Hugleiðing föður í fæðingarorlofi – Kynjajafnrétti Geir Gunnar Markússon skrifar 10. janúar 2017 09:38 Á dögunum eignaðist ég mína þriðju dóttur sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema að því leyti að allt þetta dætralán mitt fékk mig til að hugleiða aðeins kynjajafnrétti og kynjabaráttu. Þegar maður fær nýfædda barnið sitt í fangið í fyrsta sinn grípur mann yfirþyrmandi ást og vellíðan. Það að halda á spánýjum einstaklingi sem á vissan hátt tilheyrir manni sjálfum fær tárin til flæða niður kinnarnar og vekur upp ást sem nær langt út fyrir þetta sólkerfi. Maður mundi gefa úr sér bæði nýrun fyrir þessa 50 cm krúttsprengju. Það eru einmitt allar þessar óendanlega góðu tilfinningar sem fá mann til að hugleiða eitt sem snýr að þessari litlu krúttsprengju..en það er kyn hennar. Maður ræður því ekki hvort maður fæðist með typpi eða píku en af hverju ættu dætur mínar að þurfa að berjast frekar fyrir sínum launakjörum og hví þarf kvenkynið enn að vera með kvennafrídag til að berjast fyrir sínum launum og jafnrétti? Við höfum náð langt í að jafna hlut kynjanna frá því fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á fæðingarári mínu fyrir tæpum 42 árum. Íslendingar eru ljósárum á undan mörgum löndum í jafnrétti kynjanna og almennum mannréttindum og mér finnst kominn tími til að við hættum þessar kynjabaráttu. Tökum höndum saman, karlar og konur, og berjumst fyrir mannréttindum. Ég sem karlmaður er umvafinn yndislegum konum og á þrjár dætur, konu, systur, mömmu, ömmu, frænkur og vinkonur sem mér þykir ólýsanlega vænt um og vill þeim allt hið besta. Alveg sama hvort dætrum mínum dreymir um að vera steypubílstjórar eða kjarneðlisfræðingar þá mun ég styðja þær í því. Það hjóta bara allir pabbar sem eiga dætur að vera sammála mér með þetta. Því skil ég bara ekki karlrembu- eða kvenrembusvín. Öll karl- og kvenrembusvín hljóta að vera einfrumungar sem urðu til við sjálfstilllífun án ættmenna. Því hvernig er hægt að með þjást af rembu tengdri þínu eigin kyni þegar þú átt barn af hinu kyninu, líf þitt er háð tilveru hins kynsins og/eða þú ert alin upp af báðum kynjum? Verðandi forseti Bandaríkjanna kemur fram eins og hann sé formaður Alþjóðasamtaka karlrembusvína. Hann er að vísu líka pabbi eins og ég en það getur ekki verið að hann hafi upplifað þessa brjálæðislegu tilfinngasprengju við fæðingar dætra sinna. Kannski keypti hann dætur sínar í einhverjum vörulista? Það sem auðjöfrar og kapítalistar geta aldrei keypt er alvöru ást. Þar liggur hundurinn líklega grafinn og það sem karlrembu og kvenrembusvín þurfa allra helst er gott faðmlag því verstu remburnar hafa líklega aldrei upplifað alvöru ást. Mikið rosalegur er ég orðin leiður á þessari kynjabaráttu og kynjarembu þar sem annað kynið á að vera betra í þessu og hinu á meðan hitt kynið getur lítið sem ekkert í því. Ég þekki konur sem geta lyft 150 kg í réttstöðu og einnig þekki ég karlmenn sem eru frábærir í heimilsstörfum og umönnun barna. Málið er að við erum öll bara mannverur og við ættum að fara horfa minna á okkur sem karlmenn annarsvegar og kvenmenn hinsvegar. Allar mannverur hafa sína kosti, galla og hæfileika. Því þurfum við að fara að sprengja þessar staðalímyndir um það hvað kynin eiga að gera í lífinu. Ef að allir pabbar Íslands taka höndum saman þá getum við langt niður Jafnréttisstofu og Kvenréttindafélag Íslands því allflestir pabbar eiga dætur, mömmur, ömmur og frænkur sem þeir vilja vonandi allt hið besta. Allir karlmenn ættu í raun að vera kvenréttindafrömuðir því að án mæðra okkar værum við ekki til. Þessi umræða um kvenréttindi virkar reyndar í báðar áttir en karlar eiga auðvitað líka að vera jafn réttháir konum. Af hverju ætti ég ,ef ég fæðist með typpi t.d., að þurfa að berjast fyrir umgengi við börnin mín eða forsjá þeirra ef upp úr sambandi slitnar? Af hverju er það forsíðufrétt ef karlmaður velur að starfa sem dagforeldri eða hefur unun af prjónaskap? Við erum sem betur fer öll ólík og það væri ekkert gaman að þessu öðruvísi. Með þessum pistli er ég ekki að leggja til að við verðum öll hvorugkyns. Það er dásamlegt hvað kynin eru ólík að mörgu leyti og við þurfum að fagna þessum breytileika í stað þess að pirrast út í hann. Við þurfum að hætta að eyða orku í kynjabaráttu og eyða meiri orku í baráttu fyrir manneskjum, alveg sama hvors kyns þær eru. Ef hver og ein manneskja sem fædd er í þennan heim fengi að rækta sína hæfileika og hafa sínar langanir þá veit ég að þetta yrði betri heimur til að búa í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum eignaðist ég mína þriðju dóttur sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema að því leyti að allt þetta dætralán mitt fékk mig til að hugleiða aðeins kynjajafnrétti og kynjabaráttu. Þegar maður fær nýfædda barnið sitt í fangið í fyrsta sinn grípur mann yfirþyrmandi ást og vellíðan. Það að halda á spánýjum einstaklingi sem á vissan hátt tilheyrir manni sjálfum fær tárin til flæða niður kinnarnar og vekur upp ást sem nær langt út fyrir þetta sólkerfi. Maður mundi gefa úr sér bæði nýrun fyrir þessa 50 cm krúttsprengju. Það eru einmitt allar þessar óendanlega góðu tilfinningar sem fá mann til að hugleiða eitt sem snýr að þessari litlu krúttsprengju..en það er kyn hennar. Maður ræður því ekki hvort maður fæðist með typpi eða píku en af hverju ættu dætur mínar að þurfa að berjast frekar fyrir sínum launakjörum og hví þarf kvenkynið enn að vera með kvennafrídag til að berjast fyrir sínum launum og jafnrétti? Við höfum náð langt í að jafna hlut kynjanna frá því fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á fæðingarári mínu fyrir tæpum 42 árum. Íslendingar eru ljósárum á undan mörgum löndum í jafnrétti kynjanna og almennum mannréttindum og mér finnst kominn tími til að við hættum þessar kynjabaráttu. Tökum höndum saman, karlar og konur, og berjumst fyrir mannréttindum. Ég sem karlmaður er umvafinn yndislegum konum og á þrjár dætur, konu, systur, mömmu, ömmu, frænkur og vinkonur sem mér þykir ólýsanlega vænt um og vill þeim allt hið besta. Alveg sama hvort dætrum mínum dreymir um að vera steypubílstjórar eða kjarneðlisfræðingar þá mun ég styðja þær í því. Það hjóta bara allir pabbar sem eiga dætur að vera sammála mér með þetta. Því skil ég bara ekki karlrembu- eða kvenrembusvín. Öll karl- og kvenrembusvín hljóta að vera einfrumungar sem urðu til við sjálfstilllífun án ættmenna. Því hvernig er hægt að með þjást af rembu tengdri þínu eigin kyni þegar þú átt barn af hinu kyninu, líf þitt er háð tilveru hins kynsins og/eða þú ert alin upp af báðum kynjum? Verðandi forseti Bandaríkjanna kemur fram eins og hann sé formaður Alþjóðasamtaka karlrembusvína. Hann er að vísu líka pabbi eins og ég en það getur ekki verið að hann hafi upplifað þessa brjálæðislegu tilfinngasprengju við fæðingar dætra sinna. Kannski keypti hann dætur sínar í einhverjum vörulista? Það sem auðjöfrar og kapítalistar geta aldrei keypt er alvöru ást. Þar liggur hundurinn líklega grafinn og það sem karlrembu og kvenrembusvín þurfa allra helst er gott faðmlag því verstu remburnar hafa líklega aldrei upplifað alvöru ást. Mikið rosalegur er ég orðin leiður á þessari kynjabaráttu og kynjarembu þar sem annað kynið á að vera betra í þessu og hinu á meðan hitt kynið getur lítið sem ekkert í því. Ég þekki konur sem geta lyft 150 kg í réttstöðu og einnig þekki ég karlmenn sem eru frábærir í heimilsstörfum og umönnun barna. Málið er að við erum öll bara mannverur og við ættum að fara horfa minna á okkur sem karlmenn annarsvegar og kvenmenn hinsvegar. Allar mannverur hafa sína kosti, galla og hæfileika. Því þurfum við að fara að sprengja þessar staðalímyndir um það hvað kynin eiga að gera í lífinu. Ef að allir pabbar Íslands taka höndum saman þá getum við langt niður Jafnréttisstofu og Kvenréttindafélag Íslands því allflestir pabbar eiga dætur, mömmur, ömmur og frænkur sem þeir vilja vonandi allt hið besta. Allir karlmenn ættu í raun að vera kvenréttindafrömuðir því að án mæðra okkar værum við ekki til. Þessi umræða um kvenréttindi virkar reyndar í báðar áttir en karlar eiga auðvitað líka að vera jafn réttháir konum. Af hverju ætti ég ,ef ég fæðist með typpi t.d., að þurfa að berjast fyrir umgengi við börnin mín eða forsjá þeirra ef upp úr sambandi slitnar? Af hverju er það forsíðufrétt ef karlmaður velur að starfa sem dagforeldri eða hefur unun af prjónaskap? Við erum sem betur fer öll ólík og það væri ekkert gaman að þessu öðruvísi. Með þessum pistli er ég ekki að leggja til að við verðum öll hvorugkyns. Það er dásamlegt hvað kynin eru ólík að mörgu leyti og við þurfum að fagna þessum breytileika í stað þess að pirrast út í hann. Við þurfum að hætta að eyða orku í kynjabaráttu og eyða meiri orku í baráttu fyrir manneskjum, alveg sama hvors kyns þær eru. Ef hver og ein manneskja sem fædd er í þennan heim fengi að rækta sína hæfileika og hafa sínar langanir þá veit ég að þetta yrði betri heimur til að búa í.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar