Fágæt námsgen Ragnheiður Hrafnkelsdóttir skrifar 23. janúar 2017 15:34 Í Morgunblaðinu fimmtudaginn 19. janúar er greint frá niðurstöðum rannsóknar íslenskrar erfðagreiningar sem varðar mannkynið allt en þó sérstaklega íslensku þjóðina enda byggð á gagnagrunni 100.000 íslendinga. Hér er um að ræða uppgötvun á sérstökum menntunargenum. Þetta erfðaefni sem beinir fólki á braut menntunar veldur jafnframt ófrjósemi og því verður framlag hinna menntuðu til genasafnsins sífellt minna. Í þessu liggur háski enda teljast þessi mennntunargen vera í beinu sambandi við greindarvísitölu. Raunar virðist skv. niðurstöðum vísindamanna ÍE vera hægt að spá fyrir um greindarvísutölu þjóðarinnar í framtíðinni út frá væntanlegri fækkun á þessum nýuppgötvuðu genum með nokkuð mikilli prósentunákvæmni per áratug. Ég viðurkenni hér með að ég hef fylgst illa með þróun í nútíma erfðafræði. Ég hef t.d. gengið um með þá hugmynd að efnahagur, menningarumhverfi, væntingar og hvatning foreldra til barna sinna hafi áhrif á námsmöguleika þeirra og frammistöðu. Einnig hef ég litið á nám sem fjölþætta leið til að öðlast kunnáttu og þekkingu á ýmsum sviðum t.d. í tækni, iðn- og handverksmenntum, skapandi og túlkandi listum og margs konar vísindum og fræðum og því augljóslega erfitt að vita hvaða mælikvarða á að nota þegar talað er um hæfni til náms. Kannski eru þessi námsgen mismundandi eftir tilhneigingum til hinna ýmsu námsbrauta. Hvað veit ég? Kannski ekki von á mikilli vitsmunalegri getu eða snillingsgenum hjá mér þar sem ég kem úr sex systkina hópi! Það eru sem sé allar líkur á því skv. þessum nútíma erfðavísindum að hin síflellt fágætari menntunargen ráði úrslitum í þróun mannkyns. Ef fer sem horfir með hina erfðafræðilegu hneigð verða íslendingar (sem og aðrir jarðarbúar) sífellt heimskari. Þetta er að sjálfsögðu mikið alvörumál fyrir þróun mannlegs samfélags. Einmitt þegar stöðugt fleiri leggja fyrir sig langskólanám hér á landi í trássi við fyrrgreinda erfðafræðilega tilhneigingu. Flest verður Íslandi að ógæfu á öllum tímum. Ég hef litið svo á að hjá ÍE væri að verki vandað vísindafólk sem ynni að því að losa mannkynið undan sjúkdómum og sársauka. Í þeirri trú sendi ég inn lífsýni frá mér í genabanka ÍE á sínum tíma. Þar á bæ hefur nú verið litið til fleiri verkefna eins og hér hefur verið bent á. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Sir Francis nokkur Galton (1822-1911) kom fram með hugmyndir sínar um mannkynbætur, en rætur þeirra fræða má rekja til kenninga Darwins. Slíkar hugmyndir náðu miklum framgangi í Þýskalandi Hitlers þar sem mannkynbótafræðin tengdist hugmyndum um æðri og lægri kynstofn. Galton dró þá ályktun út frá rannsóknum sínum að að andlegir eiginleikar erfðust á sama hátt og þeir líkamlegu. Vildi hann bæta andlegt og líkamlegt ástand mannkynsins með því að velja saman á skipulagðan hátt hæfa foreldra þannig að æskilegir eiginleikar erfðust en göllum yrði útrýmt úr kynstofninum. Þó svo að Galton hafi sett þessar niðurstöður sínar í fræðilegan búning, þá þykir hann ekki hafa gætt vísindalegrar nákvæmni og honum tókst ekki að varpa neinu raunverulegu ljósi á arfgengi greindar og andlegra hæfileika. Á síðustu áratugum hefur áhugi á þætti erfða aukist mjög samfara því að þekkingu í líffræði hefur fleygt fram. Ég vona þó að sá áhugi verði ekki að nýju gönuhlaupi hjá vísindamönnum hérlendis sem annars staðar í heiminum. Með mínu framlagi í hinn íslenska genabanka treysti ég vörslumönnum hans til góðra verka en því miður er ég ekki sannfæð um tilganginn með þessum nýju rannsóknum og þeim ályktunum sem vísindamenn ÍE leitast við að draga af þeim. Ég vil minna á að ábyrgð þeirra er mikil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Mikið menntaðir Íslendingar eignast færri börn Einstaklingar með mikla menntun eignast færri börn en þeir sem hafa ekki menntað sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem mælast hátt í eiginleikum til að mennta sig mikið en hafa engu að síður litla menntun eiga líka færri börn en þeir sem mælast lágt. 20. janúar 2017 18:05 Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu fimmtudaginn 19. janúar er greint frá niðurstöðum rannsóknar íslenskrar erfðagreiningar sem varðar mannkynið allt en þó sérstaklega íslensku þjóðina enda byggð á gagnagrunni 100.000 íslendinga. Hér er um að ræða uppgötvun á sérstökum menntunargenum. Þetta erfðaefni sem beinir fólki á braut menntunar veldur jafnframt ófrjósemi og því verður framlag hinna menntuðu til genasafnsins sífellt minna. Í þessu liggur háski enda teljast þessi mennntunargen vera í beinu sambandi við greindarvísitölu. Raunar virðist skv. niðurstöðum vísindamanna ÍE vera hægt að spá fyrir um greindarvísutölu þjóðarinnar í framtíðinni út frá væntanlegri fækkun á þessum nýuppgötvuðu genum með nokkuð mikilli prósentunákvæmni per áratug. Ég viðurkenni hér með að ég hef fylgst illa með þróun í nútíma erfðafræði. Ég hef t.d. gengið um með þá hugmynd að efnahagur, menningarumhverfi, væntingar og hvatning foreldra til barna sinna hafi áhrif á námsmöguleika þeirra og frammistöðu. Einnig hef ég litið á nám sem fjölþætta leið til að öðlast kunnáttu og þekkingu á ýmsum sviðum t.d. í tækni, iðn- og handverksmenntum, skapandi og túlkandi listum og margs konar vísindum og fræðum og því augljóslega erfitt að vita hvaða mælikvarða á að nota þegar talað er um hæfni til náms. Kannski eru þessi námsgen mismundandi eftir tilhneigingum til hinna ýmsu námsbrauta. Hvað veit ég? Kannski ekki von á mikilli vitsmunalegri getu eða snillingsgenum hjá mér þar sem ég kem úr sex systkina hópi! Það eru sem sé allar líkur á því skv. þessum nútíma erfðavísindum að hin síflellt fágætari menntunargen ráði úrslitum í þróun mannkyns. Ef fer sem horfir með hina erfðafræðilegu hneigð verða íslendingar (sem og aðrir jarðarbúar) sífellt heimskari. Þetta er að sjálfsögðu mikið alvörumál fyrir þróun mannlegs samfélags. Einmitt þegar stöðugt fleiri leggja fyrir sig langskólanám hér á landi í trássi við fyrrgreinda erfðafræðilega tilhneigingu. Flest verður Íslandi að ógæfu á öllum tímum. Ég hef litið svo á að hjá ÍE væri að verki vandað vísindafólk sem ynni að því að losa mannkynið undan sjúkdómum og sársauka. Í þeirri trú sendi ég inn lífsýni frá mér í genabanka ÍE á sínum tíma. Þar á bæ hefur nú verið litið til fleiri verkefna eins og hér hefur verið bent á. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Sir Francis nokkur Galton (1822-1911) kom fram með hugmyndir sínar um mannkynbætur, en rætur þeirra fræða má rekja til kenninga Darwins. Slíkar hugmyndir náðu miklum framgangi í Þýskalandi Hitlers þar sem mannkynbótafræðin tengdist hugmyndum um æðri og lægri kynstofn. Galton dró þá ályktun út frá rannsóknum sínum að að andlegir eiginleikar erfðust á sama hátt og þeir líkamlegu. Vildi hann bæta andlegt og líkamlegt ástand mannkynsins með því að velja saman á skipulagðan hátt hæfa foreldra þannig að æskilegir eiginleikar erfðust en göllum yrði útrýmt úr kynstofninum. Þó svo að Galton hafi sett þessar niðurstöður sínar í fræðilegan búning, þá þykir hann ekki hafa gætt vísindalegrar nákvæmni og honum tókst ekki að varpa neinu raunverulegu ljósi á arfgengi greindar og andlegra hæfileika. Á síðustu áratugum hefur áhugi á þætti erfða aukist mjög samfara því að þekkingu í líffræði hefur fleygt fram. Ég vona þó að sá áhugi verði ekki að nýju gönuhlaupi hjá vísindamönnum hérlendis sem annars staðar í heiminum. Með mínu framlagi í hinn íslenska genabanka treysti ég vörslumönnum hans til góðra verka en því miður er ég ekki sannfæð um tilganginn með þessum nýju rannsóknum og þeim ályktunum sem vísindamenn ÍE leitast við að draga af þeim. Ég vil minna á að ábyrgð þeirra er mikil.
Mikið menntaðir Íslendingar eignast færri börn Einstaklingar með mikla menntun eignast færri börn en þeir sem hafa ekki menntað sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem mælast hátt í eiginleikum til að mennta sig mikið en hafa engu að síður litla menntun eiga líka færri börn en þeir sem mælast lágt. 20. janúar 2017 18:05
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar