsöluleyfis. Það reyndist þó skammgóður vermir, því við frekari vinnu við frumvarpið í heilbrigðisráðuneytinu virðist hafa orðið alger viðsnúningur frá þeirri leið sem mörkuð hafði verið til aukinnar samkeppni á lyfjamarkaði í upphaflegum drögum að frumvarpinu – þrátt fyrir að í 1. gr. þess sé skilmerkilega tekið fram að markmið laganna sé að „tryggja landsmönnum nægjanlegt framboð af nauðsynlegum lyfjum með sem hagkvæmastri dreifingu þeirra á grundvelli eðlilegrar samkeppni og í samræmi við þær reglur sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu“. Í lokaútgáfu frumvarps til lyfjalaga, sem lagt var fyrir Alþingi vorið 2016, er sala á lausasölulyfjum í almennum verslunum landsins áfram bundin við minnstu pakkningar nikótínlyfja og flúorlyfja, en tekið fram að heimilt sé að veita undanþágu frá þessu ákvæði, þó einungis á þeim stöðum þar sem ekki er lyfjabúð eða lyfjaútibú.Fagleg rök skortirUmrætt orðalag er nær óbreytt frá núverandi ákvæði í lyfjalögum og á sér hvorki vísindaleg né fagleg rök, að mati okkar sem eigum aðild að vinnuhópi um málefni lausasölulyfja innan SVÞ. Lýstum við yfir miklum vonbrigðum með þessa niðurstöðu í umsögn okkar um frumvarpið sl. sumar, ekki síst þar sem engin efnisleg rök voru heldur sett þar fram fyrir því að viðhalda öðru fyrirkomulagi á sölu lausasölulyfja hérlendis, en gildir í þeim nágrannalöndum okkar sem við viljum almennt bera okkur saman við í flestum málum. Það skal einnig áréttað að lausasöluhópur SVÞ var langt frá því eini umsagnaraðili um umrætt frumvarp að lyfjalögum, sem styður að sala á lausasölulyfjum verði leyfð í almennum verslunum og sjálfval verði leyft í apótekum hérlendis. Þar á meðal eru Alþýðusamband Íslands, Samkeppniseftirlitið, Viðskiptaráð og stjórn Samtaka verslunar og þjónustu. Við hvetjum því nýjan heilbrigðisráðherra til að gera bragarbót í þessum efnum, áður en frumvarp til lyfjalaga verður lagt fyrir nýtt Alþingi, með því að taka að nýju inn í frumvarpið þau ákvæði sem tekin voru úr því. Þannig má tryggja sambærilegt frjálsræði í lyfjasölu á Íslandi og ríkir á hinum Norðurlöndunum, til hagsbóta fyrir neytendur og allan almenning.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun