Handbolti

Norðmenn í úrslit í fyrsta sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Norðmenn fagna í leikslok.
Norðmenn fagna í leikslok. vísir/getty
Það verða Norðmenn sem mæta Frökkum í úrslitaleiknum á HM í handbolta í París á sunnudaginn. Noregur vann þriggja marka sigur, 25-28, á Króatíu í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld.

Leikurinn var gríðarlega jafn og spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu.

Tobjörn Bergerud tryggði Norðmönnum framlengingu þegar hann varði vítakast frá Zlatko Horvat þegar leiktíminn var runninn út. Staðan 22-22 að venjulegan leiktíma loknum.

Í framlengingunni reyndust Norðmenn sterkari. Þeir skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og tryggðu sér sigurinn og sæti í úrslitaleiknum. Þetta er í fyrsta sinn sem Norðmenn komast í úrslit á stórmóti.

Bjarte Myrhol var markahæstur í norska liðinu með sex mörk. Kristian Björnsen kom næstur með fimm mörk. Bergerud var frábær í markinu og varði 16 skot (40%).

Horvart skoraði sex mörk fyrir Króatíu og Marko Mamic fimm. Skærasta stjarna liðsins, Domagoj Duvnjak, náði sér hins vegar engan veginn á strik og skoraði aðeins þrjú mörk úr 13 skotum.


Tengdar fréttir

Frakkar enn og aftur í úrslit

Frakkar eru komnir í úrslit á HM í handbolta eftir sex marka sigur á Slóvenum, 31-25, í fyrri undanúrslitaleiknum í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.