Skortur á einbýlum á Landspítala – vandamál við einangrun smitandi sjúklinga Faghópur um hjúkrun skrifar 26. janúar 2017 07:00 Hjúkrunarfræðingar á Landspítala sem mynda faghóp um hjúkrun sjúklinga með sýkingar hvetja til að byggingu nýs spítala við Hringbraut verði hraðað eins og frekast er unnt og eru ýmsar ástæður fyrir því. Sífellt færist í vöxt að ónæmar bakteríur greinist hjá sjúklingum á Landspítala og valdi sýkingum sem getur verið erfitt eða illmögulegt að meðhöndla. Þessi þróun á sér stað um allan heim og nú er svo komið að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin metur sýklalyfjaónæmi baktería sem ógn við lýðheilsu[1]. Þó svo að við hér á landi greinum færri ónæmar bakteríur en í öðrum löndum er þróunin sú sama hérlendis. Til að koma í veg fyrir dreifingu ónæmra baktería innan sjúkrahúsa er meðal annars gripið til þess að einangra þá sjúklinga sem hafa greinst með þessar bakteríur. Einangrun krefst þess að sjúklingur sé í einbýli með sér salerni auk þess sem unnið er samkvæmt leiðbeiningum um einangrun. En það þarf að einangra fleiri en þá sem eru með ónæmar bakteríur. Þá sjúklinga sem eru með ákveðnar örverur sem smitast milli manna og valda sýkingum þarf einnig að einangra. Hér er um að ræða örverur eins og flensuveirur, Nóróveirur og margar fleiri veirur, bakteríur eins og S. pyogenes sem veldur streptókokkahálsbólgu, Cl. difficile sem veldur niðurgangi og margar fleiri bakteríur. Einangrun sjúklinga veldur auknu álagi á starfsfólk deilda og þar sem einbýli eru fá á Landspítala skapast vandamál við forgangsröðun þeirra sjúklinga sem dvelja á einbýlunum. Í skýrslu um húsnæði Landspítala frá apríl 2014[2] kemur fram að alls voru 683 rúm á stofnuninni. Af þeim voru 218 í einbýli, 304 í tvíbýli, 75 í þríbýli, 48 í fjórbýli og 10 í fimmbýli. Eingöngu voru 9 stofur ætlaðar sjúklingum í varnareinangrun, 13 fyrir sjúklinga í snertismitseinangrun og 6 fyrir sjúklinga í úðasmitseinangrun. Því þurfa 64% sjúklinga spítalans að deila stofu með öðrum og eingöngu 10% sjúklinga hafa aðgengi að sér salerni. Frá því að skýrslan var gefin út hefur opnum rúmum heldur fækkað.49 utan sjúklingastofa Ef skoðaðar eru rauntölur frá spítalanum kemur í ljós að utan faraldurstímabila er algengt að 30-40 sjúklingar séu í einangrun. Þegar einangranir eru fleiri en 40 er erfitt að finna einbýli og salerni fyrir sjúklinga og ef einangranir ná 50 er ekki hægt að tryggja að hægt sé að einangra skv. leiðbeiningum, það eru hreinlega ekki til næg salerni á stofnuninni. Fimmtudaginn 5. janúar 2017 voru um 670 sjúklingar á spítalanum og þar af 50 í einangrun og má rekja þennan fjölda einangrana m.a. til flensu og annarra öndunarfæraveira sem herja á landsmenn þessa dagana. Þann 12. janúar voru 667 sjúklingar inniliggjandi og af þeim voru 40 í einangrun en upplýsingar skorti um þá sem voru í einangrun á göngu- og bráðadeildum. Þennan dag voru 49 fleiri sjúklingar inniliggjandi en skráð opin rúm (sem voru 618), það þýðir að það voru 49 sjúklingar á gangi eða öðrum rýmum sem eru ekki ætluð sem sjúklingastofur. Faghópur um hjúkrun sjúklinga með sýkingar á Landspítala lýsir yfir áhyggjum sínum varðandi húsnæði Landspítalans. Með vaxandi fjölgun ferðamanna til Íslands og aukningu á ferðalögum Íslendinga fjölgar þeim sem þarf að einangra þegar þeir leita til Landspítala. Þessir einstaklingar eru líklegri til að vera með ónæmar bakteríur þar sem þær eru mun algengari erlendis og á flensutíma getur hreinlega verið vandamál að finna legupláss fyrir sjúklinga sem þarfnast einangrunar. Bygging nýs spítala þar sem öll herbergi eru einbýli með sér salerni og sturtu er mikilvægt skref til að stemma stigu við dreifingu ónæmra baktería innan stofnunarinnar og eykur á þann hátt öryggi sjúklinga. Bygging nýs spítala er að okkar mati forgangsmál þjóðarinnar allrar og öll töf bitnar á sjúklingum sem þurfa að nota þjónustu stofnunarinnar. Því hvetjum við til áframhaldandi uppbyggingar nýs spítala við Hringbraut og að framkvæmdum verði flýtt. [1] The evolving threat of antimicrobial resistance - Options for action á heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar www.who.int [2] GREINING LEGUDEILDA, STÆRÐIR-FJÖLDI-ÁSTAND-VIÐHALDSÞÖRF, apríl 2014, á heimasíðu Landspítala, file:///C:/Users/asdiself/Downloads/LSH_legudeildir_skyrsla_250414%20(3).pdf Berglind Guðrún Chu formaður Ardís Henriksdóttir Ásdís Elfarsdóttir Jelle Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir Súsanna K. Knútsdóttir f. h. faghóps um hjúkrun sjúklinga með sýkingar Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar á Landspítala sem mynda faghóp um hjúkrun sjúklinga með sýkingar hvetja til að byggingu nýs spítala við Hringbraut verði hraðað eins og frekast er unnt og eru ýmsar ástæður fyrir því. Sífellt færist í vöxt að ónæmar bakteríur greinist hjá sjúklingum á Landspítala og valdi sýkingum sem getur verið erfitt eða illmögulegt að meðhöndla. Þessi þróun á sér stað um allan heim og nú er svo komið að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin metur sýklalyfjaónæmi baktería sem ógn við lýðheilsu[1]. Þó svo að við hér á landi greinum færri ónæmar bakteríur en í öðrum löndum er þróunin sú sama hérlendis. Til að koma í veg fyrir dreifingu ónæmra baktería innan sjúkrahúsa er meðal annars gripið til þess að einangra þá sjúklinga sem hafa greinst með þessar bakteríur. Einangrun krefst þess að sjúklingur sé í einbýli með sér salerni auk þess sem unnið er samkvæmt leiðbeiningum um einangrun. En það þarf að einangra fleiri en þá sem eru með ónæmar bakteríur. Þá sjúklinga sem eru með ákveðnar örverur sem smitast milli manna og valda sýkingum þarf einnig að einangra. Hér er um að ræða örverur eins og flensuveirur, Nóróveirur og margar fleiri veirur, bakteríur eins og S. pyogenes sem veldur streptókokkahálsbólgu, Cl. difficile sem veldur niðurgangi og margar fleiri bakteríur. Einangrun sjúklinga veldur auknu álagi á starfsfólk deilda og þar sem einbýli eru fá á Landspítala skapast vandamál við forgangsröðun þeirra sjúklinga sem dvelja á einbýlunum. Í skýrslu um húsnæði Landspítala frá apríl 2014[2] kemur fram að alls voru 683 rúm á stofnuninni. Af þeim voru 218 í einbýli, 304 í tvíbýli, 75 í þríbýli, 48 í fjórbýli og 10 í fimmbýli. Eingöngu voru 9 stofur ætlaðar sjúklingum í varnareinangrun, 13 fyrir sjúklinga í snertismitseinangrun og 6 fyrir sjúklinga í úðasmitseinangrun. Því þurfa 64% sjúklinga spítalans að deila stofu með öðrum og eingöngu 10% sjúklinga hafa aðgengi að sér salerni. Frá því að skýrslan var gefin út hefur opnum rúmum heldur fækkað.49 utan sjúklingastofa Ef skoðaðar eru rauntölur frá spítalanum kemur í ljós að utan faraldurstímabila er algengt að 30-40 sjúklingar séu í einangrun. Þegar einangranir eru fleiri en 40 er erfitt að finna einbýli og salerni fyrir sjúklinga og ef einangranir ná 50 er ekki hægt að tryggja að hægt sé að einangra skv. leiðbeiningum, það eru hreinlega ekki til næg salerni á stofnuninni. Fimmtudaginn 5. janúar 2017 voru um 670 sjúklingar á spítalanum og þar af 50 í einangrun og má rekja þennan fjölda einangrana m.a. til flensu og annarra öndunarfæraveira sem herja á landsmenn þessa dagana. Þann 12. janúar voru 667 sjúklingar inniliggjandi og af þeim voru 40 í einangrun en upplýsingar skorti um þá sem voru í einangrun á göngu- og bráðadeildum. Þennan dag voru 49 fleiri sjúklingar inniliggjandi en skráð opin rúm (sem voru 618), það þýðir að það voru 49 sjúklingar á gangi eða öðrum rýmum sem eru ekki ætluð sem sjúklingastofur. Faghópur um hjúkrun sjúklinga með sýkingar á Landspítala lýsir yfir áhyggjum sínum varðandi húsnæði Landspítalans. Með vaxandi fjölgun ferðamanna til Íslands og aukningu á ferðalögum Íslendinga fjölgar þeim sem þarf að einangra þegar þeir leita til Landspítala. Þessir einstaklingar eru líklegri til að vera með ónæmar bakteríur þar sem þær eru mun algengari erlendis og á flensutíma getur hreinlega verið vandamál að finna legupláss fyrir sjúklinga sem þarfnast einangrunar. Bygging nýs spítala þar sem öll herbergi eru einbýli með sér salerni og sturtu er mikilvægt skref til að stemma stigu við dreifingu ónæmra baktería innan stofnunarinnar og eykur á þann hátt öryggi sjúklinga. Bygging nýs spítala er að okkar mati forgangsmál þjóðarinnar allrar og öll töf bitnar á sjúklingum sem þurfa að nota þjónustu stofnunarinnar. Því hvetjum við til áframhaldandi uppbyggingar nýs spítala við Hringbraut og að framkvæmdum verði flýtt. [1] The evolving threat of antimicrobial resistance - Options for action á heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar www.who.int [2] GREINING LEGUDEILDA, STÆRÐIR-FJÖLDI-ÁSTAND-VIÐHALDSÞÖRF, apríl 2014, á heimasíðu Landspítala, file:///C:/Users/asdiself/Downloads/LSH_legudeildir_skyrsla_250414%20(3).pdf Berglind Guðrún Chu formaður Ardís Henriksdóttir Ásdís Elfarsdóttir Jelle Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir Súsanna K. Knútsdóttir f. h. faghóps um hjúkrun sjúklinga með sýkingar Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar