Golf

„Ólafía mun vinna mót og ég er ekki að djóka“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun etja kappi við bestu kylfinga heims á LPGA-mótaröðinni í golfi í ár. Samt sem áður telja aðstandendur hennar að hún muni blanda sér í baráttu um sigur á móti í ár.

Ólafía Þórunn byrjaði vel á fyrsta keppnisdegi sínum á mótaröðinni en hún spilaði á tveimur höggum undir pari á Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum í gær.

Sjá einnig: Harður heimur fyrir Ólafíu

„Það kæmi mér ekki á óvart að sjá hana á meðal tíu efstu þegar sól hækkar á lofti,“ sagði Björn Víglundsson, formaður GR, spurður hver yrði hennar besti árangur á móti í ár.

Kristinn J. Gíslason, faðir Ólafíu, tekur í svipaðan streng og Derrick Moore, þjálfari hennar, væri mjög sáttur við að sjá hana á meðal tíu efstu. „En hver veit. Hún gæti alveg gert eins og á úrtökumótinu og endað í fyrsta eða öðru sæti.“

Sjá einnig: Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni

Alfreð Brynjar, bróðir hennar, segir engan vafa á því að hún muni vinna mót. „Það er bara spurning hvenær. Við bíðum bara eftir því. Ég ætla ekki að segja að það gerist í ár en það væri gaman. Það gerist einhvern tímann,“ sagði hann.

Og Ragnhildur Sigurðardóttir er ekki í nokkrum vafa um hæfileika Ólafíu. „Ég held að hún eigi eftir að vinna mót og ég er ekki að djóka.“

Útsending frá öðrum keppnisdegi Pure Silk hefst á Golfstöðinni klukkan 16.30 en Ólafía Þórunn á rástíma klukkan 17.30. Útsending Golfstöðvarinnar stendur yfir til klukkan 19.30.

Sjá einnig: Ólafía seint af stað í dag

Vert er að taka fram að því miður er það ekki á valdi 365 miðla, sem sendir út Golfstöðina, að hafa rýmri útsendingartíma frá mótinu enda ákvörðun mótshaldara að senda út á þessum tíma.


Tengdar fréttir

Harður heimur fyrir Ólafíu

Fólk sem stendur Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur nærri telur að hún muni halda þátttökurétti sínum á LPGA-mótaröðinni.

Ólafía seint af stað í dag

Er í sama ráshópi og í gær en er á meðal síðustu kylfinga sem ræsir út á Pure Silk mótinu á Bahama-eyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×