Einar Þorvarðar um hugmynd Kristjáns: Þetta væri röng ákvörðun Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. janúar 2017 19:00 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Kristján Arason, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, að kominn væri tími á að reynslumestu menn íslenska liðsins síðustu ár; Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Kári Kristján Kristjánsson, yrðu settir til hliðar og yngri leikmönnum hleypt að strax. „Mér finnst umræðan fara ansi hratt í þá áttina að setja inn 18 ára gamla leikmenn í karlalandsliðið. Það yrði röng ákvörðun myndi ég segja. Við erum með mikið af verkefnum fyrir unglingalandsliðin okkar, meðal annars er U21 árs landsliðið að fara í lokakeppni HM í Alsír í sumar,“ sagði Einar Þorvarðason, framkvæmdastjóri HSÍ, við íþróttadeild um þessa hugmynd Kristjáns. „Þar eru margir leikmenn sem fá verkefni, meðal annars strákar sem voru í A-landsliðinu í Frakklandi. Nítján ára landsliðið okkar verður á úrslitamóti HM í Georgíu í ágúst og svo er 17 ára landsliðið á Ólympíuhátíð æskunnar þar sem átta bestu lið heims taka þátt. Það er því mikið að gera hjá þessum ungu leikmönnum.“ Fjórir menn stigu sín fyrstu skref á stórmóti á HM í Frakklandi en Einar Þorvarðarson vill halda liðinu óbreyttu í næstu verkefnum. „Mín skoðun er sú að þessir leikmenn þurfa að þroskast í sínum liðum. Það tókst vel núna að taka þessa þrjá ungu leikmenn inn. Nú erum við í forkeppni fyrir EM 2018 í Króatíu. Við eigum eftir fjóra leiki þar og næstu tveir leikir í þeirri keppni verða á móti Makedóníu í byrjun maí. Ég er á því að þetta lið sem spilaði á HM eigi að klára þetta verkefni,“ sagði Einar Þorvarðarson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Einar Örn svarar Kristjáni: Janusi Daða enginn greiði gerður með að henda Arnóri úr landsliðinu Íþróttafréttamaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn í handbolta er ekki sammála Kristjáni Arasyni um framtíð íslenska liðsins. 24. janúar 2017 18:15 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Kristján Arason, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, að kominn væri tími á að reynslumestu menn íslenska liðsins síðustu ár; Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Kári Kristján Kristjánsson, yrðu settir til hliðar og yngri leikmönnum hleypt að strax. „Mér finnst umræðan fara ansi hratt í þá áttina að setja inn 18 ára gamla leikmenn í karlalandsliðið. Það yrði röng ákvörðun myndi ég segja. Við erum með mikið af verkefnum fyrir unglingalandsliðin okkar, meðal annars er U21 árs landsliðið að fara í lokakeppni HM í Alsír í sumar,“ sagði Einar Þorvarðason, framkvæmdastjóri HSÍ, við íþróttadeild um þessa hugmynd Kristjáns. „Þar eru margir leikmenn sem fá verkefni, meðal annars strákar sem voru í A-landsliðinu í Frakklandi. Nítján ára landsliðið okkar verður á úrslitamóti HM í Georgíu í ágúst og svo er 17 ára landsliðið á Ólympíuhátíð æskunnar þar sem átta bestu lið heims taka þátt. Það er því mikið að gera hjá þessum ungu leikmönnum.“ Fjórir menn stigu sín fyrstu skref á stórmóti á HM í Frakklandi en Einar Þorvarðarson vill halda liðinu óbreyttu í næstu verkefnum. „Mín skoðun er sú að þessir leikmenn þurfa að þroskast í sínum liðum. Það tókst vel núna að taka þessa þrjá ungu leikmenn inn. Nú erum við í forkeppni fyrir EM 2018 í Króatíu. Við eigum eftir fjóra leiki þar og næstu tveir leikir í þeirri keppni verða á móti Makedóníu í byrjun maí. Ég er á því að þetta lið sem spilaði á HM eigi að klára þetta verkefni,“ sagði Einar Þorvarðarson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Einar Örn svarar Kristjáni: Janusi Daða enginn greiði gerður með að henda Arnóri úr landsliðinu Íþróttafréttamaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn í handbolta er ekki sammála Kristjáni Arasyni um framtíð íslenska liðsins. 24. janúar 2017 18:15 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira
Einar Örn svarar Kristjáni: Janusi Daða enginn greiði gerður með að henda Arnóri úr landsliðinu Íþróttafréttamaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn í handbolta er ekki sammála Kristjáni Arasyni um framtíð íslenska liðsins. 24. janúar 2017 18:15