Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2017 09:48 Ivan Ivkovic er mættur til Hauka. mynd/haukar Íslandsmeistarar Hauka í Olís-deild karla í handbolta eru búnir að semja við króatísku skyttuna Ivan Ivokovic til sumars 2019 en hann hefur leik með liðinu þegar deildin fer aftur af stað í byrjun næsta mánaðar.Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka en meistaranir þurftu að finna sér góðan leikmann í stað leikstjórnandans Janusar Daða Smárasonar sem samdi við Álaborg fyrir HM í Frakklandi en hann klárar ekki tímabilið hér heima heldur hefur leik í dönsku úrvalsdeildinni í febrúar. Janus Daði er búinn að vera besti leikmaður Olís-deildarinnar undanfarin misseri en með hann við stjórnvölinn á vellinum er liðið búið að lyfta Íslandsmeistarabikarnum undanfarin tvö tímabil. Ivkovic er allt öðruvísi leikmaður en Janus Daði en hann er örvhent skytta sem er enginn smá smíði. Þessi ungi Króati er 207 cm hár og 115 kíló. Alvöru stykki. Fram kemur á heimasíðu Hauka að hann hefur spilað með unglingalandsliðinum Króatíu og einnig með liðum eins og Zagreb, Karvina, Tatran Presov og nú síðast Maribor í Slóveníu. Haukarnir eru ekki að tjalda til einnar nætur því í sumar eiga þeir von á landsliðsmarkverðinum Björgvini Páli Gústavssyni og línumanninum Pétri Pálssyni. Lærisveinar Gunnars Magnússonar eru í öðru sæti Olís-deildarinnar eftir 16 umferðir af 27 en eftir skelfilega byrjun á mótinu er liðið búið að vinna níu leiki í röð og er tveimur stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Króatíski tröllkarlinn verður væntanlega frumsýndur þegar Haukar mæta Stjörnunni í Schenker-höllinni fimmtudaginn 2. febrúar.Ivan Ivkovic er stór strákur.mynd/haukar Olís-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka í Olís-deild karla í handbolta eru búnir að semja við króatísku skyttuna Ivan Ivokovic til sumars 2019 en hann hefur leik með liðinu þegar deildin fer aftur af stað í byrjun næsta mánaðar.Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka en meistaranir þurftu að finna sér góðan leikmann í stað leikstjórnandans Janusar Daða Smárasonar sem samdi við Álaborg fyrir HM í Frakklandi en hann klárar ekki tímabilið hér heima heldur hefur leik í dönsku úrvalsdeildinni í febrúar. Janus Daði er búinn að vera besti leikmaður Olís-deildarinnar undanfarin misseri en með hann við stjórnvölinn á vellinum er liðið búið að lyfta Íslandsmeistarabikarnum undanfarin tvö tímabil. Ivkovic er allt öðruvísi leikmaður en Janus Daði en hann er örvhent skytta sem er enginn smá smíði. Þessi ungi Króati er 207 cm hár og 115 kíló. Alvöru stykki. Fram kemur á heimasíðu Hauka að hann hefur spilað með unglingalandsliðinum Króatíu og einnig með liðum eins og Zagreb, Karvina, Tatran Presov og nú síðast Maribor í Slóveníu. Haukarnir eru ekki að tjalda til einnar nætur því í sumar eiga þeir von á landsliðsmarkverðinum Björgvini Páli Gústavssyni og línumanninum Pétri Pálssyni. Lærisveinar Gunnars Magnússonar eru í öðru sæti Olís-deildarinnar eftir 16 umferðir af 27 en eftir skelfilega byrjun á mótinu er liðið búið að vinna níu leiki í röð og er tveimur stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Króatíski tröllkarlinn verður væntanlega frumsýndur þegar Haukar mæta Stjörnunni í Schenker-höllinni fimmtudaginn 2. febrúar.Ivan Ivkovic er stór strákur.mynd/haukar
Olís-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni