Ólafía Þórunn sveiflandi kát í íslensku roki á Bahama | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. janúar 2017 22:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vinnur úr sandinum á Bahamaeyjum. mynd/gsí-seth Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik fyrst íslenskra kvenna á LPGA-mótaröðinni á fimmtudaginn en fyrsta mótið fer fram í paradís á Bahamaeyjum. Nánast allir bestu kylfingar heims eru mættir til leiks en fram kemur í frétt golf.is að veðurspáin sé fín fyrir næstu daga. Hitastigið verður um 25 gráður en einhver vindur er í kortunum. „Keppnisvöllurinn er fínn og verður án efa erfitt að skora hann ef veðrið verður eins og það hefur verið á undanförnum dögum,“ sagði Ólafía Þórunn við golf.is á Bahamas en hún var þá nýbúin að leika níu holur. „Það var alveg „íslenskt“ rok hérna í gær og dag. Það verður erfitt að eiga við völlinn ef vindurinn verður sterkur áfram. Ef vindurinn verður ekki til staðar þá á að vera hægt að skora vel á þessum frábæra velli,“ sagði Ólafía Þórunn. Það virðist vera ótrúlega létt fyrir Ólafíu eins og sést á Instagram-færslu hennar frá því í kvöld en þar stillir hún sér upp með myndavél ásamt tveimur íslenskum fréttamönnum. Pure Silk Bahamas LPGA Classic-mótið sem Ólafía er að fara að þreyta frumraun sína á verður í beinni á Golfstöðinni. Útsending frá fysta hring hefst klukkan 16.30 á fimmtudaginn. Hér að neðan má sjá nokkrar glæsilegar myndir sem Sigurður Elvar Þórólfson, starfsmaður GSÍ og fréttamaður, tók af Ólafíu á Bahamaeyjum í dag.mynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-seth The crew has arrived! All the way from Iceland #PureSilkBahamas @puresilkbahamaslpga A photo posted by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Jan 24, 2017 at 12:04pm PST Golf Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik fyrst íslenskra kvenna á LPGA-mótaröðinni á fimmtudaginn en fyrsta mótið fer fram í paradís á Bahamaeyjum. Nánast allir bestu kylfingar heims eru mættir til leiks en fram kemur í frétt golf.is að veðurspáin sé fín fyrir næstu daga. Hitastigið verður um 25 gráður en einhver vindur er í kortunum. „Keppnisvöllurinn er fínn og verður án efa erfitt að skora hann ef veðrið verður eins og það hefur verið á undanförnum dögum,“ sagði Ólafía Þórunn við golf.is á Bahamas en hún var þá nýbúin að leika níu holur. „Það var alveg „íslenskt“ rok hérna í gær og dag. Það verður erfitt að eiga við völlinn ef vindurinn verður sterkur áfram. Ef vindurinn verður ekki til staðar þá á að vera hægt að skora vel á þessum frábæra velli,“ sagði Ólafía Þórunn. Það virðist vera ótrúlega létt fyrir Ólafíu eins og sést á Instagram-færslu hennar frá því í kvöld en þar stillir hún sér upp með myndavél ásamt tveimur íslenskum fréttamönnum. Pure Silk Bahamas LPGA Classic-mótið sem Ólafía er að fara að þreyta frumraun sína á verður í beinni á Golfstöðinni. Útsending frá fysta hring hefst klukkan 16.30 á fimmtudaginn. Hér að neðan má sjá nokkrar glæsilegar myndir sem Sigurður Elvar Þórólfson, starfsmaður GSÍ og fréttamaður, tók af Ólafíu á Bahamaeyjum í dag.mynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-sethmynd/gsí-seth The crew has arrived! All the way from Iceland #PureSilkBahamas @puresilkbahamaslpga A photo posted by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Jan 24, 2017 at 12:04pm PST
Golf Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira