Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2017 20:30 Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugvél Grænlandsflugs er að koma inn til lendingar á flugvellinum í Nuuk. Þetta er vél af gerðinni Bombardier Q 200, sérhæfð flugvél til lendingar á stuttum brautum, enda er brautin í Nuuk aðeins 950 metra löng. Svona vél tekur aðeins 37 farþega en grænlensk stjórnvöld vilja að þotur geti líka lent.Frá flugvellinum í Nuuk, höfuðborg Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonÞau hafa því kynnt áætlun um stórfelldar flugvallaframkvæmdir í landinu, sem fela í sér lengingu brautanna í Nuuk og Illulisat, auk þriggja nýrra flugvalla. Einhver mestu sóknarfæri Grænlands liggja klárlega í ferðaþjónustu en til að þau geti nýst telja grænlensk stjórnvöld lengingu flugbrautanna algjört lykilatriði. Eina millilandaflugið til Nuuk árið um kring er frá Reykjavík á vegum Flugfélags Íslands og borgarstjórinn, Asii Chemnitz Narup, sér fram á að lenging brautarinnar verði eitt þeirra verkefna sem styrki böndin við Ísland.Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Fljótlega fara af stað framkvæmdir við flugvöllinn þar sem flugbrautin verður lengd upp í 2200 metra. Það er verkefni á vegum landsstjórnarinnar sem við hlökkum til því við munum geta þróað ferðaþjónustu hjá okkur,” segir Asii Chemnitz Narup. „Við erum í nánu samstarfi við ferðaþjónustuna og atvinnulífið á Íslandi. Þetta styrkir enn böndin á milli þessara tveggja þjóða og það er mjög ánægjulegt,” segir borgarstjóri Nuuk. Guðmundur Þorsteinsson, eða Gujo, sem flutti til Grænlands fyrir 46 árum, segir stóru tækifæri landsins liggja í ferðaþjónustunni. Grænland sé augnakonfekt af hæstu gráðu.Guðmundur "Gujo" Þorsteinsson, verkefnisstjóri Kofoeds-skóla í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hann segist margoft fljúga yfir Grænland og í hvert sinn stari hann á landslagið með nefið í glugganum og sjái alltaf eitthvað nýtt. Af jörðu niðri sé Grænland einnig stórkostlegt fyrir ferðamenn. „Það vantar aðgengi. Það vantar flug,” segir Gujo, sem starfar sem verkefnisstjóri Kofoeds-skóla í Nuuk. Fjallað var um flugvallaáform Grænlendinga á Stöð 2 í haust en þá sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að lenging brautanna gæti lækkað fargjöldin milli Íslands og Grænlands. Stærri flugbrautir byðu upp á stærri flugvélar og möguleika á lægri sætiskostnaði. Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugvél Grænlandsflugs er að koma inn til lendingar á flugvellinum í Nuuk. Þetta er vél af gerðinni Bombardier Q 200, sérhæfð flugvél til lendingar á stuttum brautum, enda er brautin í Nuuk aðeins 950 metra löng. Svona vél tekur aðeins 37 farþega en grænlensk stjórnvöld vilja að þotur geti líka lent.Frá flugvellinum í Nuuk, höfuðborg Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonÞau hafa því kynnt áætlun um stórfelldar flugvallaframkvæmdir í landinu, sem fela í sér lengingu brautanna í Nuuk og Illulisat, auk þriggja nýrra flugvalla. Einhver mestu sóknarfæri Grænlands liggja klárlega í ferðaþjónustu en til að þau geti nýst telja grænlensk stjórnvöld lengingu flugbrautanna algjört lykilatriði. Eina millilandaflugið til Nuuk árið um kring er frá Reykjavík á vegum Flugfélags Íslands og borgarstjórinn, Asii Chemnitz Narup, sér fram á að lenging brautarinnar verði eitt þeirra verkefna sem styrki böndin við Ísland.Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Fljótlega fara af stað framkvæmdir við flugvöllinn þar sem flugbrautin verður lengd upp í 2200 metra. Það er verkefni á vegum landsstjórnarinnar sem við hlökkum til því við munum geta þróað ferðaþjónustu hjá okkur,” segir Asii Chemnitz Narup. „Við erum í nánu samstarfi við ferðaþjónustuna og atvinnulífið á Íslandi. Þetta styrkir enn böndin á milli þessara tveggja þjóða og það er mjög ánægjulegt,” segir borgarstjóri Nuuk. Guðmundur Þorsteinsson, eða Gujo, sem flutti til Grænlands fyrir 46 árum, segir stóru tækifæri landsins liggja í ferðaþjónustunni. Grænland sé augnakonfekt af hæstu gráðu.Guðmundur "Gujo" Þorsteinsson, verkefnisstjóri Kofoeds-skóla í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hann segist margoft fljúga yfir Grænland og í hvert sinn stari hann á landslagið með nefið í glugganum og sjái alltaf eitthvað nýtt. Af jörðu niðri sé Grænland einnig stórkostlegt fyrir ferðamenn. „Það vantar aðgengi. Það vantar flug,” segir Gujo, sem starfar sem verkefnisstjóri Kofoeds-skóla í Nuuk. Fjallað var um flugvallaáform Grænlendinga á Stöð 2 í haust en þá sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að lenging brautanna gæti lækkað fargjöldin milli Íslands og Grænlands. Stærri flugbrautir byðu upp á stærri flugvélar og möguleika á lægri sætiskostnaði.
Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30
Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00
Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45
Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15