138 milljarða sektargreiðsla Volkswagen fyrir dísilvélasvindlið samþykkt Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2017 10:24 Nú sér fyrir enda afar kostnarsamts dísilvélasvindls Volkswagen í Bandaríkjunum. Sú sektargreiðsla sem samið var um milli Volkswagen og þeirra 650 söluumboða Volkswagen í Bandaríkjunum hefur verið samþykkt af bandarískum löggjöfum. Umboðin 650 munu skipta þessum sektargreiðslum á milli sín og mun hvert söluumboð fá að meðaltali 210 milljónir króna í sinn hlut. Verða þær sektargreiðslur inntar af hendi Volkswagen á næstu 18 mánuðum. Með þessum greiðslum Volkswagen er kostnaðurinn við dísilvélasvindl fyrirtækisins í Bandaríkjunum komnar uppí 2.510 milljarða króna, en sektargreiðslur til eigenda bílanna sem voru með dísilvélasvindlhugbúnaðinn og sektargreiðslur til handa einstaka ríkja Bandaríkjanna og umhverfisstofnana eru þar með taldar. Þetta mál Volkswagen á sér engin fá fordæmi og sektargreiðslurnar óvenju háar. Dísilbílar Volkswagen reyndust menga allt að 40 sínnum meira heldur en uppgefið var af Volkswagen og málið því talið mjög alvarlegt. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent
Sú sektargreiðsla sem samið var um milli Volkswagen og þeirra 650 söluumboða Volkswagen í Bandaríkjunum hefur verið samþykkt af bandarískum löggjöfum. Umboðin 650 munu skipta þessum sektargreiðslum á milli sín og mun hvert söluumboð fá að meðaltali 210 milljónir króna í sinn hlut. Verða þær sektargreiðslur inntar af hendi Volkswagen á næstu 18 mánuðum. Með þessum greiðslum Volkswagen er kostnaðurinn við dísilvélasvindl fyrirtækisins í Bandaríkjunum komnar uppí 2.510 milljarða króna, en sektargreiðslur til eigenda bílanna sem voru með dísilvélasvindlhugbúnaðinn og sektargreiðslur til handa einstaka ríkja Bandaríkjanna og umhverfisstofnana eru þar með taldar. Þetta mál Volkswagen á sér engin fá fordæmi og sektargreiðslurnar óvenju háar. Dísilbílar Volkswagen reyndust menga allt að 40 sínnum meira heldur en uppgefið var af Volkswagen og málið því talið mjög alvarlegt.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent