Handbolti

Svona er knattspyrnuleikvangi breytt í handboltahöll

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stade Pierre Mauroy var breytt í körfuboltahöll fyrir EM í körfubolta árið 2015.
Stade Pierre Mauroy var breytt í körfuboltahöll fyrir EM í körfubolta árið 2015.
Það verður sérstök stund fyrir leikmenn íslenska landsliðsins á morgun þegar þeir mæta gestgjöfum Frakka í 16-liða úrslitum HM í handbolta.

Leikurinn fer nefnilega fram á hinum glæsilega Stade Pierre Mauroy í Lille en það er knattspyrnuleikvangur sem verður breytt í handboltahöll.

Sjá einnig: Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið

Ef það selst upp á leikinn verða 27.500 áhorfendur í höllinni og verður þá aðsóknarmet slegið á HM í handbolta. Gamla metið var sett þegar 25 þúsund áhorfendur sá úrslitaleik HM 1999 í Egytpalandi, er Svíþjóð og Rússland léku til úrslita.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig þessa stórkostlega mannvirki er breytt fyrir tónleika en svipað verður gert til þess að koma fyrir handboltavelli í mannvirkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×