Sköpum örugga borg! Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 27. janúar 2017 07:00 Í kjölfar hvarfs Birnu Brjánsdóttur hafa konur stigið fram og lýst þeim veruleika sem þær búa við hér á landi. Þeim ótta og óöryggi sem þær finna fyrir á götum úti og hvernig þær axla ábyrgð á mögulegu ofbeldi með því að forðast augnsamband, velja ákveðnar götur fram yfir aðrar, halda á lykli milli fingra sinna í annarri hendi og símanum í hinni með 112 á hraðvali þegar þær ferðast um götur borgarinnar að kvöld- og næturlagi. Þetta gera konur og stelpur í sjálfsbjargarviðleitni af ótta við mögulega árás eða ofbeldi. Ofbeldi gegn konum og stelpum er vandamál um allan heim – engu samfélagi hefur tekist að uppræta kynbundið ofbeldi. Reykjavík er hluti af alþjóðlegu verkefni UN Women sem ber heitið Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Initiative). Borgaryfirvöld í 22 löndum hafa heitið því að gera borg sína öruggari og er markmiðið að skapa konum, stúlkum og börnum öruggt líf í borgum án ótta við ofbeldi. Verkefnið er unnið í samstarfi við borgaryfirvöld og frjáls félagasamtök á hverjum stað. Reykjavík er ein þessara borga og skipar sér þar með í röð borga á borð við Kigali í Rúanda, Port Moresby í Papúa Nýju Gíneu og Edmonton í Kanada. Borgirnar eru eins ólíkar og þær eru margar og umfang vandamálsins er ólíkt. Aftur á móti er markmiðið alls staðar hið sama, að útrýma ofbeldi með sértækum lausnum í hverri borg fyrir sig. Í því felst til dæmis breikkun gangstétta, aukin götulýsing og fjölgun öryggismyndavéla á götum. Ekki síst vekur verkefnið almenning til vitundar um kynbundið ofbeldi og mikilvægi þess að viðurkenna vandann, bregðast við honum og koma fólki, ekki síst karlmönnum, í skilning um grafalvarlegar afleiðingar kynbundins ofbeldis. Hér á landi geta borgaryfirvöld aukið öryggi kvenna og stelpna með ódýrum en áhrifaríkum lausnum, líkt og markvissri þjálfun og fræðslu dyravarða á skemmtistöðum um hvernig bregðast eigi við ef kynbundið ofbeldi á sér stað á staðnum, bættri götulýsingu, endurnýjun og fjölgun öryggismyndavéla og á almenningssvæðum sem og auknum sýnileika lögreglu. Mikilvægast er þó að taka afstöðu gegn ofbeldi og hafa hugfast að við sem samfélag berum ábyrgðina – ekki mögulegir þolendur. Hættum að beita ofbeldi og stöndum vörð um öryggi samborgara okkar. Við getum ráðist í þessar aðgerðir strax í dag! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í kjölfar hvarfs Birnu Brjánsdóttur hafa konur stigið fram og lýst þeim veruleika sem þær búa við hér á landi. Þeim ótta og óöryggi sem þær finna fyrir á götum úti og hvernig þær axla ábyrgð á mögulegu ofbeldi með því að forðast augnsamband, velja ákveðnar götur fram yfir aðrar, halda á lykli milli fingra sinna í annarri hendi og símanum í hinni með 112 á hraðvali þegar þær ferðast um götur borgarinnar að kvöld- og næturlagi. Þetta gera konur og stelpur í sjálfsbjargarviðleitni af ótta við mögulega árás eða ofbeldi. Ofbeldi gegn konum og stelpum er vandamál um allan heim – engu samfélagi hefur tekist að uppræta kynbundið ofbeldi. Reykjavík er hluti af alþjóðlegu verkefni UN Women sem ber heitið Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Initiative). Borgaryfirvöld í 22 löndum hafa heitið því að gera borg sína öruggari og er markmiðið að skapa konum, stúlkum og börnum öruggt líf í borgum án ótta við ofbeldi. Verkefnið er unnið í samstarfi við borgaryfirvöld og frjáls félagasamtök á hverjum stað. Reykjavík er ein þessara borga og skipar sér þar með í röð borga á borð við Kigali í Rúanda, Port Moresby í Papúa Nýju Gíneu og Edmonton í Kanada. Borgirnar eru eins ólíkar og þær eru margar og umfang vandamálsins er ólíkt. Aftur á móti er markmiðið alls staðar hið sama, að útrýma ofbeldi með sértækum lausnum í hverri borg fyrir sig. Í því felst til dæmis breikkun gangstétta, aukin götulýsing og fjölgun öryggismyndavéla á götum. Ekki síst vekur verkefnið almenning til vitundar um kynbundið ofbeldi og mikilvægi þess að viðurkenna vandann, bregðast við honum og koma fólki, ekki síst karlmönnum, í skilning um grafalvarlegar afleiðingar kynbundins ofbeldis. Hér á landi geta borgaryfirvöld aukið öryggi kvenna og stelpna með ódýrum en áhrifaríkum lausnum, líkt og markvissri þjálfun og fræðslu dyravarða á skemmtistöðum um hvernig bregðast eigi við ef kynbundið ofbeldi á sér stað á staðnum, bættri götulýsingu, endurnýjun og fjölgun öryggismyndavéla og á almenningssvæðum sem og auknum sýnileika lögreglu. Mikilvægast er þó að taka afstöðu gegn ofbeldi og hafa hugfast að við sem samfélag berum ábyrgðina – ekki mögulegir þolendur. Hættum að beita ofbeldi og stöndum vörð um öryggi samborgara okkar. Við getum ráðist í þessar aðgerðir strax í dag! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun