Ofbeldi er dauðans alvara Freydís Jóna Freysteinsdóttir og Halldóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2017 07:00 Kvenmorð (e. femicide) eiga sér stað um allan heim. Hugtakið er skilgreint með þeim hætti að rekja megi morðið til kynferðis, þ.e. kona er myrt vegna þess að hún er kona. Í vestrænum ríkjum er yfirleitt um að ræða morð í nánum samböndum en kvenmorð geta tekið á sig aðrar birtingarmyndir, dæmi um það eru kynferðisglæpir, svokölluð „heiðursmorð“, morð tengd heimanmundi, þvinguð sjálfsmorð og kerfisbundin eyðing kvenkynsfóstra. Hér í okkar fámenna landi deyr kona af völdum kynbundins ofbeldis u.þ.b. þriðja hvert ár. Með því að nota hugtakið kvenmorð og greina það sérstaklega er ekki verið að gera lítið úr mannsmorðum heldur er verið að undirstrika að eðli eða forsaga þeirra er oft önnur en mannsmorða. Í sumum samfélögum þarf að breyta ríkjandi viðhorfum og í öðrum tilvikum hafa mörg viðvörunarflögg farið á loft áður en morðið er framið og því má færa fyrir því rök að hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. Kvenmorð, eins og mannsmorð, valda fjölmörgum miklu sálartjóni, bæði fjölskyldu og vinum þess sem er myrt/myrtur og fjölskyldu og vinum þess sem myrðir. En hvað er það sem einkennir kvenmorð? Þau geta vissulega átt sér stað í öllum stéttum samfélagsins óháð menntun. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að að gerendur í slíkum málum eru líklegir til að hafa brotið af sér áður, vera með litla menntun, atvinnulausir, með persónuleikaröskun og eiga við áfengisvanda eða annan vímuefnavanda að stríða. Nokkuð er um að þeir séu mjög afbrýðisamir og afar stjórnsamir. Það að karlmaðurinn hafi beitt konuna líkamlegu ofbeldi áður, verið með hótanir um slíkt ofbeldi eða hafi beitt hana andlegu ofbeldi er besti forspárþátturinn um kvenmorð. Konur eru í sérstaklega mikilli hættu þegar þær yfirgefa maka sem hafa beitt þær ofbeldi. Í slíkum aðstæðum er félagslegur stuðningur gríðarlega mikilvægur þeim til að byggja upp líf sitt. Að setja á nálgunarbönn og gæta þess að þeim sé framfylgt er einnig afar mikilvægt fyrir öryggi kvenna í slíkum aðstæðum.Umfang vandans sé ljóst Höfundar þessarar greinar eru meðlimir í evrópsku Cost verkefni um kvenmorð. Í því verkefni er verið að kanna tíðni þeirra, rýna hvort þau eru skráð og þá hvernig, hver áhrif menningar eru á kvenmorð og hver viðbrögð samfélagsins eru við þeim. Endanlegt markmið verkefnisins er að finna leiðir til að fyrirbyggja að kvenmorð eigi sér stað. Í því samhengi er mikilvægt að skoða hvaða leiðir virka og hvað ekki. Einnig er afar mikilvægt að skrásetja kvenmorð þannig að umfang vandans sé ljóst til að brugðist sé við honum. Á Íslandi er gögnum um kvenmorð ekki safnað sérstaklega og þær upplýsingar ekki að finna í útgefnum gögnum ríkislögreglustjóra. Það er mikilvægt að breyta þessu þannig að umfang vandans sé ljóst því þá er frekar við honum brugðist. Um þessar mundir eru þátttakendur í Cost-verkefninu að vinna tillögur sem eru sniðnar að heilbrigðisstarfsfólki, lögreglu og stefnumótunaraðilum um það hvernig sé best að takast á við þetta. Er það von okkar að allir sem málið snertir geti tekið höndum saman við að uppræta þennan alvarlega vanda. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kvenmorð (e. femicide) eiga sér stað um allan heim. Hugtakið er skilgreint með þeim hætti að rekja megi morðið til kynferðis, þ.e. kona er myrt vegna þess að hún er kona. Í vestrænum ríkjum er yfirleitt um að ræða morð í nánum samböndum en kvenmorð geta tekið á sig aðrar birtingarmyndir, dæmi um það eru kynferðisglæpir, svokölluð „heiðursmorð“, morð tengd heimanmundi, þvinguð sjálfsmorð og kerfisbundin eyðing kvenkynsfóstra. Hér í okkar fámenna landi deyr kona af völdum kynbundins ofbeldis u.þ.b. þriðja hvert ár. Með því að nota hugtakið kvenmorð og greina það sérstaklega er ekki verið að gera lítið úr mannsmorðum heldur er verið að undirstrika að eðli eða forsaga þeirra er oft önnur en mannsmorða. Í sumum samfélögum þarf að breyta ríkjandi viðhorfum og í öðrum tilvikum hafa mörg viðvörunarflögg farið á loft áður en morðið er framið og því má færa fyrir því rök að hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. Kvenmorð, eins og mannsmorð, valda fjölmörgum miklu sálartjóni, bæði fjölskyldu og vinum þess sem er myrt/myrtur og fjölskyldu og vinum þess sem myrðir. En hvað er það sem einkennir kvenmorð? Þau geta vissulega átt sér stað í öllum stéttum samfélagsins óháð menntun. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að að gerendur í slíkum málum eru líklegir til að hafa brotið af sér áður, vera með litla menntun, atvinnulausir, með persónuleikaröskun og eiga við áfengisvanda eða annan vímuefnavanda að stríða. Nokkuð er um að þeir séu mjög afbrýðisamir og afar stjórnsamir. Það að karlmaðurinn hafi beitt konuna líkamlegu ofbeldi áður, verið með hótanir um slíkt ofbeldi eða hafi beitt hana andlegu ofbeldi er besti forspárþátturinn um kvenmorð. Konur eru í sérstaklega mikilli hættu þegar þær yfirgefa maka sem hafa beitt þær ofbeldi. Í slíkum aðstæðum er félagslegur stuðningur gríðarlega mikilvægur þeim til að byggja upp líf sitt. Að setja á nálgunarbönn og gæta þess að þeim sé framfylgt er einnig afar mikilvægt fyrir öryggi kvenna í slíkum aðstæðum.Umfang vandans sé ljóst Höfundar þessarar greinar eru meðlimir í evrópsku Cost verkefni um kvenmorð. Í því verkefni er verið að kanna tíðni þeirra, rýna hvort þau eru skráð og þá hvernig, hver áhrif menningar eru á kvenmorð og hver viðbrögð samfélagsins eru við þeim. Endanlegt markmið verkefnisins er að finna leiðir til að fyrirbyggja að kvenmorð eigi sér stað. Í því samhengi er mikilvægt að skoða hvaða leiðir virka og hvað ekki. Einnig er afar mikilvægt að skrásetja kvenmorð þannig að umfang vandans sé ljóst til að brugðist sé við honum. Á Íslandi er gögnum um kvenmorð ekki safnað sérstaklega og þær upplýsingar ekki að finna í útgefnum gögnum ríkislögreglustjóra. Það er mikilvægt að breyta þessu þannig að umfang vandans sé ljóst því þá er frekar við honum brugðist. Um þessar mundir eru þátttakendur í Cost-verkefninu að vinna tillögur sem eru sniðnar að heilbrigðisstarfsfólki, lögreglu og stefnumótunaraðilum um það hvernig sé best að takast á við þetta. Er það von okkar að allir sem málið snertir geti tekið höndum saman við að uppræta þennan alvarlega vanda. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar