Sköpum örugga borg! Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 27. janúar 2017 07:00 Í kjölfar hvarfs Birnu Brjánsdóttur hafa konur stigið fram og lýst þeim veruleika sem þær búa við hér á landi. Þeim ótta og óöryggi sem þær finna fyrir á götum úti og hvernig þær axla ábyrgð á mögulegu ofbeldi með því að forðast augnsamband, velja ákveðnar götur fram yfir aðrar, halda á lykli milli fingra sinna í annarri hendi og símanum í hinni með 112 á hraðvali þegar þær ferðast um götur borgarinnar að kvöld- og næturlagi. Þetta gera konur og stelpur í sjálfsbjargarviðleitni af ótta við mögulega árás eða ofbeldi. Ofbeldi gegn konum og stelpum er vandamál um allan heim – engu samfélagi hefur tekist að uppræta kynbundið ofbeldi. Reykjavík er hluti af alþjóðlegu verkefni UN Women sem ber heitið Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Initiative). Borgaryfirvöld í 22 löndum hafa heitið því að gera borg sína öruggari og er markmiðið að skapa konum, stúlkum og börnum öruggt líf í borgum án ótta við ofbeldi. Verkefnið er unnið í samstarfi við borgaryfirvöld og frjáls félagasamtök á hverjum stað. Reykjavík er ein þessara borga og skipar sér þar með í röð borga á borð við Kigali í Rúanda, Port Moresby í Papúa Nýju Gíneu og Edmonton í Kanada. Borgirnar eru eins ólíkar og þær eru margar og umfang vandamálsins er ólíkt. Aftur á móti er markmiðið alls staðar hið sama, að útrýma ofbeldi með sértækum lausnum í hverri borg fyrir sig. Í því felst til dæmis breikkun gangstétta, aukin götulýsing og fjölgun öryggismyndavéla á götum. Ekki síst vekur verkefnið almenning til vitundar um kynbundið ofbeldi og mikilvægi þess að viðurkenna vandann, bregðast við honum og koma fólki, ekki síst karlmönnum, í skilning um grafalvarlegar afleiðingar kynbundins ofbeldis. Hér á landi geta borgaryfirvöld aukið öryggi kvenna og stelpna með ódýrum en áhrifaríkum lausnum, líkt og markvissri þjálfun og fræðslu dyravarða á skemmtistöðum um hvernig bregðast eigi við ef kynbundið ofbeldi á sér stað á staðnum, bættri götulýsingu, endurnýjun og fjölgun öryggismyndavéla og á almenningssvæðum sem og auknum sýnileika lögreglu. Mikilvægast er þó að taka afstöðu gegn ofbeldi og hafa hugfast að við sem samfélag berum ábyrgðina – ekki mögulegir þolendur. Hættum að beita ofbeldi og stöndum vörð um öryggi samborgara okkar. Við getum ráðist í þessar aðgerðir strax í dag! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar hvarfs Birnu Brjánsdóttur hafa konur stigið fram og lýst þeim veruleika sem þær búa við hér á landi. Þeim ótta og óöryggi sem þær finna fyrir á götum úti og hvernig þær axla ábyrgð á mögulegu ofbeldi með því að forðast augnsamband, velja ákveðnar götur fram yfir aðrar, halda á lykli milli fingra sinna í annarri hendi og símanum í hinni með 112 á hraðvali þegar þær ferðast um götur borgarinnar að kvöld- og næturlagi. Þetta gera konur og stelpur í sjálfsbjargarviðleitni af ótta við mögulega árás eða ofbeldi. Ofbeldi gegn konum og stelpum er vandamál um allan heim – engu samfélagi hefur tekist að uppræta kynbundið ofbeldi. Reykjavík er hluti af alþjóðlegu verkefni UN Women sem ber heitið Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Initiative). Borgaryfirvöld í 22 löndum hafa heitið því að gera borg sína öruggari og er markmiðið að skapa konum, stúlkum og börnum öruggt líf í borgum án ótta við ofbeldi. Verkefnið er unnið í samstarfi við borgaryfirvöld og frjáls félagasamtök á hverjum stað. Reykjavík er ein þessara borga og skipar sér þar með í röð borga á borð við Kigali í Rúanda, Port Moresby í Papúa Nýju Gíneu og Edmonton í Kanada. Borgirnar eru eins ólíkar og þær eru margar og umfang vandamálsins er ólíkt. Aftur á móti er markmiðið alls staðar hið sama, að útrýma ofbeldi með sértækum lausnum í hverri borg fyrir sig. Í því felst til dæmis breikkun gangstétta, aukin götulýsing og fjölgun öryggismyndavéla á götum. Ekki síst vekur verkefnið almenning til vitundar um kynbundið ofbeldi og mikilvægi þess að viðurkenna vandann, bregðast við honum og koma fólki, ekki síst karlmönnum, í skilning um grafalvarlegar afleiðingar kynbundins ofbeldis. Hér á landi geta borgaryfirvöld aukið öryggi kvenna og stelpna með ódýrum en áhrifaríkum lausnum, líkt og markvissri þjálfun og fræðslu dyravarða á skemmtistöðum um hvernig bregðast eigi við ef kynbundið ofbeldi á sér stað á staðnum, bættri götulýsingu, endurnýjun og fjölgun öryggismyndavéla og á almenningssvæðum sem og auknum sýnileika lögreglu. Mikilvægast er þó að taka afstöðu gegn ofbeldi og hafa hugfast að við sem samfélag berum ábyrgðina – ekki mögulegir þolendur. Hættum að beita ofbeldi og stöndum vörð um öryggi samborgara okkar. Við getum ráðist í þessar aðgerðir strax í dag! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar