138 milljarða sektargreiðsla Volkswagen fyrir dísilvélasvindlið samþykkt Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2017 10:24 Nú sér fyrir enda afar kostnarsamts dísilvélasvindls Volkswagen í Bandaríkjunum. Sú sektargreiðsla sem samið var um milli Volkswagen og þeirra 650 söluumboða Volkswagen í Bandaríkjunum hefur verið samþykkt af bandarískum löggjöfum. Umboðin 650 munu skipta þessum sektargreiðslum á milli sín og mun hvert söluumboð fá að meðaltali 210 milljónir króna í sinn hlut. Verða þær sektargreiðslur inntar af hendi Volkswagen á næstu 18 mánuðum. Með þessum greiðslum Volkswagen er kostnaðurinn við dísilvélasvindl fyrirtækisins í Bandaríkjunum komnar uppí 2.510 milljarða króna, en sektargreiðslur til eigenda bílanna sem voru með dísilvélasvindlhugbúnaðinn og sektargreiðslur til handa einstaka ríkja Bandaríkjanna og umhverfisstofnana eru þar með taldar. Þetta mál Volkswagen á sér engin fá fordæmi og sektargreiðslurnar óvenju háar. Dísilbílar Volkswagen reyndust menga allt að 40 sínnum meira heldur en uppgefið var af Volkswagen og málið því talið mjög alvarlegt. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent
Sú sektargreiðsla sem samið var um milli Volkswagen og þeirra 650 söluumboða Volkswagen í Bandaríkjunum hefur verið samþykkt af bandarískum löggjöfum. Umboðin 650 munu skipta þessum sektargreiðslum á milli sín og mun hvert söluumboð fá að meðaltali 210 milljónir króna í sinn hlut. Verða þær sektargreiðslur inntar af hendi Volkswagen á næstu 18 mánuðum. Með þessum greiðslum Volkswagen er kostnaðurinn við dísilvélasvindl fyrirtækisins í Bandaríkjunum komnar uppí 2.510 milljarða króna, en sektargreiðslur til eigenda bílanna sem voru með dísilvélasvindlhugbúnaðinn og sektargreiðslur til handa einstaka ríkja Bandaríkjanna og umhverfisstofnana eru þar með taldar. Þetta mál Volkswagen á sér engin fá fordæmi og sektargreiðslurnar óvenju háar. Dísilbílar Volkswagen reyndust menga allt að 40 sínnum meira heldur en uppgefið var af Volkswagen og málið því talið mjög alvarlegt.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent