Einar Þorvarðar um hugmynd Kristjáns: Þetta væri röng ákvörðun Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. janúar 2017 19:00 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Kristján Arason, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, að kominn væri tími á að reynslumestu menn íslenska liðsins síðustu ár; Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Kári Kristján Kristjánsson, yrðu settir til hliðar og yngri leikmönnum hleypt að strax. „Mér finnst umræðan fara ansi hratt í þá áttina að setja inn 18 ára gamla leikmenn í karlalandsliðið. Það yrði röng ákvörðun myndi ég segja. Við erum með mikið af verkefnum fyrir unglingalandsliðin okkar, meðal annars er U21 árs landsliðið að fara í lokakeppni HM í Alsír í sumar,“ sagði Einar Þorvarðason, framkvæmdastjóri HSÍ, við íþróttadeild um þessa hugmynd Kristjáns. „Þar eru margir leikmenn sem fá verkefni, meðal annars strákar sem voru í A-landsliðinu í Frakklandi. Nítján ára landsliðið okkar verður á úrslitamóti HM í Georgíu í ágúst og svo er 17 ára landsliðið á Ólympíuhátíð æskunnar þar sem átta bestu lið heims taka þátt. Það er því mikið að gera hjá þessum ungu leikmönnum.“ Fjórir menn stigu sín fyrstu skref á stórmóti á HM í Frakklandi en Einar Þorvarðarson vill halda liðinu óbreyttu í næstu verkefnum. „Mín skoðun er sú að þessir leikmenn þurfa að þroskast í sínum liðum. Það tókst vel núna að taka þessa þrjá ungu leikmenn inn. Nú erum við í forkeppni fyrir EM 2018 í Króatíu. Við eigum eftir fjóra leiki þar og næstu tveir leikir í þeirri keppni verða á móti Makedóníu í byrjun maí. Ég er á því að þetta lið sem spilaði á HM eigi að klára þetta verkefni,“ sagði Einar Þorvarðarson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Einar Örn svarar Kristjáni: Janusi Daða enginn greiði gerður með að henda Arnóri úr landsliðinu Íþróttafréttamaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn í handbolta er ekki sammála Kristjáni Arasyni um framtíð íslenska liðsins. 24. janúar 2017 18:15 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Kristján Arason, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, að kominn væri tími á að reynslumestu menn íslenska liðsins síðustu ár; Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Kári Kristján Kristjánsson, yrðu settir til hliðar og yngri leikmönnum hleypt að strax. „Mér finnst umræðan fara ansi hratt í þá áttina að setja inn 18 ára gamla leikmenn í karlalandsliðið. Það yrði röng ákvörðun myndi ég segja. Við erum með mikið af verkefnum fyrir unglingalandsliðin okkar, meðal annars er U21 árs landsliðið að fara í lokakeppni HM í Alsír í sumar,“ sagði Einar Þorvarðason, framkvæmdastjóri HSÍ, við íþróttadeild um þessa hugmynd Kristjáns. „Þar eru margir leikmenn sem fá verkefni, meðal annars strákar sem voru í A-landsliðinu í Frakklandi. Nítján ára landsliðið okkar verður á úrslitamóti HM í Georgíu í ágúst og svo er 17 ára landsliðið á Ólympíuhátíð æskunnar þar sem átta bestu lið heims taka þátt. Það er því mikið að gera hjá þessum ungu leikmönnum.“ Fjórir menn stigu sín fyrstu skref á stórmóti á HM í Frakklandi en Einar Þorvarðarson vill halda liðinu óbreyttu í næstu verkefnum. „Mín skoðun er sú að þessir leikmenn þurfa að þroskast í sínum liðum. Það tókst vel núna að taka þessa þrjá ungu leikmenn inn. Nú erum við í forkeppni fyrir EM 2018 í Króatíu. Við eigum eftir fjóra leiki þar og næstu tveir leikir í þeirri keppni verða á móti Makedóníu í byrjun maí. Ég er á því að þetta lið sem spilaði á HM eigi að klára þetta verkefni,“ sagði Einar Þorvarðarson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Einar Örn svarar Kristjáni: Janusi Daða enginn greiði gerður með að henda Arnóri úr landsliðinu Íþróttafréttamaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn í handbolta er ekki sammála Kristjáni Arasyni um framtíð íslenska liðsins. 24. janúar 2017 18:15 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Einar Örn svarar Kristjáni: Janusi Daða enginn greiði gerður með að henda Arnóri úr landsliðinu Íþróttafréttamaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn í handbolta er ekki sammála Kristjáni Arasyni um framtíð íslenska liðsins. 24. janúar 2017 18:15