Fyrirtæki í fararbroddi um samfélagsábyrgð Ketill Berg Magnússon skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Mörg íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum misserum sýnt eftirtektarvert frumkvæði um samfélagsábyrgð. Fyrir rúmu ári skrifuðu liðlega 100 fyrirtæki undir yfirlýsingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sorps, og fyrr í þessum mánuði undirrituðu tæplega 300 ferðaþjónustufyrirtæki yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Þetta gerðu fyrirtækin af fúsum og frjálsum vilja, án íhlutunar stjórnvalda. Fyrirtækin vilja með þessu hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélagið og eru sammála um að samfélagsábyrgð er lykilþáttur í að treysta ímynd og sjálfbærni Íslands.Loftslagsmál eru ekki loftkennd mál Með loftslagsyfirlýsingu sem Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, og Reykjavíkurborg hvöttu fyrirtæki til að skrifa undir, heita fyrirtæki því að setja sér mælanleg markmið um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og að minnka losun sorps. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi náð miklum árangri í loftslagsmálum og snúið umtalsverðum kostnaði, til dæmis með því að minnka urðun sorps og fá tekjur af flokkuðum afurðum eins og pappa. Fyrirtæki hafa einnig náð að minnka jarðefnaeldsneytisnotkun og spara þannig mikla fjármuni á sama tíma og mengun þeirra hefur minnkað.Ábyrg ferðaþjónusta Þann 10. janúar síðastliðinn skrifuðu tæplega 300 fyrirtæki undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Í því felst að ferðaþjónustufyrirtækin ætla með markvissum hætti að vernda náttúruna, tryggja öryggi ferðamanna, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélögin sem ferðamenn sækja heim. Það eru Festa og Íslenski ferðaklasinn sem standa að hvatningarverkefninu í samstarfi við aðila í ferðaþjónustunni. Fyrirtækjunum er boðið upp á fræðslu og stuðning út árið 2017 til að innleiða ábyrga ferðaþjónustu í rekstur sinn. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki eru nú þegar að vinna af mikilli ábyrgð gagnvart náttúrunni og samfélaginu og önnur eru að hefja þá vegferð. Þau reyndari geta því miðlað til annarra fyrirtækja og haft áhrif á ábyrga ferðaþjónustu á Íslandi. Það er hagur allra.Alþjóðleg þróun Fleiri og fleiri fyrirtæki úti um allan heim hafa opnað augun fyrir því að árangur næst ekki ef fókusinn er á skammtímagróða án tillits til þess hvaða afleiðingar reksturinn hefur á samfélagið nær og fjær. Ábyrg félög eru þau sem með markvissum hætti skipuleggja starfsemi sína þannig að þau skili fjárhagslegum ávinningi og hafi á sama tíma jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Framtíðarsýn okkar hjá Festu er að íslensk fyrirtæki verði þekkt fyrir samfélagsábyrgð sína, ábyrga umgengni um náttúruna og þann ávinning sem þau skapa fyrir samfélagið.Stjórnvöld sýni ábyrgð í verki Stjórnvöld geta haft mikil áhrif á samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þar er það einkum þrennt sem Festa leggur til. Í fyrsta lagi ættu stjórnvöld að setja fram skýra og spennandi framtíðarsýn um sjálfbærni og samfélagsábyrgð á Íslandi. Í öðru lagi mætti styðja betur við og hvetja fyrirtæki og einstaklinga til góðra verka með skattaafsláttum, innviðauppbyggingu og öðrum stuðningsleiðum. Í þriðja lagi ættu stjórnvöld og sveitarfélög að ganga fram með góðu fordæmi og tryggja ábyrga og gagnsæja stjórnarhætti stjórnsýslunnar en ekki síður að stofnanir og fyrirtæki í eigu hins opinbera séu fyrirmyndir og innleiði samfélagsábyrgð í alla starfsemi sína. Ýmislegt í nýjum stjórnarsáttmála bendir til að samfélagsábyrgð verði á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Má þar nefna áherslur í umhverfismálum, mannréttindi og jafnrétti. Festa hvetur stjórnvöld til að styðja við samfélagsábyrgð fyrirtækja og býðst til að leggja því verkefni lið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mörg íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum misserum sýnt eftirtektarvert frumkvæði um samfélagsábyrgð. Fyrir rúmu ári skrifuðu liðlega 100 fyrirtæki undir yfirlýsingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sorps, og fyrr í þessum mánuði undirrituðu tæplega 300 ferðaþjónustufyrirtæki yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Þetta gerðu fyrirtækin af fúsum og frjálsum vilja, án íhlutunar stjórnvalda. Fyrirtækin vilja með þessu hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélagið og eru sammála um að samfélagsábyrgð er lykilþáttur í að treysta ímynd og sjálfbærni Íslands.Loftslagsmál eru ekki loftkennd mál Með loftslagsyfirlýsingu sem Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, og Reykjavíkurborg hvöttu fyrirtæki til að skrifa undir, heita fyrirtæki því að setja sér mælanleg markmið um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og að minnka losun sorps. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi náð miklum árangri í loftslagsmálum og snúið umtalsverðum kostnaði, til dæmis með því að minnka urðun sorps og fá tekjur af flokkuðum afurðum eins og pappa. Fyrirtæki hafa einnig náð að minnka jarðefnaeldsneytisnotkun og spara þannig mikla fjármuni á sama tíma og mengun þeirra hefur minnkað.Ábyrg ferðaþjónusta Þann 10. janúar síðastliðinn skrifuðu tæplega 300 fyrirtæki undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Í því felst að ferðaþjónustufyrirtækin ætla með markvissum hætti að vernda náttúruna, tryggja öryggi ferðamanna, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélögin sem ferðamenn sækja heim. Það eru Festa og Íslenski ferðaklasinn sem standa að hvatningarverkefninu í samstarfi við aðila í ferðaþjónustunni. Fyrirtækjunum er boðið upp á fræðslu og stuðning út árið 2017 til að innleiða ábyrga ferðaþjónustu í rekstur sinn. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki eru nú þegar að vinna af mikilli ábyrgð gagnvart náttúrunni og samfélaginu og önnur eru að hefja þá vegferð. Þau reyndari geta því miðlað til annarra fyrirtækja og haft áhrif á ábyrga ferðaþjónustu á Íslandi. Það er hagur allra.Alþjóðleg þróun Fleiri og fleiri fyrirtæki úti um allan heim hafa opnað augun fyrir því að árangur næst ekki ef fókusinn er á skammtímagróða án tillits til þess hvaða afleiðingar reksturinn hefur á samfélagið nær og fjær. Ábyrg félög eru þau sem með markvissum hætti skipuleggja starfsemi sína þannig að þau skili fjárhagslegum ávinningi og hafi á sama tíma jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Framtíðarsýn okkar hjá Festu er að íslensk fyrirtæki verði þekkt fyrir samfélagsábyrgð sína, ábyrga umgengni um náttúruna og þann ávinning sem þau skapa fyrir samfélagið.Stjórnvöld sýni ábyrgð í verki Stjórnvöld geta haft mikil áhrif á samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þar er það einkum þrennt sem Festa leggur til. Í fyrsta lagi ættu stjórnvöld að setja fram skýra og spennandi framtíðarsýn um sjálfbærni og samfélagsábyrgð á Íslandi. Í öðru lagi mætti styðja betur við og hvetja fyrirtæki og einstaklinga til góðra verka með skattaafsláttum, innviðauppbyggingu og öðrum stuðningsleiðum. Í þriðja lagi ættu stjórnvöld og sveitarfélög að ganga fram með góðu fordæmi og tryggja ábyrga og gagnsæja stjórnarhætti stjórnsýslunnar en ekki síður að stofnanir og fyrirtæki í eigu hins opinbera séu fyrirmyndir og innleiði samfélagsábyrgð í alla starfsemi sína. Ýmislegt í nýjum stjórnarsáttmála bendir til að samfélagsábyrgð verði á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Má þar nefna áherslur í umhverfismálum, mannréttindi og jafnrétti. Festa hvetur stjórnvöld til að styðja við samfélagsábyrgð fyrirtækja og býðst til að leggja því verkefni lið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun