Er Ítalía núna öruggt land fyrir flóttafólk? Toshiki Toma skrifar 11. janúar 2017 14:54 Í desember 2015 hætti Útlendingastofnun að senda flóttafólk til baka til Ítalíu, en ummæli innanríkisráðherra á Alþingi í september sama ár voru tekin upp í fjölmiðlum en hann sagði að ,,Grikkland, Ítalía og Ungverjaland væru ekki örugg lönd og Íslendingar sendu ekki fólk þangað.“ En nú í janúar er búið að ákveða að vísa mörgu flóttafólki sem er hérlendis á brott til Ítalíu. Mér virðist sem yfirvöld hafi komist að endanlegri niðurstöðu um að það sé í lagi að senda að senda flóttafólk til baka til Ítalíu. En er það rétt? Aðeins í kringum mig eru átta manneskjur sem verða sendar til Ítalíu, sumir sem eru með landvistarleyfi fyrir fyrir flóttafólk frá Ítalíu. En saga þeirra er sú sama. ,,Ég gat hvorki fundið vinnu mér til framfærslu né þak yfir höfuðið. Ég neyddist til að dvelja á götunni og gat stundum fengið mat í kærleiksboði kirkju nokkurrar.“ Tveir af átta vinum mínum verða sendir til Ítalíu þó að það hafi aðeins verið millilendingarstaður þeirra. Þeir munu fá landvistarleyfi í Ítalíu en lenda í sömu aðstæðum og hinir sex hafa upplifað. Er í alvöru í lagi að senda flóttafólk baka til Ítalíu? Mig langar að fá formlegt álit yfirvaldanna um aðstæður flóttamanna á Ítalíu. Já, það voru nokkur ummæli frá innanríkisráðuneytinu í vetur sl. eins og ,,Ítalía er ekki eftirsóknarverður staður fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, en ekki svo slæmur fyrir ungan, sterkan mann.“ Eru þessi ummæli endanlegt álit yfirvaldanna sem fara með málefni flóttafólks hér á landi? Höfðu ráðuneytismenn tækifæri til að hlusta á flóttafólk beint sem hafði verið í Ítalíu og haft eitthvað að segja? Gallinn við þetta álit er að með því er reynt að aðskilja veitingu landvistarleyfis og þess að mannsæmandi lífskjör manneskju séu tryggð þannig að viðkomandi umsækjandi um alþjóðlega vernd geti hafið nýtt líf í viðkomandi samfélagi. Að taka á móti manneskju sem flóttamanni er ekki aðeins að veita honum landvistarleyfi, heldur gefa honum mannsæmandi tækifæri í nýju samfélagi. Íslenskum stjórnvöldum er þetta atriði ekki ókunnungt. Ef við lítið til móttöku flóttamanna frá Sýrlandi sem boðið er hingað af ríkinu þá er því vel sinnt. Hvers vegna þurfum við þá að nota öðruvísi viðmið þegar um hælisleitendur er að ræða? Megum við segja eins og: ,,En það vandamál tilheyrir Ítalíu en ekki okkur“? Ég ætla ekki að ásaka Ítalíu vegna aðstæðna flóttafólks þar, þar sem það blasir við að í landinu eru alltof margir flóttamenn nú þegar en Ítalir geta sinnt almennilega. Er þá ekki hægt að sjá málið sem tækifæri til að ,,létta bróðurbyrði“? Og um leið mun fólkið nýtast á íslenskum vinnumarkaði þar sem vantar vinnuafl? Ferköntuð vinnubrögð og skortur á sveigjanleika flækja málefni flóttafólks og búa til fleiri vandamál. Að mínu mati hafa síðustu ár sannað þetta. Ég óska innilega þess að yfirvöldin hér hætti að senda flóttafólk baka til Ítalíu og gefa því mannsæmandi tækifæri á Íslandi. Toshiki Toma, prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Toshiki Toma Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í desember 2015 hætti Útlendingastofnun að senda flóttafólk til baka til Ítalíu, en ummæli innanríkisráðherra á Alþingi í september sama ár voru tekin upp í fjölmiðlum en hann sagði að ,,Grikkland, Ítalía og Ungverjaland væru ekki örugg lönd og Íslendingar sendu ekki fólk þangað.“ En nú í janúar er búið að ákveða að vísa mörgu flóttafólki sem er hérlendis á brott til Ítalíu. Mér virðist sem yfirvöld hafi komist að endanlegri niðurstöðu um að það sé í lagi að senda að senda flóttafólk til baka til Ítalíu. En er það rétt? Aðeins í kringum mig eru átta manneskjur sem verða sendar til Ítalíu, sumir sem eru með landvistarleyfi fyrir fyrir flóttafólk frá Ítalíu. En saga þeirra er sú sama. ,,Ég gat hvorki fundið vinnu mér til framfærslu né þak yfir höfuðið. Ég neyddist til að dvelja á götunni og gat stundum fengið mat í kærleiksboði kirkju nokkurrar.“ Tveir af átta vinum mínum verða sendir til Ítalíu þó að það hafi aðeins verið millilendingarstaður þeirra. Þeir munu fá landvistarleyfi í Ítalíu en lenda í sömu aðstæðum og hinir sex hafa upplifað. Er í alvöru í lagi að senda flóttafólk baka til Ítalíu? Mig langar að fá formlegt álit yfirvaldanna um aðstæður flóttamanna á Ítalíu. Já, það voru nokkur ummæli frá innanríkisráðuneytinu í vetur sl. eins og ,,Ítalía er ekki eftirsóknarverður staður fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, en ekki svo slæmur fyrir ungan, sterkan mann.“ Eru þessi ummæli endanlegt álit yfirvaldanna sem fara með málefni flóttafólks hér á landi? Höfðu ráðuneytismenn tækifæri til að hlusta á flóttafólk beint sem hafði verið í Ítalíu og haft eitthvað að segja? Gallinn við þetta álit er að með því er reynt að aðskilja veitingu landvistarleyfis og þess að mannsæmandi lífskjör manneskju séu tryggð þannig að viðkomandi umsækjandi um alþjóðlega vernd geti hafið nýtt líf í viðkomandi samfélagi. Að taka á móti manneskju sem flóttamanni er ekki aðeins að veita honum landvistarleyfi, heldur gefa honum mannsæmandi tækifæri í nýju samfélagi. Íslenskum stjórnvöldum er þetta atriði ekki ókunnungt. Ef við lítið til móttöku flóttamanna frá Sýrlandi sem boðið er hingað af ríkinu þá er því vel sinnt. Hvers vegna þurfum við þá að nota öðruvísi viðmið þegar um hælisleitendur er að ræða? Megum við segja eins og: ,,En það vandamál tilheyrir Ítalíu en ekki okkur“? Ég ætla ekki að ásaka Ítalíu vegna aðstæðna flóttafólks þar, þar sem það blasir við að í landinu eru alltof margir flóttamenn nú þegar en Ítalir geta sinnt almennilega. Er þá ekki hægt að sjá málið sem tækifæri til að ,,létta bróðurbyrði“? Og um leið mun fólkið nýtast á íslenskum vinnumarkaði þar sem vantar vinnuafl? Ferköntuð vinnubrögð og skortur á sveigjanleika flækja málefni flóttafólks og búa til fleiri vandamál. Að mínu mati hafa síðustu ár sannað þetta. Ég óska innilega þess að yfirvöldin hér hætti að senda flóttafólk baka til Ítalíu og gefa því mannsæmandi tækifæri á Íslandi. Toshiki Toma, prestur innflytjenda.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun