Harður heimur fyrir Ólafíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2017 11:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fer vel af stað á LPGA-mótaröðinni í golfi en hún lék á tveimur höggum undir pari á fyrsta hring sínum á Pure Silk-mótinu í gær. Vegleg umfjöllun er um mótið á Golfstöðinni en í tilefni af fyrsta móti Ólafíu Þórunnar ræddi Þorsteinn Hallgrímsson við nokkra aðstandendur Ólafíu um möguleika hennar á mótaröðinni. Ólafía Þórunn þarf að vera á meðal 125 efstu á peningalista mótaraðarinnar í lok leiktíðar til að endurnýja keppnisrétt sinn. Það er hægara sagt en gert. Sjá einnig: Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni „Hún þarf að spila stöðugt golf og komast oft í gegnum niðurskurðinn. Ég tel að hún þarf helst að vera meðal 30-40 efstu í þeim mótum sem hún keppir á,“ segir Ragnhildur Kristinsdóttir, afrekskylfingur. Björn Víglundsson, formaður GR, segir að Ólafía fái ekkert afhent - allt sem hún fær vinnur hún sér inn. „Þetta er harður heimur og hún er að keppa á eigin vegum. Hún er nú með þetta eina ár og nú er verkefni hennar að halda sér inni á mótaröðinni. Ég er bjartsýnn á það,“ segir Björn. Sjá einnig: Ólafía seint af stað í dag „Tölfræðin er ekki besti vinur hennar því hún sýnir að yfirleitt tekur það nokkur ár að festa rætur á mótaröðinni. Ég er bjartsýnn á það.“ Rætt er við fleiri í myndskeiðinu hér fyrir ofan, þeirra á meðal Kristin J. Gíslason, faðir hennar, og Derrick Moore, þjálfara hennar, sem hafa báðir mikla trú á Ólafíu. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn í 37. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á Bahamaeyjum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 37. sæti eftir fyrsta hringinn á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. 26. janúar 2017 22:45 Ólafía hefði fengi milljón hefði hún endað í þessu sæti í fyrra Það eru miklir peningar í boði fyrir íslenska kylfinginn á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 10:00 Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék einkar vel á fyrsta degi Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. 26. janúar 2017 18:15 Ólafía seint af stað í dag Er í sama ráshópi og í gær en er á meðal síðustu kylfinga sem ræsir út á Pure Silk mótinu á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 08:00 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fer vel af stað á LPGA-mótaröðinni í golfi en hún lék á tveimur höggum undir pari á fyrsta hring sínum á Pure Silk-mótinu í gær. Vegleg umfjöllun er um mótið á Golfstöðinni en í tilefni af fyrsta móti Ólafíu Þórunnar ræddi Þorsteinn Hallgrímsson við nokkra aðstandendur Ólafíu um möguleika hennar á mótaröðinni. Ólafía Þórunn þarf að vera á meðal 125 efstu á peningalista mótaraðarinnar í lok leiktíðar til að endurnýja keppnisrétt sinn. Það er hægara sagt en gert. Sjá einnig: Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni „Hún þarf að spila stöðugt golf og komast oft í gegnum niðurskurðinn. Ég tel að hún þarf helst að vera meðal 30-40 efstu í þeim mótum sem hún keppir á,“ segir Ragnhildur Kristinsdóttir, afrekskylfingur. Björn Víglundsson, formaður GR, segir að Ólafía fái ekkert afhent - allt sem hún fær vinnur hún sér inn. „Þetta er harður heimur og hún er að keppa á eigin vegum. Hún er nú með þetta eina ár og nú er verkefni hennar að halda sér inni á mótaröðinni. Ég er bjartsýnn á það,“ segir Björn. Sjá einnig: Ólafía seint af stað í dag „Tölfræðin er ekki besti vinur hennar því hún sýnir að yfirleitt tekur það nokkur ár að festa rætur á mótaröðinni. Ég er bjartsýnn á það.“ Rætt er við fleiri í myndskeiðinu hér fyrir ofan, þeirra á meðal Kristin J. Gíslason, faðir hennar, og Derrick Moore, þjálfara hennar, sem hafa báðir mikla trú á Ólafíu.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn í 37. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á Bahamaeyjum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 37. sæti eftir fyrsta hringinn á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. 26. janúar 2017 22:45 Ólafía hefði fengi milljón hefði hún endað í þessu sæti í fyrra Það eru miklir peningar í boði fyrir íslenska kylfinginn á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 10:00 Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék einkar vel á fyrsta degi Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. 26. janúar 2017 18:15 Ólafía seint af stað í dag Er í sama ráshópi og í gær en er á meðal síðustu kylfinga sem ræsir út á Pure Silk mótinu á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 08:00 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn í 37. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á Bahamaeyjum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 37. sæti eftir fyrsta hringinn á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. 26. janúar 2017 22:45
Ólafía hefði fengi milljón hefði hún endað í þessu sæti í fyrra Það eru miklir peningar í boði fyrir íslenska kylfinginn á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 10:00
Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék einkar vel á fyrsta degi Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. 26. janúar 2017 18:15
Ólafía seint af stað í dag Er í sama ráshópi og í gær en er á meðal síðustu kylfinga sem ræsir út á Pure Silk mótinu á Bahama-eyjum. 27. janúar 2017 08:00