ATH. Þétting er víst lausnin Björn Teitsson skrifar 16. febrúar 2017 14:45 Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði í Bítinu að morgni 16. febrúar að áherslur Reykjavíkurborgar á þéttingu byggðar í borginni á kostnað jaðarsvæða séu ekki til þess fallnar að auðvelda ungu fólki að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfi að axla sameiginlega ábyrgð á því að tryggja að nægt lóðaframboð sé hverju sinni. Þetta er mikil skammsýni og einfaldlega rangt. Þróunin, eins og hún er, er jákvæð. Hún gengur hægt en jákvæð engu að síður. Í jafn gisinni borg og Reykjavík er þétting byggðar lífsnauðsynleg. Til að stytta vegalengdir, til að auka lífsgæði, til að létta álagi á umferðaræðar, til að stuðla að sjálfbærum samgöngumátum. Þegar hugsað er um kostnað þarf nefnilega að taka fleiri atriði með í reikninginn en lóðaverð. Lóðir gætu verið ódýrari í útjaðri borgarinnar en þar tekur við annar kostnaður. Fólk er þar með knúið til að kaupa og reka bíl, sem lækkar ráðstöfunartekjur um 50-100 þúsund krónur á mánuði. Ný hverfi kalla á nýjar götur (dýrt), viðhald gatna (dýrt), nýja skóla (dýrt) og byggir múra milli fólks með þungum umferðaræðum. Svo ekki sé minnst á tímann. Og mengunina og kostnaðinn sem felst í auknu byggingarmagni glænýrra hverfa. Jeminn eini. Sé ekki nóg að minnast á að tími eru peningar (sem er glatað en ok) þá eru líka töpuð lífsgæði sem felast í tíma sem er eytt, ekki varið, heldur eytt, í umferð á hverjum degi. Fólk á til að gleyma þegar það skammast út í „lattélepjandi“ miðbæjarfólk, að helstu atvinnuveitendur borgarinnar (og landsins) eru í póstnúmerum 101, 104 og 105. Þar á meðal eru Landspítalinn, Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Landsbankinn, Eimskip... uppskipunarhafnir og öll útgerðin. Bara til að nefna brotabrot. Þar eru einnig helstu menntastofnanir; Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík þar sem rúmlega 20 þúsund manns stunda framhaldsnám. Það þjónar hagsmunum fólksins, íbúana, borgarinnar, landsins alls og þjóðarinnar allrar, að fólk eigi kost á að búa í námunda við þau svæði þar sem það stundar nám eða starfar. Þétting er lausnin. Að búa nálægt vinnu/skóla er lausnin. Að stytta vegalengdir er lausnin. Að létta álag á miðbænum með nýjum miðpunktum hverfa þar sem lífvænleg starfsemi í menningu, mat og drykk fær að þrífast, er lausnin. Að auka lífsgæði, draga úr mengun og hættu bílaumferðar, er lausnin. Það liggur í augum uppi. Það er reynsla allra borga sem teljast eftirsóttar til að búa í beggja vegna Atlantshafsins. Lærum af reynslunni í guðanna bænum og hættum að hneigja okkur eftir þörfum hagsmunaaðila sem er drullusama um lífsgæði ykkar; fólksins sem byggir þessa borg og gestanna sem sækja hana heim. (Þessi grein er byggð á stöðuuppfærslu af facebook frá október 2016. Það er virkilega sorglegt að geta endurtekið næstum hvert einasta orð, óbreytt). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði í Bítinu að morgni 16. febrúar að áherslur Reykjavíkurborgar á þéttingu byggðar í borginni á kostnað jaðarsvæða séu ekki til þess fallnar að auðvelda ungu fólki að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfi að axla sameiginlega ábyrgð á því að tryggja að nægt lóðaframboð sé hverju sinni. Þetta er mikil skammsýni og einfaldlega rangt. Þróunin, eins og hún er, er jákvæð. Hún gengur hægt en jákvæð engu að síður. Í jafn gisinni borg og Reykjavík er þétting byggðar lífsnauðsynleg. Til að stytta vegalengdir, til að auka lífsgæði, til að létta álagi á umferðaræðar, til að stuðla að sjálfbærum samgöngumátum. Þegar hugsað er um kostnað þarf nefnilega að taka fleiri atriði með í reikninginn en lóðaverð. Lóðir gætu verið ódýrari í útjaðri borgarinnar en þar tekur við annar kostnaður. Fólk er þar með knúið til að kaupa og reka bíl, sem lækkar ráðstöfunartekjur um 50-100 þúsund krónur á mánuði. Ný hverfi kalla á nýjar götur (dýrt), viðhald gatna (dýrt), nýja skóla (dýrt) og byggir múra milli fólks með þungum umferðaræðum. Svo ekki sé minnst á tímann. Og mengunina og kostnaðinn sem felst í auknu byggingarmagni glænýrra hverfa. Jeminn eini. Sé ekki nóg að minnast á að tími eru peningar (sem er glatað en ok) þá eru líka töpuð lífsgæði sem felast í tíma sem er eytt, ekki varið, heldur eytt, í umferð á hverjum degi. Fólk á til að gleyma þegar það skammast út í „lattélepjandi“ miðbæjarfólk, að helstu atvinnuveitendur borgarinnar (og landsins) eru í póstnúmerum 101, 104 og 105. Þar á meðal eru Landspítalinn, Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Landsbankinn, Eimskip... uppskipunarhafnir og öll útgerðin. Bara til að nefna brotabrot. Þar eru einnig helstu menntastofnanir; Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík þar sem rúmlega 20 þúsund manns stunda framhaldsnám. Það þjónar hagsmunum fólksins, íbúana, borgarinnar, landsins alls og þjóðarinnar allrar, að fólk eigi kost á að búa í námunda við þau svæði þar sem það stundar nám eða starfar. Þétting er lausnin. Að búa nálægt vinnu/skóla er lausnin. Að stytta vegalengdir er lausnin. Að létta álag á miðbænum með nýjum miðpunktum hverfa þar sem lífvænleg starfsemi í menningu, mat og drykk fær að þrífast, er lausnin. Að auka lífsgæði, draga úr mengun og hættu bílaumferðar, er lausnin. Það liggur í augum uppi. Það er reynsla allra borga sem teljast eftirsóttar til að búa í beggja vegna Atlantshafsins. Lærum af reynslunni í guðanna bænum og hættum að hneigja okkur eftir þörfum hagsmunaaðila sem er drullusama um lífsgæði ykkar; fólksins sem byggir þessa borg og gestanna sem sækja hana heim. (Þessi grein er byggð á stöðuuppfærslu af facebook frá október 2016. Það er virkilega sorglegt að geta endurtekið næstum hvert einasta orð, óbreytt).
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar